Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Page 37
Helgarblað 5.–8. september 2014 Fólk Viðtal 37 nokkurra mánaða gömul, fór hún að búa með manni sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf hennar. Og ekki á góð- an hátt. „Það var alltaf eitthvað fólk að koma til okkar að heimsækja hann. Ég skildi ekkert hvað þetta fólk var að gera. Það var alltaf inni í herbergi eða inni á klósetti og ég átti ekki að sjá hvað var að gerast. Ég var svo vit- laus og blind á þetta. Saklaus frá Ís- landi og vissi ekki neitt,“ segir hún. „Þrátt fyrir að það væri alltaf svona mikið af fólki heima hjá okkur þá var ég einmana, því ég fékk aldrei að vera með,“ segir hún. Matta sóttist í að fá að taka þátt í því sem var í gangi en hafði ekki hugmynd um hvað þau voru að gera. „Ég vissi ekkert hvað þetta var, ég þekkti ekki eiturlyf,“ seg- ir hún. Þarna var um að ræða heróin og Matta fékk sprautu. „Ég varð fár- veik í fyrsta skiptið. Ég reyndi samt aftur í nokkur skipti því þau sögðu að þetta yrði betra. Ég man ég vaknaði fárveik um miðja nótt. Ég hnerraði og augun voru full af vatni. Hann sagði við mig að ég væri ekki með flensu, ég þyrfti að fá heróin. Og svoleiðis var það. Þá var ég orðin háð og vissi ekkert hvað ég var að fara út í,“ segir hún og heldur áfram. „Stundum gerir maður hluti til þess að reyna að passa inn þegar maður er undir áhrifum frá öðrum.“ Snerist fljótt allt um fíknina Næstu áratugina snerist allt um fíkn- ina. „Þegar ég lít til baka þá hugsa ég bara; guð almáttugur, hvað gerð- ist? Þetta gerðist allt mjög fljótt. Ég var líka ein þarna úti, ekki með neina ættingja að segja mér, Guð, hvað ertu að gera manneskja?“ Það er dýrt að vera í neyslu og Matta byrjaði að selja sig til þess að eiga fyrir heróíninu. „Með þessu komu aðrir hlutir eins og vændið sem eru rosalega hættulegir. Þetta endaði með því að fyrrverandi eiginmaður minn lét taka Angelique og Kevin frá mér. Ég þakka guði fyrir að hann gerði það þótt það hafi verið alveg hræðilega erfitt þá. En Michelle var alltaf hjá mér í gegnum allt,“ seg- ir hún. Vændi og nektardans Og það var erfitt að alast upp á heim- ili heróínfíkils. Michelle upplifði mik- inn hrylling og óttaðist stöðugt um móður sína. Hún þurfti oft að sjá um móður sína og sá hluti sem ekkert barn ætti að þurfa að sjá. „Hún er enn með áhyggjur af mér. Það sem mað- ur elst upp við það fylgir manni og mótar mann,“ segir Matta. Hún segir það eina sem hafi komist að hafa ver- ið að redda næsta skammti. „Þannig er það þegar maður er fíkill; sama hvort maður er fíkill í eiturlyf, mat, spil. Nema það er erfiðara oft að ná sér í dóp. Og þegar heróínið er ekki til þá verður fólk svo veikt að það kemst ekki fram úr.“ Matta stundaði vændi og vann sem nektardansmær til þess að eiga fyrir næsta skammti. „Í dag þá finnst mér eins og þetta hafi ver- ið einhver önnur manneskja. Ég hef þurft að fyrirgefa mér voðalega mik- ið,“ segir hún. „Þetta var mjög erfitt“ Þegar leið á neysluna varð hún einnig háð kókaíni og öðrum efnum. Á miðj- um níunda áratugnum ákvað hún að segja skilið við dópið og ná sér upp úr neyslunni. Hún fór ekki í meðferð en hætti á eigin vegum, tók út frá- hvörfin heima. Það tók tíma en hafð- ist og í kjölfarið hefur hún notað sér reynslu sína til þess að hjálpa hund- ruðum fíkla á götum Chicago-borg- ar. „Ég þurfti að hætta á svo mörg- um eiturlyfjum og það tók tíma. Ég var á kókaíni, heróíni, valíum og pill- um, alls konar. Ég notaði aldrei áfengi eða maríjúana. Þetta var mjög erfitt. Meþadon bjargaði lífi mínu, með því lærði ég að verða venjuleg mann- eskja aftur,“ segir Matta. Fráhvörfin frá eiturlyfjunum voru slæm en hún gafst ekki upp. Hún þurfti líka að læra inn á lífið á ný. Eftir að hafa verið í neyslu í öll þessi ár þá kunni hún ekki á venjulegt líf, eitt af því sem fylgdi því var að fá vinnu við hæfi. „Ég kunni ekki einu sinni að sækja um vinnu og var svo hrædd. Ég hitti þetta fólk og þau sögðu við mig að það væri verið að reyna