Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 27
Helgarblað 5.–8. september 2014 Umræða 27 Styrkjum fjölmiðlaumhverfið E nn og aftur er tekist á um eignarhald og ítök í ís- lenskum fjölmiðlum. Lög eru sniðgengin þegar fjöl- miðlanefnd er ekki einu sinni upplýst um breytingar á eignarhaldi, en gagnsætt eignarhald er forsenda þess að al- menningur geti metið trúverð- ugleika fjölmiðla. Fjárfestar til- kynna að þeir vilji láta reka þennan eða hinn og virðist sama um rit- stjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla. Þetta er alls ekki nýtt, en nú er það grímulaust. Aðgerðir stjórnvalda veikja fjölmiðlaumhverfið Staða almannaútvarpsins vek- ur líka áhyggjur. Fyrsta verk nýrr- ar ríkisstjórnar var að setja að nýju pólitíska stjórn yfir Ríkisútvarpið og hverfa þannig til fortíðar. Næsta verk var að skerða rekstrargrunn Ríkisútvarpsins, með því að taka hluta nefskattsins (útvarpsgjalds- ins) sem almenningur í landinu leggur til Ríkisútvarpsins og taka þá fjármuni til annarra nota, þó að það sé þvert á allt sem sagt er um gagnsæi. Og þótt slík skerðing á tekjustofnum almannafjölmiðla sé óheimil í löndunum sem við berum okkur saman við, (nema sama gildi um allar aðrar grunnstoðir þjóðfé- lagsins) þar sem skerðing gengur gegn grundvallarrétti almennings, Það kæmi ekki á óvart ef kjörorð ríkisstjórnarinnar væri Aftur til for- tíðar; á öllum sviðum vilja ráðandi öfl hverfa aftur til fyrirhrunsáranna. Skorið er niður hjá fjölmiðlanefnd sem ætlað er að hafa eftirlit með fjölmiðlamarkaði og ýmsir þing- menn stjórnarflokkanna hafa bein- línis sagst vilja þessa mikilvægu nefnd feiga. Þegar tryggt hafði verið með lögum að Ríkisútvarpið fengi útvarpsgaldið heilt og óskipt var þeim lögum breytt. Aðgerðir stjórn- valda hafa því markvisst veikt inn- lent fjölmiðlaumhverfi. Fjölmiðlar mikilvægir lýðræðinu Í lýðræðissamfélagi gegna fjöl- miðlar því mikilvæga hlutverki að veita aðhald, hvort sem er hinu þrí- eina rikisvaldi eða stórfyrirtækjum. Einmitt þess vegna hafa fjölmiðl- ar átt undir högg að sækja í hinum vestræna heimi þar sem ekki síst stórfyrirtæki hafa herjað á fjölmiðla og einstaka blaðamenn, krafist lög- banns, farið í mál og reynt að þagga niður óþægilega umfjöllun. Því miður er útlitið ekki nógu bjart. Í Evrópu hefur blaða- og fréttamönnum farið ört fækkandi (en almannatenglum fer fjölgandi). Margir fjölmiðlar heyja baráttu upp á líf og dauða og fjórða valdið stendur því veikt. Það er lýðræðinu skeinuhætt því lýðræðið þrífst illa án öflugrar upplýsingagjafar og rann- sóknablaðamennsku. Þar munar engu um fréttir af golfmótum stjórn- málaflokka, umfjöllun um hvað frægur sagði við frægan á barnum eða annað efni sem iðulega birtist undir fyrirsögninni „Mest lesið“. Það er ekki nóg að framleiða eitthvert efni til að rækja hið lýðræðislega hlutverk, það þarf að sinna þessu aðhaldi með ríkjandi valdhöfum í viðskiptalífinu og stjórnmálunum. Horfið aftur til fortíðar Hvað er til ráða? Öflugt almanna- útvarp getur verið lykilþáttur í heil- brigðu fjölmiðlaumhverfi – al- mannaútvarp með traustan og gagnsæjan rekstrargrunn til lengri tíma og