Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 5.–8. september 201412 Fréttir 700 milljónir frá ESB Samtals munu um 700 millj- ónir króna renna frá Evrópu- sambandinu til íslenskra menntastofnana á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Rannís sendi frá sér en samn- ingar um 337 milljónir króna voru undirritaðir á fimmtudag. Síðar í haust munu svo bætast við aðrar 360 milljónir króna til samstarfsverkefna, eða alls um 700 milljónir króna sem munu renna í formi styrkja til íslenskra menntastofnana. Samningurinn á fimmtudag var undirritaður í Norræna húsinu. Aðalmeðferð á næsta ári Máli hjúkrunarfræðingsins á Landspítalanum, sem ríkissak- sóknari hefur ákært fyrir mann- dráp af gáleysi, var frestað, þegar það var tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur á fimmtudag. Verjandi hjúkrunarfræðingsins óskaði eftir frekari gögnum í mál- inu, sem verið er að afla. Mbl. is greinir frá því að málið verði tekið fyrir að nýju í október en að aðalmeðferð muni ekki fara fram fyrr en á næsta ári. Hjúkr- unarfræðingurinn hefur lýst yfir sakleysi í málinu. Samhliða ákæru ríkissaksóknara hafa fjór- ar einkaréttarkröfur verið sett- ar fram í málinu, að því er mbl. is greinir frá. Krafist er miska- bóta sem og kostnaðar við útför mannsins sem lést á spítalan- um. Samtals nema kröfurnar 14,5 milljónum króna. Maðurinn lést, samkvæmt ákæru, eftir að hjúkr- unarfræðingurinn tók manninn úr öndunarvél án þess að tæma loft úr kraga barkarraufarrennu, svokallaðri. Maðurinn gat því ekki komið frá sér lofti og lést skömmu síðar. Grefur undan náttúrunni n Verðum að huga að heildarmyndinni n Ísland stendur sig vel E f ferðamenn koma hingað til lands til að skoða náttúruna en á sama tíma troðast á henni, þá grefur það undan henni,“ segir Brendan Gillespie, for- stöðumaður umhverfisúttekta OECD. Áttatíu prósent þeirra ferðamanna sem heimsækja Ísland koma hingað til lands vegna íslenskrar náttúru. Það er því mikilvægt að vernda ferðamanna- svæði og koma upp kerfi sem tryggir framtíð þeirra og þar með straum ferðamanna sem hana vilja sjá. Árið 2012 komu hingað 673 þús- und ferðamenn, eða rúmlega tvöfald- ur íbúafjöldi landsins. Mikill ágang- ur ferðamanna á stuttu tímabili, en flestir þeirra heimsækja landið að sumri til, getur haft alvarleg áhrif til framtíðar. Þetta kemur fram í ít- arlegri skýrslu Efnahags-og fram- farastofnunarinnar (OECD – The Organization for Economic Co-oper- ation and Development) sem kynnt var á fimmtudag. Þriðja heildarúttektin Um er að ræða heildarúttekt á stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi á tímabilinu 2001–2013. Þetta er þriðja slíka úttektin sem OECD gerir hér á landi. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir stöðu og stefnumörkun í umhverfismálum á Íslandi og sjónum beint að orkugeiranum, ferðaiðnað- inum og sjálfbærri fiskveiðistjórnun sem og vexti græna hagkerfisins. Far- ið er yfir bæði styrkleika og veikleika kerfisins og setur stofnunin fram 28 atriði sem mælt er með að farið verði yfir. Sérfræðingar OECD setja skýrsl- una saman í samstarfi við íslensk yfir- völd, en hún er svo yfirfarin af nefnd allra aðildarríkja OECD áður en hún er kynnt og sett fram. Það voru Simon Upton, yfirmað- ur umhverfissviðs OECD og Brend- an Gillespie, forstöðumaður um- hverfisúttekta, sem kynntu skýrsluna á fimmtudag, auk Sigurðar Inga Jó- hannssonar, umhverfis- og auðlinda- ráðherra og Berglindar