Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 38
Helgarblað 5.–8. september 201438 Neytendur Hætta að heim- sækja eldri borgara n Bankar draga úr þjónustuheimsóknum n Skerðing í ljósi ofsagróða gagnrýnd É g á aldraða foreldra og þetta hef- ur hentað mjög vel. Þau vilja ekki sjá debetkort og myndu sjálfsagt ekki muna PIN-númerið þótt það væri hraðbanki þarna,“ seg- ir dóttir fullorðinna hjóna sem búa á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Selja- hlíð í Reykjavík. Arion banki hefur hefur í gegnum tíðina boðið heimilis- fólki upp á heimsóknir í byrjun hvers mánaðar þar sem fólki hefur gefist kostur á að taka út peninga og þiggja almenna bankaþjónustu. Nú stend- ur til að hætta allri slíkri þjónustu við aldraða á höfuðborgarsvæðinu hjá Arion banka. Bankarnir hafa dreg- ið nokkuð úr þjónustuheimsóknum sínum á undangengnum árum sam- hliða því að útibúum hefur verið lok- að. Bera þeir því við að sífellt færri nýti sér þessa þjónustu. Skerðingin kemur verst niður á eldri borgurum sem sitja eftir í hinni rafrænu bankabyltingu nútímans. Algjör óþarfi að skerða þjónustu við aldraða meðan bankarn- ir græða á tá og fingri, segir formaður Landssambands eldri borgara. Geta bara greitt með peningum Dóttirin, sem baðst undan því að koma fram undir nafni, segir að eldri borgurum og aðstandendum þeirra hafi verið tilkynnt að í næsta mánuði verði síðasta þjónustuheimsókn- in frá Arion banka. „Þetta er auðvit- að mjög slæmt. Síðan í ofanálag þá er Reykjavíkurborg ekki einu sinni með posa þannig að fólk þarf að borga allt, félagsstarf og þess háttar, með reiðufé. Ef það fer í hárgreiðslu þá þarf að borga með peningum. Sum- ir eru ekki með netbanka. Þannig að þetta er snúið.“ Hún segir að bankinn hafi engar skýringar gefið á þessari skerðingu á þjónustu til handa eldri borgurum. Þá hafi hún einnig heyrt svipaða sögu frá kunningjakonu sinni sem á foreldra í þjónustuíbúðunum á Dalbraut 27. „Þetta virðist eins á öllum dvalarheimilum. Þau geta ekkert greitt nema að vera með pening. Það er dýrt að ferðast með leigubíl fram og til baka út í banka og aðstandend- ur geta ekki alltaf skotist frá úr vinnu til að aðstoða. Mér finnst þetta skelfi- lega óþægilegt því ég kemst ekki alltaf frá til að hjálpa og þarf því að fara að skjótast um allar trissur. Eða stofna debetkortareikning og fá aukakort því þau eru ekki með nein kort. Þau eru bara með sínar bækur og vilja bara hafa þetta upp á gamla mátann. Þau eru fædd í kringum 1930 og mamma hefur til dæmis aldrei verið með debetkort og vill ekki sjá það.“ Græða á tá og fingri „Mér finnst að þessar fjármálastofn- anir okkar, sem eru nú flestar að græða á tá og fingri, geti nú komið til móts við eldra fólkið með því að halda þessari þjónustu uppi,“ seg- ir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, for- maður Landssambands eldri borg- ara, þegar DV leitaði álits hennar á þessari þróun. Hún hafði ekki heyrt af þessum áformum Arion banka að draga úr þjónustu við hjúkrunar- og dvalarheimili. Henni finnst það algjör óþarfi hjá bönkunum. Hún bend- ir á að þróunin sé öll í þessa áttina, þótt reyndar sé þeim eldri borgur- um sífellt að fjölga sem noti heima- banka. Hún bendir á fregnir af því að bankar ætli sér nú að innheimta sérstakt gjald af fólki fyrir að taka út peninga. „Ég hugsa að það sé nú um 80 prósent eldra fólks sem ger- ir það vegna þess að það er ekki með heimabanka.