Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 54
Helgarblað 5.–8. september 201454 Menning Úr vegabréfi Sigmundar Ernis Setið kyrr í klukkustund Stundum var haft á orði um móðurafa minn að hann hefði verið einstakur rólegheitamað- ur, úr svip hans hefði alla jafna mátt lesa slíka yfirvegun og hægð að ósjálfrátt hefði sæld og friður færst yfir alla í kringum hann; nefnilega svo að hvar- vetna sem hann valdi fótum sín- um för hefði andrúmið lægt og dúrað, einna líkast því að tíminn hefði tekið sér hlé frá eigin gerð og eðli. Því er á þetta minnst að kyrra- líf hefur sjaldnast verið mér að skapi; ég er eirðarlaus að upp- lagi, næsta örgeðja og ólmhuga, fírugur og gustmikill, viðþolslaus og vanstilltur – og ekki svo að skilja að ég telji mér þessi ósköp til gildis og tekna; oftsinnis hefur mér verið hugsað til Sigfúsar afa í seinni tíð í þeirri von að minn- ingin ein geti fært mér sosum eins og agnarögn af allri hans innri vægð og þýðu. Og svei mér þá ef mér tókst ekki að tengjast þeim gamla einhvern ágústdaginn að áliðnum slætti, reyndar öfugum megin við ætt- jörðina, en það má einu gilda; ég fann þennan frið. Okkur hafði, þremur þingmönnum af eld- landinu í norðri, verið boðið alla leið til Taívan, eyjunnar fögru úti af Kína sem í árafjöld hefur tekist að standa upp í stríðu hári stóra bróðurins í Bejing, þótt eyj- an sjálf sé ekki nema hnefafylli af leir og sandi í samjöfnuði við meginlandið sjálft. Og þarna vorum við komnir í dagsferð á syðsta odda þessa íð- ilfagra eylands í austurlöndum fjær og fyrir fótum okkar gat að líta einhvern skrautlegasta helgi- dóm sem augu mín hafa litið. Hlaðvarpinn var prýddur ótölu- legum fjölda styttna í drjúgri líkamsstærð, en við enda hans skaraði hátt upp úr gullfægðu hofinu gríðarmikið búdda- líkneski sem glóði af í mjúkri miðdegissólinni. Blessunin hún Fo Wei Yun leiddi okkur um þessa dásemd alla, svo hægum skrefum reyndar að mér fannst við varla færast fetið. Þessi aldna kona, nauðrökuð um kollinn, hélt að okkur sama bros- inu allan liðlangan daginn, hvort heldur hún reiddi fram hægeld- að grænmeti á undnu eikar- bretti, ellegar sýndi okkur lysti- garðinn inn af líkneskinu stóra. Og svo kom að því að hún hugð- ist leiða okkur inn í ótruflaða heima taoismans; berfætt- ir sátum við flötum beinum í fagurgylltum sal og áttum að hlusta á eigin hjartslátt með lóf- ana opna mót einum og sönn- um alheimskrafti. Þarna var þá loksins komið að því; ég hafði fengið það verkefni að sitja kyrr í klukkustund. Og það tókst! Eins og opin sál framan við sælu- brosið á Fo Wei Yun, einhverja rólegustu manneskju sem lífið hafði fært mér, fann ég það bæði á líkama og sál hversu mikilvægt það er að losna á stundum und- an sjálfum sér, en fylla jafnóðum tómið af óútskýrðri þögn sem er umvafin hlýrri birtu og angan af myntu. Já, friðmælast við sjálf- an sig. Ekkert af þessu breytti þó því að næstu daga var ég friðlaus af harðsperrum. H versu miklu testósteróni er hægt að koma í eina kvik- mynd? Expendables-serían hefur undanfarin ár reynt að svara þessari spurningu með því að troða eins mörgum hasarhetjum í eina mynd og hægt er, en þó verður að reikna með því að testósteron-fram- leiðsla per haus hafi eitthvað minnk- að því sumir eru á áttræðisaldri. Og eitt af því mest heillandi við þessa seríu er að sjá hvernig menn eldast. Fordarinn, sem tók sig vel út sem Indiana Jones fyrir sex árum, er nú orðinn gamall, enda 72 ára. Sömuleiðis Arnie, sem hefur orðið mjúkur á árum sínum sem ríkisstjóri. Sly sjálfur, þrátt fyrir að vera orðinn fremur ónáttúrulegur í útliti, virðist 20 árum yngri en sín 68 ár. Kannski er það um sjötugt eins og á unglingsár- um að