að finna konu sem væri ekki hrædd við að labba um göturnar og tala um HIV við sprautufíkla. Það átti bara að vera í smá tíma. Ég fór að vinna fyrir þau og 26 árum seinna er ég hér enn,“ segir hún hlæjandi. Ekki hægt að bjarga öllum Starfið átti vel við hana. Hún náði vel til fólksins á götunni enda þekkti hún heim þeirra. Í starfi sínu hefur hún hjálpað fjöldanum öllum af fólki sem er í harðri neyslu. „Ég þurfti að læra það samt strax að maður getur ekki bjargað öllum,“ segir hún og viður- kennir að þetta hafi tekið mikið á. Hún hefur horft á eftir fjöldanum öll- um af skjólstæðingum sínum í gröf- ina en líka orðið vitni að því þegar fólk nær bata. „Í gegnum tíðina hef- ur það örugglega bjargað mér mikið að hjálpa öðrum og sýna þeim að það er hægt að hætta. Það er erfitt en það er hægt. Þó að þú eigir hvergi heima og eigir enga peninga þá er það samt hægt. Það er ekki auðvelt en það er hægt,“ segir hún. Matta segir það hafa hjálpað sér að geta náð til fólks á óhefðbundinn hátt. Hún þekkir sjálf það að glíma við fíknina. „Ég fór ekki í skóla og lærði þetta þar, ég lærði þetta sjálf því ég var þarna. Ég þekki aðstæðurnar þeirra og náði kannski betur til fólks út af því. Við fórum óhefðbundnar leiðir.“ Matta er að mestu hætt að vinna núna en tekur þó um eina til tvær vaktir í viku í nálaskiptingum sem felur í sér að láta sprautufíkla hafa nýjar nálar til þess að fólk sé ekki að nota nálar eftir aðra. Þannig er reynt að halda niðri HIV-smitum. Þá hitt- ir hún fólkið á götunni og segist von- ast til þess að geta fært þeim smá von. Hún viðurkennir þó að starfið sé afar lýjandi. „Maður þarf alltaf að vera hress, tilbúin að tala, reyna að hafa góð áhrif svo þeim líði betur. Það er erfitt og tekur sinn toll. Það er erfitt að hafa alltaf eitthvað að gefa og gefa einhverja von,“ viðurkennir hún. Von um betra líf Þrátt fyrir alla neysluna á árum áður þá er Matta heppin með heils- una. „Ég er orðin 68 ára en mér líð- ur vel. Ég er orðin þreytt en hef haft heilsu og vona að það verði enn. Ég er með lifrarbólgu b og c en það hef- ur haldist alveg kyrrt og ekki haft nein áhrif á mig. Ég er í raun bara ótrúlega heppin að hafa sloppið svona því ég hef horft á svo marga í kringum mig deyja af völdum þessa.“ Matta von- ast til þess að geta haldið áfram að hjálpa fólki þótt hún vilji nú ekki gera mikið úr mætti sínum. „Ég hef hjálp- að einhverjum en ég veit ég hef snert marga. Ég elska að hitta fólk og gefa því smá von. Von um betra líf. Sama hvernig líf þitt er í dag þá er hægt að breytast. Þótt þú eigir enga peninga, ekkert húsnæði þá er allt hægt. Líf þitt verður ekki eins og það var áður en það verður öðruvísi en það er í dag. Það er allt hægt.“ n Býr til von hjá fólki sem er án vonar Þorsteinn Joð hefur gert ævi Möttu skil í nýrri heimildarmynd „Það var frábært að fara þarna og fá að hitta Möttu aftur og fylgjast með henni. Þarna er kona að vinna í aðstæðum sem er í raun ekki hægt að vinna í,“ segir Þorsteinn J. sem gerði heimildarmyndina Ó borg mín borg Chicago sem frumsýnd verður á RÚV á miðvikudaginn. Vinskapur þeirra Matt- hildar og Þorsteins nær til baka um tuttugu ár en hann ásamt Einari Fali Ingólfssyni fór að heimsækja Möttu til Chicago árið 1994. Þá bjó Þorsteinn í Los Angeles og hafði heyrt sögu Möttu. Hann vissi að þarna væri á ferðinni saga sem hann vildi kynna sér betur og hafði því samband við vin sinn Einar Fal til þess að fá hann með sér að hitta Möttu. Þeir félagar fóru til hennar og fylgdu henni eftir í vinnunni í drungaleg- ustu fátækrahverfum Chicago-borgar í nokkra daga. Vildi gera samhliða sögu „Einar Falur tók ljósmyndir á Leicuna sína og ég var með segulbandið og tók upp fullt af viðtölum við hana og skjólstæðinga hennar. Úr þessu varð útvarpsþáttur sem ég held að hafi verið spilaður í klúbbi Listahátíðar sumarið á eftir og svo grein í Mannlíf,“ segir hann. Heimsóknin snart þá djúpt og hafa þau haldið einhverju sambandi í gegnum árin. Það var svo þegar Þorsteinn heyrði af því að Matta væri að fara á eftirlaun sem hann ákvað að fara aftur að heimsækja hana. „Mig langaði að gera svona samhliða sögu, hvað hefði gerst á þessum árum og fylgja henni eftir síðustu dagana í vinnunni.