Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Page 30
Helgarblað 5.–8. september 201430 Umræða Skotar kjósa um sjálfstæði B retland er lýðræðisríki, elzta lýðræðisríki heims- ins, segja Bretar sjálfir. Þeir virða ævinlega niðurstöð- ur þjóðaratkvæðagreiðslna, einnig ef þær eru haldnar til dæmis í Skotlandi eða Wales. Því má ganga út frá því sem gefnum hlut, að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar í Skotlandi 18. september næstkomandi verður virt. Skotar velja þá milli tveggja kosta. Ann- ar er að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis eins og Íslendingar gerðu endanlega 1944. Hinn er að halda óbreyttri skipan frá 1707, þar sem Skotland er hluti Bretlands með takmarkaða sjálfstjórn. Um hvað snýst málið? Skotar gengu inn í Bretland 1707 einkum til að öðlast aðgang að stór- um markaði fyrir skozkar vörur og til að stilla til friðar, enda höfðu Skotar og Englendingar marga hildi háð á fyrri tíð. Nú segja skozk- ir þjóðernissinnar og aðrir, sem að- hyllast sjálfstætt Skotland: Við höf- um nú með aðild okkar að ESB aðgang að risavöxnum markaði. Við þurfum því ekki lengur á því að halda að tilheyra Bretlandi, a.m.k. ekki af viðskiptaástæðum, allra sízt ef Bretar gera alvöru úr því að segja sig úr ESB, því að þá komumst við ekki hjá því að taka okkur sjálfstæði til að geta haldið áfram að vera í ESB. Skozkir sjálfstæðissinnar segja: Skotland var og er öðruvísi en Eng- land. Við höfum aðrar hugmyndir, önnur viðmið. Við líkjumst Norð- urlandaþjóðum frekar en Banda- ríkjamönnum. Það er engin tilvilj- un, segja þeir, að Íhaldsflokkurinn hefur nær ekkert fylgi í Skotlandi sem stendur, hann hefur aðeins einn þingmann í brezka þinginu á móti sex frá Skozka þjóðernis- flokknum og 41 fyrir Verkamanna- flokkinn. Englendingar ættu að fagna því að losna við Skotland úr stórríkinu, bæta þeir við, því að þá getur íhaldið stjórnað Englandi óá- reitt, verði þeim að góðu, og við fáum frið. Við getum þá komið okkur upp norrænu velferðarríki í Skotlandi. Skotar gætu þá sagt eins og Ís- lendingar: Við, sem byggjum Skotland, viljum skapa réttlátt sam- félag, þar sem allir sitja við sama borð, svo vitnað sé til upphafsorða nýju stjórnarskárinnar, sem Al- þingi heldur í gíslingu. Skotar eru að hugsa um að setja sér skrifaða stjórnarskrá í tengslum við sjálf- stæðisyfirlýsingu til að marka sér- stöðu sína. Bretland á sér enga skrifaða stjórnarskrá. Hvað segja andstæðingarnir? Þeir, sem kjósa óbreytt ástand, vara Skota við sjálfstæðisbröltinu með ýmsum rökum. Sum rökin eru bein- línis bjálfaleg eins og til dæmis þau, að Skotland með fimm milljónir íbúa sé of lítið land til að geta stað- ið á eigin fótum. Það þættu Dönum, Finnum og Norðmönnum a.m.k. vera tíðindi. Aðrir segja (þetta var aðalröksemd Alistairs Darling, fv. fjármálaráðherra Bretlands, í líf- legum sjónvarpskappræðum um daginn við Alex Salmond, for- sætisráðherra Skotlands og helzta talsmann sjálfstæðissinna): Sjálf- stætt Skotland, segir Darling, þarf að koma sér upp eigin gjaldmiðli – eins og það sé frágangssök. Alex Salmond á auðvelt svar við þessu. Í fyrsta lagi eru næstum 200 lönd í heiminum, segir hann, og þau hafa ýmsan hátt á gjaldmiðl- um sínum. Skotar ættu til að mynda hægt með að gera skozka pundið að sjálfstæðum gjaldmiðli, hvort sem gengi skozka pundsins væri haldið föstu eða leyft að fljóta. Í annan stað geta Skotar haldið brezka pund- inu hvort sem Englendingum líkar það vel eða illa; Alistair Darling er hættur að bera á móti því. Í þriðja lagi væri Skotum í lófa lagið að taka upp evruna. Darling heldur því fram, að Skotar geti ekki með góðu móti haldið áfram að nota brezka pundið, taki þeir sér sjálfstæði, því að sameiginleg mynt hljóti að kalla á eitt ríki. Þessi röksemd jafngild- ir yfirlýsingu um, að evruþjóðirnar vaði allar sem ein í villu og svíma, þar eð þær nota sömu mynt án þess að tilheyra einu allsherjarríki. Skotland og ESB Skozkir sjálfstæðissinnar vilja sjálfs- stjórn og engar refjar, þar eð þeir telja Skotland bera skarðan hlut frá borði sem hluti Bretlands. Fyrir þeim vakir alls engin einangrunar- þrá eða innilokunarhyggja, öðru nær. Þeir líta á aðild að ESB sem forsendu sjálfstæðs Skotlands. n „Fyrir þeim vakir alls engin einangrunarþrá