Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 5.–8. september 201436 Fólk Viðtal „Það er allt hægt“ Á miðvikudag verður sýnd á RÚV heimildarmyndin Ó borg mín borg Chicago, sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson gerði og fjallar um Matthildi. Matta á að baki ótrúlegt lífshlaup sem hún að stórum parti hefur lifað í Chicago í Bandaríkjunum en þang- að fluttist hún á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Síðustu tæplega þrjá ára- tugi hefur Matthildur starfað við að hjálpa langt leiddum sprautufíklum og hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir óeigingjörn störf sín í þágu þeirra verst stöddu. „Ég er enn að reyna að bjarga ein- um eða tveimur, það er það sem ég elska. Að reyna að hjálpa fólki, gefa þeim von. Ég fer einn til tvo daga í viku þó ég sé formlega hætt. Ég er í nálaskiptingum, ég elska það. Það er ekki skemmtilegt en mér finnst gam- an að tala við fólk sem er enn að nota eiturlyf og geta sagt þeim að hvað sem þau gera, þá eigi þau að gera það á ör- uggan hátt þannig að þegar þau koma úr neyslunni þá hafi þau enn heils- una,“ segir Matta þegar blaðamað- ur nær sambandi við hana. Hún býr í Chicago þar sem hún hefur búið í nærri því fimmtíu ár. „Ég segi samt alltaf að Ísland sé heima. Fólk spyr mig af hverju ég segi enn heima þegar ég tala um Ísland þó ég hafi búið leng- ur hér úti heldur en á Íslandi,“ seg- ir hún hlæjandi. Matta er formlega komin á eftirlaun en á þó erfitt með að slíta sig frá starfinu. Var að hlaupa í burtu Líf Matthildar hefur langt því frá ver- ið dans á rósum en sögu hennar voru gerð skil í ævisögunni Í viðjum vímu og vændis sem systir hennar skrifaði og kom út árið 1993. Fyrstu rúm tutt- ugu ár lífsins bjó hún á Íslandi en flutti til Bandaríkjanna eftir það. „Ég flutti hingað árið 1967, held ég,“ segir Matta. Hún hafði kynnst am- erískum hermanni heima á Íslandi og ákvað að flytja út til hans. „Þegar ég hugsa til baka var ég líklega að hlaupa í burtu,“ segir hún. Stritið hafði ver- ið mikið á Íslandi. Hún var einstæð móðir og lífið hafði ekki leikið hana vel. Hún leit á Ameríku sem drauma- land tækifæranna, þar myndi hún hefja nýtt líf. „Ég hélt að hér væri allt svo flott og allir svo ríkir. Ég keypti mér bara miða út og var með 20 dollara í vasanum. Þetta var síðan allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér. Það hefði einhver átt að skjóta mig heima!“ segir hún og hlær að sjálfri sér. Allt öðruvísi Hún skildi Pétur son sinn, sem þá var nokkurra ára gamall, eftir heima og fór til Bandaríkjanna að hefja nýtt líf með bandaríska hermanninum sem hún hafði kynnst á Íslandi. Líf- ið í Ameríkunni var þó allt annað en hún hafði vonað. Fögur fyrirheit her- mannsins stóðust ekki og glanslífið í Ameríkunni var allt annað en hún hafði ímyndað sér. Þegar hún kom út var hermaðurinn trúlofaður annarri en sleit því sambandi því að Matta var komin út og ekki hafði hún efni á að fara aftur heim. „Þetta var alveg svakalega erfitt. Ég kunni enga ensku og vissi ekkert hvað ég var að gera. Ég hélt það myndi breyta lífi mínu að fara út, þegar ég lít til baka þá sé ég að ég var bara að hlaupa í burtu. Þetta var allt öðruvísi en ég hélt en maður gerði það besta úr því,“ seg- ir hún. „Ég hugsaði alltaf að hlutirnir myndu breytast. Kannski gæti ég far- ið aftur heim til Íslands, kannski gæti ég látið senda eftir syni mínum. En það breyttist ekkert. Einn dagur rann í annan,“ segir hún. Byrjaði að nota heróín Matta eignaðist tvö börn með her- manninum, þau Angelique og Kevin en hjónabandið var ekki mjög ham- ingjuríkt né farsælt. Þegar þau skildu varð Matta einstæð móðir í Ameríku og eignaðist síðan sitt þriðja barn, Michelle, með öðrum manni sem hún hætti fljótlega með. Hún viður- kennir að þetta hafi ekki verið auð- velt en hún hafi líka verið frelsinu fegin eftir erfitt hjónaband með fyrri manni sínum. „Ég var svo ung þá og þó það væri erfitt þá var það samt ekki hræðilega erfitt,“ segir hún. Matta bjó með börnunum sínum í fjölbýlishúsi þar sem hún kynntist mikið af alls konar fólki. Hún hafði ekkert stuðningsnet í Bandaríkjun- um og treysti því á sjálfa sig og það fólk sem hún kynntist. „Ég var svo saklaus og vissi ekkert hvað þetta fólk var að gera,“ segir hún. Þegar Michelle, yngsta dóttir hennar, var Matthildur Kelley Jónsdóttir hefur líklega lifað viðburðaríkari ævi en flestir. Fyrir um 26 árum síðan sneri hún vörn í sókn, sagði skilið við eiturlyf og vændi og sneri sér að því að hjálpa fíklum. Viktoría Hermannsdóttir heyrði í Möttu í gegnum landlínu til Chicago og fékk að heyra af viðburðaríkri ævi og hvernig hún hefur reynt að hjálpa fólki sem er í sömu sporum og hún var einu sinni í. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Fyrsta heimsóknin Þorsteinn og Matta á kaffihúsi árið 1994 þegar Þorsteinn og Einar Falur heimsóttu hana í fyrra skiptið. Mynd EinAr FAlur ingólFsson 20 árum síðar Á sama kaffihúsi og fyrri myndin er tekin, bara tuttugu árum síðar. Mynd EinAr FAlur ingólFsson „Þó að þú eigir hvergi heima og eigir enga peninga þá er það samt hægt. „Þegar ég hugsa til baka var ég líklega að hlaupa í burtu. Matta Hér er Matthildur á skrif- stofunni sinni. Mynd EinAr FAlur ingólFsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.