Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 64
Helgarblað 5.–8. september 2014 69. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Allir í bátana! Ekki fyrir lopavettlinga n Airwaves-hátíðin verður haldin í október í haust við mikla gleði margra og komast oftast færri áhorfendur á þá hátíð en vilja. Því hafa svokallaðir „off-venue“ tónleikar notið mikilla vinsælda síðastliðin ár, en þá spila hljóm- sveitir á stöðum sem ekki eru á opinberri dagskrá hátíðarinnar fyrir gesti og gangandi. Tónlistar- maðurinn Pétur Ben gerir málinu skil á Facebook en þar sagði hann marga verslunareigendur halda að þeir geti fengið frábæra listamenn til að spila frítt fyrir sig á svoköll- uðum „off-venue“ tónleikum. „Á meðan þeir selja lopavettlinga. Við þurfum að setja standardinn. Við spilum frítt á styrktartónleik- um eins og eru fyrir Frosta núna á sunnudaginn í Háskólabíó en ekki fyrir lopavettlinga. Pís át.“ Gengur menntaveginn n Hjörtur Hjartarson, fréttamað- ur á Stöð 2, hóf nú í haust meist- aranám í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Hann birti mynd af sér á Facebook-síðu sinni í vikunni þar sem hann stóð á há- skólalóðinni og í bakgrunni sást glitta í Aðalbyggingu Háskólans. Var hann þó helst til alvarlegur á myndinni og einn Facebook-vinur hans hafði orð á því að hann hefði mátt brosa í tilefni fyrsta skóla- dagsins. Hjörtur svaraði því til að hann hefði teflt á tæpasta vaði með því að taka selfie fyrir framan Háskólann og því hefði ekki verið innistæða fyrir brosi. Það er ljóst að mikil fróðleiksfýsn einkennir fréttamenn Stöðv- ar 2, en Magn- ús Hlynur Hreiðars- son, kollegi Hjartar, hóf einmitt nám í fjöl- miðlafræði við Háskólann á Akureyri nú í haust. Ánægður með París norðursins n „Frábær mynd og ég hvet alla til að fjölmenna,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekkt- ur sem Dr. Gunni, sem skellti sér á frumsýningu á París norðursins á miðvikudagskvöld. Dr. Gunni fjall- ar stuttlega um frumsýninguna á bloggsíðu sinni og kveðst sérstak- lega ánægður með frammistöðu Helga Björns, segir hann stela sen- unni enda í sínu stærsta bíóhlut- verki til þessa. „Þetta er ekki beint ha ha fyndin mynd heldur lúmsk fyndin og mað- ur er síkumrandi inn í sig.“ Gæði fara aldrei úr tísku Hitastýrð blöndunartæki Stílhrein og vönduð L andssöfnun Rauða krossins, „Göngum til góðs“, er hafin en næstu daga ganga sjálfboða- liðar Rauða krossins milli húsa um land allt með rauða söfn- unarbauka í hönd. Markús Már Efraím er einn þeirra sjálfboðaliða sem tekur þátt í starfinu. Hann hefur starfað fyrir Rauða kross- inn í að verða sex ár og hóf þátttöku sína í verkefni á vegum samtakanna með hælisleitendum. Hann segir auð- velt að finna tíma til að sinna þeim meðfram vinnu og fjölskyldu. „Fólk getur stýrt því mikið sjálft. Verkefnin sem eru í boði eru svo fjöl- breytt. Þetta er svo einstaklingsbund- ið og getur krafist bara nokkurra klukkutíma á nokkurra vikna fresti,“ segir Markús. Hann er í stjórn Hafnarfjarðar- deildarinnar og mun standa vaktina í Hafnarfirði sem söfnunarstjóri og að- stoða sjálfboðaliðana. „Við fórum fyr- ir tveimur árum, fjölskyldan, með árs- gamlan son okkar með okkur. Þetta þarf ekki að vera langur göngutúr,“ segir Markús og hvetur fólk til að taka þátt. Flestar deildir munu ganga á laugardag, en þó hófu nokkrir sjálf- boðaliðar störf á fimmtudag. Í ár verður safnað fyrir innan- landsverkefnum Rauða krossins sem eru afar fjölbreytt. Sérstök áhersla verður lögð á að efla neyðarvarnir og áfallahjálp og bendir Markús Már á mikilvægi þess í ljósi þeirra jarð- hræringa sem eru nú viðvarandi. Þá á að styrkja og efla verkefnin Heim- sóknarvinir, þar sem sjálfboða- liðar Rauða krossins veita um 900 einstaklingum félagsskap vikulega og Frú Ragnheiði, sem er sérútbúinn sjúkrabíll sem veitir útigangsfólki, fíkl- um og heimilislausum nauðsynlega heilsuvernd. Allar nánari upplýsngar um söfnunina má finna á vef Rauða krossins. n astasigrun@dv.is Fá sér göngutúr með rauðan bauk Rauði krossinn gengur til góðs og setur kraft í innanlandsverkefni Gengu til góðs Fjölskylda Markúsar gekk til góðs árið 2012. Mynd InGóLfur JúLíusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.