nokkur ár til eða frá hafa afar mikið að segja. Melurinn kemur ágætlega út, minna sætur en meira töff en áður, og eftir alla skandalana virkar hann best sem vondur kall. En sá sem kem- ur mest á óvart er Antonio Banderas, sem er líklega besti leikarinn af þeim öllum og kemur inn með þá kímni sem skort hefur í fyrri myndir. Og það besta við Ex þrjú er að hún tekur sjálfa sig mátulega alvarlega og gerir grín að mönnum sem þykjast yngri en þeir eru. Gallinn er hins vegar sá að hasar- atriðin eru öll afar hefðbundin. Hin- ar öldruðu hetjur standa flestar kyrrar og munda stórar byssur, Ford fer ekki úr þyrlunni og Arnie varla heldur. Það er helst unglambið Statham sem eitt- hvað fær að hreyfa sig, sem og Snipes sem ekkert hefur elst. Skemmtilegra er að sjá hetjurnar bonda, ekki síst Arnie og Jet Li sem hér eru eitt fyrsta samkynhneigða par hasarmyndanna. Og samsöngurinn undir lokin heillar mun meira en rútínusprengingar. Helsti galli myndanna er sá að þær standa ekki undir nafni. Á tím- um Game of Thrones, þar sem engin persóna er örugg, finnst manni sem myndin mætti splæsa í einhver dauðs- föll góðu gæjanna. Með allar þess- ar hasarhetjur samankomnar myndi það gefa myndunum aukna vídd eða að minnsta kosti spennu. Þegar hver og einn er eins manns her er þreyt- andi til lengdar að horfa á þá salla niður Austur-Evrópumenn sem allir lærðu að skjóta í Stormtrooper-skól- anum. Það er því synd að með allar þessar hetjur samankomnar að ekki sé lögð ögn meiri vinna í handritið, sem hefði getað skapað fyrsta flokks hasarmynd fremur en miðlungs. n Testósterón-veisla Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur The Expendables 3 IMDb 6,3 Leikstjóri: Patrick Hughes Leikarar: Sylvester Stallone, Arnold Schwarzenegger, Harrison Ford og fleiri. 126 mínútur Hörkutól Það er synd með allar þessar hetjur að ekki hafi verið meira lagt í handritið. V ið erum öll bara mann- leg,“ segir edrú hasshaus- inn Richard á þriggja manna AA-fundi á Flat- eyri. Eftir þónokkra íhugun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að París norðursins fjalli um þetta – það að vera manneskja. Það að vera mennskur er að vera í sífelldri glímu við að hemja langanir sínar og tilfinningar, í sífelldri glímu við að breyta rétt í heimi þar sem hið rétta er aldrei svo augljóst. Að vera mann- eskja er að mistakast, að misstíga sig, detta og standa upp aftur. Hvort sem það er varðandi reykingar, áfengi eða samskipti við annað fólk. Enginn er fullkomlega góður né slæmur, það eru allir að gera sitt besta til að láta sér líða vel. En það er bara svo djöf- ulli flókið í kringum annað fólk. Bældar tilfinningar og krossfjölskyldutengsl París norðursins er tregablandin gamanmynd, létt meinfyndið gam- andrama um bældar tilfinningar og krossfjölskyldutengsl í örlitlu sam- félagi. Hugi er tæplega fertugur mis- heppnaður grunnskólakennari á Flateyri, óvirkur alkóhólisti í útlegð eftir sáran skilnað og drykkju í kjöl- farið. Hann lifir regluföstu lífi, fer út að hlaupa, hangir með 10 ára nem- anda sínum og syni fyrrum ástkonu, og mætir á fámenna AA-fundi í fé- lagsheimilinu (með pabba og barns- föður þessarar sömu konu). Hann virðist samt ekki enn hafa tekist á við vandamál sín, ekki komist yfir gömlu kærustuna, heldur leitar skjóls frá freistingum heimsins í smábænum. Þegar pabbi Huga, Veigar, ábyrgðar- laus drykkjurútur mætir óboðinn á svæðið er reglusömu lífsmynstri sonarins ógnað og hann þarf að taka afstöðu gagnvart lúmskri stjórnsemi föður síns og þar með reyna að öðl- ast raunverulega stjórn á eigin lífi. Þó að sögusviðið sé stærra en í fyrri mynd Hafsteins, Á annan veg, er það enn svo þröngt og persónufjöldi