“ Býr til von hjá fólki sem er án vonar Þorsteinn segir það hafa verið magnaða reynslu að fá að fylgjast með henni að störfum. „Hún er að búa til von hjá fólki sem er í raun og veru alveg vonlaust. Það hefur enginn áhuga á eiturlyfjasjúklingum og HIV-smituðu fólki í Chicago. Að fara um þessi hverfi er eins og að fara um Afríku. Þetta er um 15 mínútur frá „down town“ Chicago og svo ertu bara kominn í hverfi þar sem eru hálfhrunin hús, ónýtar götur, dópsalar á öllum gangstéttum að selja dóp og gengi að skjóta á hvert annað. Í þessum aðstæðum er Matta að vinna sér- staklega með konum sem eru HIV-smitað- ar, og er að hjálpa fólki með alls konar hluti sem tilheyra daglegu lífi,“ segir hann. Ótrúlegt afrek „Það er auðvitað alveg stórbrotið að sjá hvað hún hefur verið að gera. Hún er svo hógvær að henni finnst þetta ekki vera neitt. Þegar maður horfir yfir og sér skjólstæðinga sem hún hittir þá er þetta ótrúlegt afrek að hafa getað starfað svona lengi við þessar erfiðu aðstæður og einmitt líka þegar að afraksturinn er ekkert sér- staklega skýr heldur,“ segir Þorsteinn. Aðstæðurnar í fátækrahverfunum eru erfiðar. Lítið er í boði fyrir þá sem þar búa og lögmál götunnar ráða. „Eins og Matta segir sjálf frá í myndinni, hverfi eins og Westside sem hún er í núna, þar eru til dæmis engar bókabúðir eða búðir sem selja almennilegan mat. Þetta er bara einn allsherjar skortur. Í eiginlegum og óeigin- legum skilningi. Í þessum fátækrahverfum ertu eiginlega dæmdur til að vera bara í hverfinu þínu. Mikið af þessu fólki fer aldrei út fyrir hverfið sitt einu sinni. Flestir karlmennirnir eru í fangelsi eða dánir. Konurnar eru einstæðar og eina leiðin fyrir börnin til þess að fá peninga er að standa vörð fyrir dópsalana og fara síðan að selja eða nota sjálf. Þetta er ofsalega skrýtinn heimur þarna.“ Portrett af Möttu Í myndinni notast hann við myndefni og upptökur frá fyrri heimsókninni í bland við myndbandsupptökur frá þeirri seinni. „Mig langaði að búa til portrett af Möttu, bæði af gamla tímanum þegar við vorum með henni fyrst. Þá hitti ég mikið af skjól- stæðingum hennar. Margir þeirra eru dánir núna, annaðhvort af HIV eða dópneyslu. Og ég vildi máta það svolítið við viðhorf hennar í dag, hvaða máli hefur þetta skipt og hverju hefur þetta skilað. Það langaði mig að gera úr þessum ljósmyndum frá Einari Fali og þessu nýja efni,“ segir Þorsteinn. Átakanlegt „Ég er ánægður með það í myndinni að ég held að það sé mjög sterkur þráður þar sem áhorfendur geta fylgt Möttu í gegnum hennar líf. Þó að það sé ekki öll sagan sögð þá skynjar áhorfandinn líka kannski hvað þetta hefur verið átakanlegt fyrir hana að vinna í kringum þetta. Þótt þetta hafi verið gefandi og hún gert mjög marga góða hluti þá samt sést eiginlega ekki högg á vatni þegar hún hverfur frá störfum. Mjög erfitt, en það sem Matta hefur gert þarna á sinni starfsævi í Chicago er meira en við flest höfum gert á heilli ævi. Ef ég mætti deila út einhverjum af þessum fálkaorðum sem forsetinn skutlar út tvisvar á ári þá myndi ég skutla á hana eins og tveimur eða fjórum,“ segir hann. Myndin verður eins og áður segir sýnd á miðvikudagskvöldið 10. september eftir kvöldfréttir og stefnuræðu forsætisráð- herra. „Ef fólk vill fá tilfinningu fyrir því hvernig er raunverulega hægt að gera gagn í lífinu þá myndi ég frekar horfa á Möttu Kelly heldur en Sigmund Davíð,“ segir hann að lokum. Ótrúlegt lífshlaup Saga Möttu er ótrúleg. Hún náði að snúa úr heljarheimi vímuefna og hefur síðustu tæplega þrjá áratugi hjálpað fólki sem er í sömu stöðu og hún var í. Mynd Einar Falur ingÓlFSSon „Ég hef þurft að fyrirgefa mér voðalega mikið. „Þá var ég orðin háð og vissi ekkert hvað ég var að fara út í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.