Ásgeirsdóttur, sendiherra í París. „Ef þú átt mikið af einhverju, þá telurðu þig geta eytt því“ Íslendingum er hælt mjög fyrir að hafa mótað skýra stefnu varðandi stjórnun umhverfismála og sjálfbæra þróun, sérstaklega í fiskveiðistjórnun og nýt- ingu endurnýjanlegra orkuauðlinda. Þá eru gildi fyrir loft- og vatnsmeng- un í sögulegu lágmarki. Ísland er með hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku af aðildarríkjum OECD. Ísland getur skipað sér sess í fararbroddi í mótun græns hagkerfis, en markmiðið kallar á skýra stefnu um auðlindanýtingu. Þar sem Íslendingar hafa nóg af orku, nota þeir hana í miklum mæli óhikað. „Ef þú átt mikið af einhverju, þá telurðu þig geta eytt því,“ segir Simon Upton. „Þetta er ekki fegurðar- samkeppni, þetta snýst um að vera heiðarleg og stuðla að sjálfbærni.“ Hann benti á að í stóra samhenginu, það er á heimsvísu, væru aðstæður þannig að auðlindir ættu undir högg að sækja, og að álag á þær myndi aukast eftir því sem fram liðu stund- ir. Það þurfi því að huga að lausnum til frambúðar. Margar áskoranir Samkvæmt skýrslunni eru helstu áskoranir landsins meðal annars taldar felast í veikri efnahagsstöðu smærri sveitarfélaga sem aftri þeim frá því að fylgja eftir öflugri um- hverfisstefnu. Iðnaður á landinu er sagður einsleitur og hann þarf bæði ódýra og hreina orku vegna þess að hann er orkufrekur. Landeyðing er vandamál vegna ofbeitar og styrkja- kerfi landbúnaðarins ýtir undir slíka eyðingu. Þá er sívaxandi ferðamanna- straumur mikið álag á viðkvæma náttúru Íslands og lagt er til að skoðað verði af fullum þunga að koma á nátt- úrupassa eða sambærilegu kerfi. Það hafi gefist vel í öðrum ríkjum. Taka upp vörugjöld Í skýrslunni er sem dæmi bent á að ís- lenskar bílaleigur fá felld niður vöru- gjöld af bílum að hluta til, að hámarki eina milljón króna. Í skýrslunni er bent á að þessi skattaafsláttur dragi bæði úr fjármagni til ríkissjóðs og valdi því að enginn ávinningur sé af því fyrir bílaleigurnar að kaupa bíla sem mengi minna. Það er því bæði tap fyrir ríkissjóð sem og óumhverfi- svænt. Þar sem bílaleigur kaupa hvað mest af bílum á landinu er tapið veru- legt. Lagt er til að dregið verði veru- lega úr þessum skattafslætti, bæði gagnvart bílaleigum sem og hjá öku- kennurum og leigubílstjórum sem njóta svipaðra kjara. Þá er það einnig lagt til að álögur á orkugjafa verði teknar til endurskoðunar þannig að þau nái einnig til meðal annars jarð- gasa. Þá eigi að auka skattheimtu á bensín og dísil. Horfa á rafbílavæðingu Simon Upton benti einnig á að Ís- lendingar ættu að horfa í auknum mæli til rafbílavæðingar. Enginn byggist við því að Íslendingar hefðu smíði og þróun slíkra bifreiða, en notkun þeirra ætti að vera bæði þægileg fyrir íslenska neytendur sem og hagkvæm, enda rafmagn ódýrt hér á landi miðað við nágranna- löndin. Kostnaðurinn við kaup á raf- magnsbíl vex fólki oft í augum en horfa þarf til fleiri sjónarmiða og alls kostnaðar, þar á meðal bensínkostn- aðar og hvað það kostar umhverfið, að hans mati. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Mikilvægt að horfa á heildar- myndina Simon Upton, yfirmaður umhverfissviðs OECD, kynnti skýrsl­ una á fimmtudag. Mynd SigTryggur Ari Kynntu skýrsluna Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráð­ herra ávarpaði fundinn. Mynd SigTryggur Ari „Ef þú átt mikið af ein- hverju, þá telurðu þig geta eytt því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.