faglega stjórn. Einnig þarf eðlilegt lagaumhverfi þar sem upp- lýst er um eignarhald fjölmiðla (eins og nú er gert ráð fyrir í lögum) og stjórnvöld sem tryggja að því hlut- verki sé sinnt. Og best væri að stefna að því að almannaútvarp þyrfti ekki að treysta á auglýsingatekjur sem sömuleiðis gæfi öðrum miðlum meira rými á þeim markaði. Einka- reknir fjölmiðlar eiga ekki að líta á almannaútvarpið sem ógn við til- veru sína heldur sem forsendu öfl- ugs og heilbrigðs fjölmiðlaumhverf- is. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Al- þingis voru ýmsar ábendingar settar fram um fjölmiðlaumhverfið og þar hafa stjórnvöld hlutverki að gegna. Meðal annars til að bregðast við skýrslunni réðst síðasta ríkisstjórn í ýmsar umbætur til að tryggja eðli- legt fjölmiðlaumhverfi og treysta þannig grunnstoðir lýðræðisins. Sú ríkisstjórn sem nú situr sneri því miður af þeirri braut en hún get- ur enn snúið af villu síns vegar. Það þarf að tryggja eðlilegt fjölmiðlaum- hverfi; Ríkisútvarpið verður að fá nefskattinn óskertan, strax á fjár- lögum þessa hausts, og endurskoða þarf stjórnarfyrirkomulagið að nýju. Eignarhald einkarekinna fjölmiðla verður að vera öllum ljóst og fjöl- miðlanefnd þarf að hafa burði til að sinna hlutverki sínu. n „Eignarhald einka- rekinna fjölmiðla verður að vera öllum ljóst og fjölmiðlanefnd þarf að hafa burði til að sinna hlutverki sínu. Katrín Jakobsdóttir formaður VG Aðsent „Ég held að Þórunn Þórarinsdóttir sé í afneitun. Ég hef heyrt að það sé í rauninni alveg hryllilegt að vinna hjá Stígamótum og sennilega gerir hún sér bara enga grein fyrir því hvað hún á bágt. Hún telur sig kannski vera hamingjusama hórubjörgunarkonu en í þessum aðstæðum er hún engan veginn fær um að leggja mat á það.“ Eva Hauksdottir dró í efa orð konu á sextugsaldri sem selur sig og segist vera hamingjusöm. Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni 60 „Nú hefur maðurinn verið nafngreindur, og margir líklegast alvarlega að íhuga að svala einhverri ofbeldisfíkn og fara og „ræða“ við manninn. Þess vegna vil ég biðja ykkur um að staldra aðeins við, og hugsa. Þessi einstaklingur er bersýnilega virkilega andlega truflaður. Hann þarf á mikilli hjálp að halda. Hann ætti ekki að fara í fangelsi, hann ætti að fara í nauðungarvist á geðsjúkrahúsi þar sem hann fær þá hjálp sem hann þarfnast.“ Ingibjörg Axelma Axelsdóttir reyndi að vera rödd skynsem- innar við frétt um Erlend Þór Eysteinsson sem hefur hrellt fyrrum sambýliskonu sína um nokkurt skeið. 64 „Skrítiðđ hvaðđ fólk sem vitnar í guðđ í annarri hverri setningu virđðist vera þröngsýnt og illa innrætt. Eðđa getur verið aðđ trúarbrögðđ láti gott fólk gera vonda hluti.“ Maron Bergmann Jónasson tengdi saman skelfileg viðbrögð fjölskyldu eftir að ungur maður kom út úr skápnum og guðsótta fjölskyldunnar. 38 „Enginn ætti að skrifa undir skuldabréf nema allar tölur séu endanlegar. Verðtryggingin er ekki annað en óútfyllt ávísun.“ Ásgeir Guðbjörn Överby hefur sterka skoðun á verðtryggingu líkt og flestir landsmenn. Hann tjáði þá skoðun við frétt um stökkbreytt lán Öglu Þyri Kristjánsdóttur. 