“ Bendir Jóna Valgerður á að það hafi nú verið að meirihluta eldra fólk sem hafi átt innstæður í bönkunum svo það hljóti nú að koma bönkunum vel að hafa þær innstæð- ur. „Mér finnst nú að þeir þurfi ekki að vera að draga úr þjónustunni með því að hætta þessum heimsóknum eða taka meira gjald en þeir hafa gert hingað til.“ Hún segir fólk sem er um og yfir sjötugt sérstaklega verða und- ir í örri tækniþróun undanfarinna ára. „Það væri afar slæmt ef þetta er lagt af og það er alltaf verið að fækka þessum útibúum um allt land og um leið minnkar þjónustan, ekki síst við eldra fólk sem þarf á þessu að halda. Sú kynslóð sem nú er komin yfir sjö- tugt fer ekkert að læra á heimabanka. Þessar tækniframfarir hafa verið afar örar undanfarin ár og þetta fólk nær þessu bara ekki. Það vill bara halda í sitt gamla fyrirkomulag.“ Hætta í höfuðborginni DV bar málið undir Arion banka og þar fengust þau svör að sífellt færri nýttu sér þær þjónustuheimsóknir sem bankinn og útibú hans hafi far- ið á hjúkrunarheimilum og stofnun- um um árabil. „Hefur því þjónustu verið hætt þar sem þörfin er lítil eða einfaldlega ekki til staðar,“ segir í svari frá Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðu- manni samskiptasviðs Arion banka. „Þannig er misjafnt eftir svæð- um og útibúum hvort slík þjónusta er veitt og þá hvernig henni er háttað. Starfsfólk Arion banka veitir nú þjón- ustu á nokkrum hjúkrunarheimilum, spítölum eða stofnunum á lands- byggðinni. Þessi þjónusta er hins vegar að falla niður á höfuðborgar- svæðinu. Það er þó gert í samstarfi við heimilin og með góðum fyrirvara þannig að hægt hefur verið að gera viðeigandi ráðstafanir.“ Útibú á Hrafnistu í Hafnarfirði DV spurðist einnig fyrir um það hvern- ig þjónustu hinna stóru bankanna við aldraða er háttað. Guðný Helga Her- bertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslands- banka, segir að bankinn sé með útibú á Hrafnistu í Hafnarfirði auk þess sem hraðbanki sé einnig í anddyri heim- ilisins. Sambærilega þjónustu sé líka að finna á Ísafirði. Bankinn býður hins vegar ekki upp á þjónustuheimsókn- ir mánaðarlega á dvalar- og hjúkr- unarheimili líkt og Arion banki og Landsbankinn hafa gert. Veltur á eftirspurn og notkun Hjá Landsbankanum hefur þjón- ustuheimsóknum víða verið hætt en reynt hefur verið að halda uppi þjón- ustu þar sem útibúum hefur verið lokað. Þegar litið er á landsbyggðina þá var þjónustuheimsóknum á Eski- fjörð hætt í júlí. Ástæðan er að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsinga- fulltrúa bankans, lítil notkun og hús- næðisbreyting. Ekki stendur til að hefja heimsóknir þangað á nýju. Á Akureyri voru þjónustuheimsókn- ir til 2010/2011 í félagsaðstöðu eldri borgara, Víðilundi og í Lindarsíðu, sem ákveðið var að hætta vegna lítill- ar notkunar, sama á við um Voga á Vatnsleysuströnd. Þjónustuheim- sóknum á Flateyri og í Súðavík var fækkað yfir sumarið og stendur nú yfir endurskoðun á tíðni þeirra í ljósi nýtingar. Á Bíldudal lágu heimsókn- ir niðri í sumar en stefnt er að því