Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Síða 64
Helgarblað 5.–8. september 2014 69. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Allir í bátana! Ekki fyrir lopavettlinga n Airwaves-hátíðin verður haldin í október í haust við mikla gleði margra og komast oftast færri áhorfendur á þá hátíð en vilja. Því hafa svokallaðir „off-venue“ tónleikar notið mikilla vinsælda síðastliðin ár, en þá spila hljóm- sveitir á stöðum sem ekki eru á opinberri dagskrá hátíðarinnar fyrir gesti og gangandi. Tónlistar- maðurinn Pétur Ben gerir málinu skil á Facebook en þar sagði hann marga verslunareigendur halda að þeir geti fengið frábæra listamenn til að spila frítt fyrir sig á svoköll- uðum „off-venue“ tónleikum. „Á meðan þeir selja lopavettlinga. Við þurfum að setja standardinn. Við spilum frítt á styrktartónleik- um eins og eru fyrir Frosta núna á sunnudaginn í Háskólabíó en ekki fyrir lopavettlinga. Pís át.“ Gengur menntaveginn n Hjörtur Hjartarson, fréttamað- ur á Stöð 2, hóf nú í haust meist- aranám í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Hann birti mynd af sér á Facebook-síðu sinni í vikunni þar sem hann stóð á há- skólalóðinni og í bakgrunni sást glitta í Aðalbyggingu Háskólans. Var hann þó helst til alvarlegur á myndinni og einn Facebook-vinur hans hafði orð á því að hann hefði mátt brosa í tilefni fyrsta skóla- dagsins. Hjörtur svaraði því til að hann hefði teflt á tæpasta vaði með því að taka selfie fyrir framan Háskólann og því hefði ekki verið innistæða fyrir brosi. Það er ljóst að mikil fróðleiksfýsn einkennir fréttamenn Stöðv- ar 2, en Magn- ús Hlynur Hreiðars- son, kollegi Hjartar, hóf einmitt nám í fjöl- miðlafræði við Háskólann á Akureyri nú í haust. Ánægður með París norðursins n „Frábær mynd og ég hvet alla til að fjölmenna,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekkt- ur sem Dr. Gunni, sem skellti sér á frumsýningu á París norðursins á miðvikudagskvöld. Dr. Gunni fjall- ar stuttlega um frumsýninguna á bloggsíðu sinni og kveðst sérstak- lega ánægður með frammistöðu Helga Björns, segir hann stela sen- unni enda í sínu stærsta bíóhlut- verki til þessa. „Þetta er ekki beint ha ha fyndin mynd heldur lúmsk fyndin og mað- ur er síkumrandi inn í sig.“ Gæði fara aldrei úr tísku Hitastýrð blöndunartæki Stílhrein og vönduð L andssöfnun Rauða krossins, „Göngum til góðs“, er hafin en næstu daga ganga sjálfboða- liðar Rauða krossins milli húsa um land allt með rauða söfn- unarbauka í hönd. Markús Már Efraím er einn þeirra sjálfboðaliða sem tekur þátt í starfinu. Hann hefur starfað fyrir Rauða kross- inn í að verða sex ár og hóf þátttöku sína í verkefni á vegum samtakanna með hælisleitendum. Hann segir auð- velt að finna tíma til að sinna þeim meðfram vinnu og fjölskyldu. „Fólk getur stýrt því mikið sjálft. Verkefnin sem eru í boði eru svo fjöl- breytt. Þetta er svo einstaklingsbund- ið og getur krafist bara nokkurra klukkutíma á nokkurra vikna fresti,“ segir Markús. Hann er í stjórn Hafnarfjarðar- deildarinnar og mun standa vaktina í Hafnarfirði sem söfnunarstjóri og að- stoða sjálfboðaliðana. „Við fórum fyr- ir tveimur árum, fjölskyldan, með árs- gamlan son okkar með okkur. Þetta þarf ekki að vera langur göngutúr,“ segir Markús og hvetur fólk til að taka þátt. Flestar deildir munu ganga á laugardag, en þó hófu nokkrir sjálf- boðaliðar störf á fimmtudag. Í ár verður safnað fyrir innan- landsverkefnum Rauða krossins sem eru afar fjölbreytt. Sérstök áhersla verður lögð á að efla neyðarvarnir og áfallahjálp og bendir Markús Már á mikilvægi þess í ljósi þeirra jarð- hræringa sem eru nú viðvarandi. Þá á að styrkja og efla verkefnin Heim- sóknarvinir, þar sem sjálfboða- liðar Rauða krossins veita um 900 einstaklingum félagsskap vikulega og Frú Ragnheiði, sem er sérútbúinn sjúkrabíll sem veitir útigangsfólki, fíkl- um og heimilislausum nauðsynlega heilsuvernd. Allar nánari upplýsngar um söfnunina má finna á vef Rauða krossins. n astasigrun@dv.is Fá sér göngutúr með rauðan bauk Rauði krossinn gengur til góðs og setur kraft í innanlandsverkefni Gengu til góðs Fjölskylda Markúsar gekk til góðs árið 2012. Mynd InGóLfur JúLíusson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.