svo smár að það gæti nánast verið um leikhúsverk að ræða. Hér eru allir skyldir öllum, flestir eru furðufuglar og það er bara ein sæt stelpa í plás- sinu (halló, Bechdel-prófið). Þetta gerir öll samskipti örlítið flóknari og býður upp á margar kímnar að- stæður, AA-fundirnir eru til dæmis dásamlegir. París norðursins veitir manni innilokunarkennd. Há fjöll- in umkringja bæinn sem lifir í skjóli risavaxins snjóflóðagarðs. Það má reyndar velta því fyrir sér hvort að hér sé ekki verið að viðhalda útjösk- uðum staðalímyndum um lands- byggðina. Geldi faðirinn Umfjöllunarefnið er enn fremur það sama og í Á annan veg: tilfinninga- flækjur nútímakarlmanna, tregða þeirra og vonleysislegar tilraunir til að tjá þær. Bestu brandararnir fel- ast í þögninni og hikinu sem segir miklu meira en orðin. Takturinn er hægur og andrúmsloftið ljúfsárt. Hér eru það sonurinn, leikinn af Birni Thors, og ábyrgðarlausi pabbinn, leikinn af Helga Björns, sem þurfa að gera upp skuldir sínar. Tvö lífs- viðhorf takast á, áhyggjulaust „þetta reddast“-viðhorf pabbans andstætt alvörugefnum tilraunum sonarins til að ná stjórn á eigin lífi. Báðir eru á einhvers konar endastöð. (Eru nöfn- in Hugi og Veigar ekki of bókstafleg í þessu samhengi: of mikil hugsun, of miklar veigar?) Á einhvern hátt hefur hvor það upp á að bjóða sem hinn vantar, en það er kannski ekki fyrr en nautnafullt lífernið leiðir loks til geldingar föðurins, bæði táknrænt og bókstaflega, sem þeir geta loksins sæst við hvor annan og byrjað að tak- ast á við sjálfa sig. Huldar Breiðfjörð handritshöf- undur og Hafsteinn Gunnar Haf- steinsson leikstjóri teikna upp skrautlegt persónugallerí sem lífgar upp á dauft umhverfið. Sagan skilur mann samt eftir svolítið ringlaðan. Hvað er verið að reyna að segja mér með þessari sögu? Það er enginn augljós sigurvegari, enginn sterkur boðskapur sem ég get tekið frá París norðursins nema smámynd af mein- fyndni mannlegrar tilveru. Stórkostlegur Helgi Leikararnir fannst mér frábærir og týpurnar skemmtilega ýktar. Björn Thors, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Haki Lorenzen eru góð, en Helgi Björnsson ber af í hlutverki sem er eins og sniðið fyrir hann. Hann er gjörsamlega óþolandi á einhvern heillandi hátt sem afdankaði ei- lífðarunglingurinn. Þá er Sigurður Skúlason frábær sem skilningsríki, fyrrverandi, verðandi tengdapabb- inn Svanur og Jón Páll Eyjólfsson drepfyndinn sem Richard. Kvikmyndatakan er stórkostleg. Falleg löng skot sem hreyfast með treganum í sálarlífi Huga. Frábær tónlistin sem er eftir Prins Póló spilar svo stórt hlutverk í sköpun andrúms- loftsins. Ég skemmti mér vel á París norðursins en hún hafði engin djúp- stæð áhrif á mig. Hún skildi mig samt eftir með fallegan sting í maganum. Sting sem mætti lýsa með örlitlum snúningi á einkunnarorð Ragnars Kjartanssonar: „Það er svo sorglegt og fyndið að vera manneskja.“ p.s. Ég skil ekki enn þá til hvers tit- ill myndarinnar vísar. n Sorglegt og fyndið að vera manneskja n Rýnt í París norðursins Vitnar í Lao-tse Sigurður Skúlason er frábær í hlutverki Svans, hins skilningsríka, fyrrverandi, verðandi tengda- föður Huga.MynD SkjáSkot Úr StIkLu ParíS norðurSInSParís norðursins IMDb 7,4 Leikstjóri: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Leikarar: Björn Thors, Helgi Björnsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Sigurður Skúlason, Jón Páll Eyjólfsson og Haki Lorenzen. 98 mínútur kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Dómur „Þetta gerir öll samskipti örlítið flóknari og býður upp á margar kímnar aðstæður, AA-fundirnir eru til dæm- is dásamlegir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.