26 „Stjórnvöld ættu að gera eitthvað í þessu heldur en að þvælast á ráðstefnur, sem ekkert kemur úr, BURT MEÐ 4FLOKKINN.“ Einar Már Gunnarsson taldi að betra væri að stjórnvöld kæmu til aðstoðar ungrar stúlku sem seldi leikföng fyrir mat en að funda erlendis. 25 Einfætti tjaldurinn É g hef lengi haft þann háttinn á að ganga mikið. Göngutúrar mínir eru af ýmsum toga. En oftast geng ég hér í grenndinni og eins gerist það að ég rölti um fjörur og fjöll hér í nágrenni borg- arinnar. Einhverju sinni gekk ég hjá Gróttu og kom síðan að golfvellin- um á Seltjarnarnesinu. En þar er fuglalíf afar fjölskrúðugt. Og þarna sá ég eitt sinn, síðla vors, tjald nokkurn sem vappaði um með sér- kennilegum hætti. Og næst þegar ég sá hann á vappi, var annar tjald- ur með honum. Og þegar ég gætti betur að, sá ég að þarna myndi vera um par að ræða. Og þegar ég gætti enn betur að, sá ég að ann- ar fuglinn var einfættur. Það var svo, skömmu eftir að ég sá parið í fyrsta skipti, að ég sá til ástarleikja þess og þá varð mér ljóst að sá ein- fætti myndi vera karlfuglinn. Alltaf annað slagið sá ég hinn einfætta fugl hoppa um og hann stóð stöð- ugur á öðrum fæti þegar hann ým- ist rak gogginn niður í leiru eða tún. Hann virtist sinna öllum sín- um störfum og það var einsog hans heittelskaða væri fyllilega sátt við fötlun herrans. Svo gerðist það, að ég sá til þeirra, þar sem þau kúrðu til skiptis í hreiðri. Ef frúin lá á eggj- unum, þá gaf karlinn frá sér hvell- in hljóð, einsog hann vildi reka alla óvelkomna gesti frá hreiðrinu. Alltaf hoppaði tjaldurinn einfætti um tún og fjöru með sínu lagi, al- gjörlega laus við sjálfsvorkunn. Það var einsog stoltið gæfi honum mátt. Sumarið kom, og þar eð ég átti leið þarna um í hverri viku, fylgdist ég með því þegar par þetta kom tveim- ur ungum á legg. En áður hafði ég oftsinnis séð tjald með einn unga. Sá einfætti stóð sig stórkostlega, hann gætti unganna vel og þeir uxu og döfnuðu með eftirtektarverð- um hraða. Og á meðan máfurinn gæddi sér á kríuungum, stækkuðu ungar tjaldsins við hvellið garg for- eldranna. Hinn stolti faðir sótti mat fyrir ungana og það gerði hin stolta móðir einnig. Þau voru hvort hinu fimara við þessa yndislegu iðju. Þau sóttu ánamaðk í túnið og flær og annað góðgæti í fjöruna. Sum- arið leið og veturinn heilsaði. Nú voru ungarnir enn í fylgd foreldr- anna og voru orðnir fleygir. Hinn stolti faðir leyfði hamingjunni að gefa sér byr undir báða vængi. Ég hugsa alltaf um þennan tjald ann- að slagið. Hann vappaði ekki með sama hætti og aðrir fuglar um túnið og fjöruna. En hann flaug eins og þeir sem aldrei hafa gert annað. Hann kom sínum ungum á legg og hann náði einhvern veginn í ósköp- unum að halda jafnvægi á sínum eina fæti. n Vertu sálin sem þú ert að sumri og að vetri þótt ýmsir vilji að þú sért önnur sál og betri. Kristján Hreinsson Skáldið skrifar Mynd SIGtryGGur ArI Þyngdin er ekki aðalatriðið Svava Sigbertsdóttir kemur breskum stjörnum í form. - DV. Ég var misnotuð Heiða Þórðardóttir segir sögu sína. - DV. Nafn mitt er handónýtt Böðvar Birgisson býr í tjaldi á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.