að byrja aftur í október/nóvember og endurmeta stöðuna þar sömuleið- is. Í Reykhólahreppi eru heimsókn- ir á dvalarheimilið Barmahlíð á milli 11.30 og 12.00 alla miðvikudaga. Hús eldri borgara í Stöðvarfirði er heim- sótt fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar á milli 15–16 og í Grundar- firði eru heimsóknir á Dvalarheimil- ið Fellaskjól fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Í Reykjavík er bankinn með vikulegar heimsóknir á Hrafn- istu sem bankinn hefur boðið upp á í meira en 20 ár. Mánaðarlegar heim- sóknir eru þá á Furugerði og Hæðar- garð. Nánari upplýsingar um þjón- ustuheimsóknir bankans má finna á heimasíðu bankans undir útibú – þjónustuheimsóknir. Kristján segir að heimsóknir og tíðni þeirra velti á þörfum viðskiptavina, eftirspurn og notkun auk annarra atriða á hverj- um stað eða svæði. Hann segir að ef þjónustuheimsóknum sé hætt sé við- skiptavinum boðið að leysa mál með öðrum hætti, til dæmis með að setja reikninga í beingreiðslur. „Það kostar enga tölvukunnáttu fyrir eldra fólk og hentar því mörgum vel. Reiðufé nálgast fólk þá oftast í gegnum hrað- banka. Svo er líka hægt að leysa mál í gegnum síma, bæði í þjónustuverinu og þjónustusíma, sem er gjaldfrjáls.“ Draga úr þjónustu og rukka meira Í Fréttablaðinu hinn 1. september síðastliðinn kom fram að stóru bank- arnir séu að íhuga í auknum mæli að færa sig yfir í rafræn útibú þar sem þeir sem þurfa aðstoð starfsmanna þurfi að greiða aukalega og hærra gjald fyrir það. Þetta er í takt við þær breytingar sem orðið hafa á þjónustu bankanna undanfarin ár þar sem gríðarleg fækkun hefur orðið á útibú- unum, ekki síst á landsbyggðinni. Á síðustu tíu árum hefur bankaútibú- um fækkað úr 170 í 90 að því er fram kom í máli Friðberts Traustasonar, formanns Samtaka starfsmanna fjár- málafyrirtækja, í Fréttablaðinu. Kemur verst niður á gamla fólkinu Þessi fækkun útibúa í hagræðingar- skyni kemur, líkt og Jóna Valgerð- ur bendir á, verst niður á eldra fólki sem orðið hefur eftir í tæknivæð- ingu bankakerfisins. Hjá mörgum eldri borgurum hefur það um ára- tugaskeið verið ákveðin rútína um hver mánaðamót að hafa sig til, fara í bankann til að greiða reikninga og taka út reiðufé en síðast en ekki síst að hitta annað fólk. Með fækkun úti- búa og aukinni áherslu á rafræna þjónustu og netbankavæðingu hefur í þessu tilliti dregið verulega úr þjón- ustu bankanna við þennan þjóðfé- lagshóp. Allt gerist þetta á sama tíma og stóru viðskiptabankarnir þrír skila tugmilljarða hagnaði og hafa gert á hverju heilu starfsári frá hruni. Er því skiljanlegt að mörgum þyki skjóta skökku við að á sama tíma skuli draga úr þjónustu og gjaldtaka aukast. n Bankarnir hagnast um tugi milljarða Banki Hagnaður á fyrri hluta ársins 2014 Hagnaður á sama tímabili í fyrra Arion banki 17,4 milljarðar 5,9 milljarðar Íslandsbanki 21,1 milljarður 17,8 milljarðar Landsbanki 14,9 milljarðar 15,5 milljarðar Hagnaður eftir skatta Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Mér finnst að þessar fjármála- stofnanir okkar, sem eru nú flestar að græða á tá og fingri, geti nú komið til móts við eldra fólkið með því að halda þessari þjón- ustu uppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.