eða inni- lokunarhyggja, öðru nær. Þeir líta á aðild að ESB sem forsendu sjálfstæðs Skotlands. Kappræður Alistair Darling og Alex Salmond, sem fórnar höndum. Slysagildra á Hellisheiði U m miðjan september hefj- ast framkvæmdir á Hell- isheiði á vegum fyrirtækis sem heitir Orka náttúrunn- ar. Orka náttúrunnar er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykja- víkur og tók til starfa um síðustu áramót. Framkvæmdin sem um ræðir felst í því að leggja tvær sam- hliða leiðslur, 11 kílómetra leið, frá borholum við Hverahlíð, norður eftir Hellisheiði og tengja þær síðan við leiðsluvirki Hellisheiðarvirkjun- ar í Hellisskarði. Önnur leiðslan er 60 cm í þvermál en hin 100 cm. Þær eru lagðar ofan jarðar og að jafnaði hafðir 40 sentimetrar frá jörðu upp í leiðslu. Framkvæmdinni verður lokið eftir um það bil ár og áætlaður kostnaður er á bilinu 2.400 til 2.700 milljónir. Þessar leiðslur eru nákvæm- lega eins og þær sem liggja að Hell- isheiðarvirkjun frá borholum við Skarðsmýrarfjall og Þrengslahnúk en þær síðarnefndu blasa við veg- farendum í áberandi hlykkjum þegar ekið er um þjóðveg eitt áleið- is á Hellisheiði. Upphaflega var ætlun manna að reisa sérstaka virkjun við Hverahlíð og búið að panta hverfla sem þar áttu að snúast. Umrædd virkjun er enn á skipulagi en með þessari rörlagningu er í framkvæmd viður- kennt að framleiðsla Hellisheiðar- virkjunar er ekki í samræmi við væntingar og því gripið til þessa ráðs til að leiða til hennar aukna gufu. Það hefur sýnt sig undanfarin ár að leiðslur eins og þessar eru úti- vistarfólki mikill farartálmi. Það er erfitt eða ómögulegt að komast yfir þær eða undir. Þegar snjóar á vetr- um myndar snjór holrúm umhverf- is leiðslurnar og þá verður til skurð- ur sem er ófær allri umferð. Þegar snjóar nógu mikið til þess að snjór setji leiðsluna á kaf bráðnar hol- rúm utan um hana undir snjónum sem getur orðið verulega hættulegt bæði akandi og gangandi umferð. Eigendur leiðslanna hafa til þessa lítið hirt um að leggja stiga yfir þær og merkja þá eða leiðina að þeim á kortum. Umrædd leiðsla mun liggja eins og múr þvert yfir svæði sem fram að þessu hefur verið vinsælt útivistar- svæði skíðamanna, göngumanna, jeppamanna og vélsleðamanna á vetrum. Á góðviðrisdögum hefur oft mátt sjá alla þessa ólíku hópa útivistarmanna að leik á heiðinni. Sunnan við Hverahlíð er Skálafell á Hellisheiði sem er talið eitt besta útsýnisfjall á suðvesturhorninu og göngur á það hafa verið tíðar undanfarin ár. Á meðfylgjandi korti sést nokkurn veginn hvernig umrædd leiðsla mun liggja. Þar sem merkt eru X á kortinu verður hægt að komast yfir hana en eftir samtal við verkefnisstjóra Orku náttúrunnar veit ég að lítið sem ekkert hefur að öðru leyti verið hugað að aðgengi útivistarfólks eða merkingum sem gætu auðveldað því áframhaldandi umferð um heiðina. Það svæði sem þarna hefur ver- ið klofið í sundur hefur notið mun meiri vinsælda til útivistar en þau svæði sem fyrri leiðslur liggja um og því ekki ósanngjarnt að taka meira tillit til þeirra þarfa en gert hefur verið. Að sjálfsögðu var þessi fram- kvæmd kynnt vegna breytinga á skipulagi og sett í athugasemdaferli en það var gert í Ölfusi sem fer með skipulagsvald á svæðinu. Hundruð þúsunda manna sem búa í mesta þéttbýli landsins vestan heiðarinn- ar hafa enga aðkomu að þessari framkvæmd þótt útivistarsvæðið á Hellisheiði sé í raun sameign allra sem við Faxaflóann búa. Enn hefur þessi framkvæmd ekki verið kynnt sérstaklega fyr- ir samtökum útivistarfólks á borð við Ferðafélag Íslands, Útivist, 4x4, Landssamband vélsleðamanna, Landvernd eða aðra sem ætla mætti að vildu gera athugasemd- ir við hana. Eins og kaupin gerast á eyrinni Íslandi verður það sjálf- sagt gert í formi kaffifundar og glærusýningar þegar of seint er að gera neinar breytingar. Mér finnst að Orka náttúrunn- ar hefði átt að leggja þetta rör í jörð. Það hefði sýnt raunverulegan áhuga á að draga úr áhrifum verks- ins á náttúruna og koma til móts við stóra hópa fólks sem nota heiðina sem leikvöll. Eins og er lítur út fyrir að þetta verði forljót slysagildra og hindrun fyrir allt útivistarfólk. n Páll Ásgeir Ásgeirsson Af blogginu Þorvaldur Gylfason skrifar Kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.