Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 5.–8. september 2014 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods „Þetta var auðvitað bara algjört djók“ n Hjólinu stolið og selt á uppboði lögreglu n Vinur keypti það í góðri trú É g held að það sé voða lítið hægt að gera í þessu,“ segir söngkonan Nína Salvarar í samtali við DV en henni var nokkuð brugðið þegar hún áttaði sig á því í síðasta mánuði að vinur hennar hafði keypt hjól­ ið hennar á reiðhjólauppboði lögreglunnar þann 17. maí. Að hennar sögn var hjólinu stolið úr bílageymslu stuttu áður. „Hann hafði keypt það af lögreglunni í maí, eiginlega bara um leið og því var stolið. Þetta er alveg út í hött,“ segir Nína og tekur fram að hjólið sé nú orðið eign vinarins enda hafi hann keypt það á löglegan hátt og greitt fyrir það fimmtán þúsund krónur. „Ég fór reyndar ekkert formlega í að sækja málið,“ segir Nína og bætir við að skilaboðin sem hún fékk frá lögreglunni hefðu verið á þá leið að lítið væri hægt að gera úr þessu. Hjá lögreglunni á höfuð­ borgarsvæðinu fengust þær al­ mennu upplýsingar að hjól væru ekki seld nema þau hefðu leg­ ið inni hjá lögreglunni í meira en ár. Nína segir ljóst að eitt­ hvað hafi misfarist varðandi hjólið hennar enda hafi því ver­ ið stolið í byrjun maí, einungis tveimur vikum áður en það var selt á uppboðinu. Lítið notað hjól „Ég var bara á leiðinni í sund þegar ég sá hjólið mitt fyrir utan Vesturbæjarlaugina,“ segir Nína en hún hringdi í lögregluna um leið og henni varð þetta ljóst. Á meðan hún beið eftir laganna vörðum kom gamall vinur hennar upp úr lauginni. Þegar hún sagði honum frá því að hún hefði verið að finna hjólið sitt út­ skýrði hann fyrir henni að þetta væri hjólið hans, hann hefði keypt það á uppboði lögreglunnar í vor. „Þetta var auðvitað bara algjört djók,“ segir Nína og tekur fram að þarna hafi verið liðnir rúmir fjórir mánuðir frá því að hjólinu var stolið. „Ég er ólétt, gengin átta mánuði á leið, og ég var hætt að hjóla á þessum tíma. Það hafði bara verið í læstri bíla­ geymslu þegar því var stolið það­ an í vor.“ Hún segir að hjólið hafi verið lítið notað. „Pabbi keypti það fyrir þremur árum en notaði það lítið og ég var svona eiginlega nýbyrjuð að nota það.“ Fyrirkomulagið gagnrýnt Nína setti í kjölfarið ábendingu á Facebook þar sem hún varaði vini sína við og sagði meðal annars: „Ég get vissulega huggað mig við það að hjólið verði framvegis í góðum höndum, en á hinn bóginn er það dálítið óhuggulegt að hugsa til þess að maður þurfi að passa sig meira á löggunni en reiðhjólaþjóf­ unum, þar sem það var selt minna en hálfum mánuði eftir að það lenti hjá löggunni. Hjólið er nú löglega hans eign, þar sem hann borgaði löggunni fimmtán þúsund krónur fyrir. Svona er Reykjavík í dag.“ Lögreglu­ sjóður hefur fram til þessa feng­ ið allan ágóðann af reiðhjólaupp­ boði lögreglunnar en sú ákvörðun byggir á ákvörðun Friðriks VI sem ríkti í Danmörku fyr­ ir 200 árum. Annars staðar á Norðurlönd­ um rennur peningur­ inn í ríkissjóð. Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri á höfuð­ borgarsvæðinu, hefur gagnrýnt þetta fyrir­ komulag, þar sem það geti vakið upp óþarfa grunsemdir um vinnu­ brögð lögreglunnar. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Ég var bara á leiðinni í sund þegar ég sá hjólið mitt fyrir utan Vesturbæjar- laugina. Vinur keypti hjól Nínu Salvarar var brugðið þegar hún áttaði sig á því að vinur hennar hafði keypt hjólið hennar á uppboði lögreglunnar. Stolið Hjólinu var stolið úr bílageymslu. Mynd úr SaFni Kærður vegna skemmdarverka á friðuðu húsi Bolungarvíkurkaupstaður og Minjastofnun Íslands hafa lagt fram kæru á hendur Valdi­ mar Lúðvík Gíslasyni vegna skemmdarverka sem hann hefur viðurkennt að hafa unnið á frið­ uðu húsi við Aðalstræti 16 í Bol­ ungarvík. Þetta kemur fram á vef ísfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta sem hefur eftir Elíasi Jónatans­ syni, bæjarstjóra í Bolungarvík, að málið sé í höndum lög­ reglunnar á Vestfjörðum. Atvikið átti sér stað í júlí síð­ astliðnum og sagði Valdimar Lúðvík í samtali við DV nokkru síðar að hann hefði eyðilagt húsið. Hann hringdi daginn eft­ ir á bæjarskrifstofuna og lýsti yfir ábyrgð á verknaðinum. Að­ spurður af hverju hann framdi skemmdarverkin sagði hann ástæðuna vera þá að húsið væri slysagildra. „Þannig er að bær­ inn keypti þetta hús fyrir tveimur árum til niðurrifs. Þetta er ónýtt hús, sem stendur einn metra út á götuna. Húsið stendur í leið að ráðhúsi bæjarins, sem alla þjón­ ustu fyrir eldra fólk í Hvíta hús­ inu í Bolungarvík er að finna. Það eru hér stór íbúðarhús sem eldri borgarar búa í og þeir verða að fara alltaf út á götuna til að komast á þessa stofnun. Krækja fyrir þetta hús sem búið er að standa autt núna í nokkur ár. Og það hefur aldrei verið hægt að ganga í þetta mál.“ sagði Valdi­ mar og bætti við að fyrir rúmu ári síðan hafi legið við stórslysi þegar næstum var búið að keyra á mann rétt við húsið. „Stór flutn­ ingabíll var að bakka og straukst utan í hann. Það hefði ekki þurft að binda um það. Það var algjört lán að ekki hafi orðið slys þarna,“ sagði Valdimar. „Það er ekki spurning um hvort þarna verði slys heldur hvenær,“ sagði hann um ástæðu þess að hann eyði­ lagði húsið. Frá aðalmeðferð aurum-málsins Lárus Welding er einn af sex einstaklingum sem Glitnir hefur höfðað skaðabótamál á hendur, en það tengist Aurum-málinu svokallaða. Mynd Sigtryggur ari Langt í niðurstöðu Aðalmeðferð í skaðabótamáli Glitnis frestað um óákveðinn tíma F yrirtaka í skaðabótamáli Glitn­ is gegn þeim Jóni Ásgeiri Jó­ hannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Magnússyni, Pálma Haraldssyni, Guðnýju Sig­ urðardóttur og Rósant Má Torfa­ syni fór fram á fimmtudag. Um er að ræða skaðabótamál vegna lán­ veitingar til dótturfélags Fons en málið hefur lengi verið til umfjöllun­ ar hjá héraðsdómi en þó hefur ekkert verið fjallað um það efnislega. Mál­ ið er einn angi hins svokallaða Aur­ um­máls. Alls óvíst er hvenær málið verður efnislega tekið fyrir en því var frestað um óákveðinn tíma á meðan beðið er eftir niðurstöðu í máli sér­ staks saksóknara gegn þeim Jóni Ás­ geiri, Lárusi og Pálma. Þeir hlutu all­ ir sýknu í héraðsdómi fyrr á þessu ári en saksóknari skaut málinu til Hæstaréttar og vænta lögfræðingar þess að niðurstaða liggi fyrir á næsta ári. Því er það nokkuð ljóst að að­ almeðferð í umræddu skaðabóta­ máli mun frestast þangað til, í það minnsta og jafnvel lengur verði mál­ ið sent aftur í héraðsdóm. Lögmenn Glitnis lögðu hins vegar fram ný gögn í skaðabótamálinu, tölvupóst­ ssamskipti sem fengin eru úr kerf­ um bankans. Ætla má að þar sé um að ræða samskipti ákærðu en við að­ almeðferð Aurum­málsins í héraðs­ dómi var meðal annars lesið upp úr tölvusamskiptum Lárusar Welding til annarra sem stefnt er í skaðabóta­ málinu. Í tölvupóstunum kom meðal annars fram að Guðný hafi ekki haft trú á umræddri lánveitingu og að Jón Ásgeir teldi að það þyrfti að „hafa hemil“ á Guðnýju. n rognvaldur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.