Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 5.–8. september 201434 Fólk Viðtal ur og annað,“ segir hann og hlær. „Þú færð bara að leika við börnin á meðan þau eru í sínu besta formi. Svo á reyndar alveg eftir að reyna á það hvort ég hafi yfirhöfuð tíma til að vera afi. Ég mun allavega gera mitt besta.“ Erfiðustu málin Kristján hefur rifjað upp skemmti- legu atvikin sem krydda tilveru fréttamannsins en í blaðamennsku felst meira en tækifæri til að hitta fræga og valdamikla einstaklinga. Kristján Már hefur einnig fjallað um mörg erfið mál á sínum ferli, með- al annars banaslys og aðrar hörm- ungar. „Í íslenskum samfélögum er nábýlið svo mikið og ég man til dæmis eftir snjóflóðunum á Vest- fjörðum. Það voru mjög átaka- miklar fréttir. Eins með flugslys og bílslys. Ég man einnig eftir erfiðum sjóslysum sem ég hef fjallað um. Eitt sinn kom ég að líki sjómanns eftir sjóslys en ég kom þarna að um svipað leyti og björgunarsveitar- mennirnir. Ég þurfti hreinlega að hjálpa til við að bera líkpokann. Ég man einnig eftir öðru sjóslysi þar sem farist höfðu þrír sjómenn. Þá stóð ég á bryggjunni þegar komið var með líkin að landi en mennirnir höfðu verið á svipuðum aldri og ég. Þetta eru erfiðustu málin.“ Hefur samráð við aðstandendur Kristján vandi sig á ákveðna að- ferð þegar hann fjallar um sorgar- atburði á borð við þessa. „Mér hefur þótt best að nálgast upplýs- ingar um banaslys frá nánustu að- standendum. Mín reynsla er sú að þeim þykir vænt um að fréttamað- urinn reyni að afla sér nákvæmar upplýsingar. Einnig er gott að hafa samráð við nánustu aðstandendur um hvernig skuli fjallað um slysið. Mér þykir það ekkert verra að leyfa þeim sem eru í sorg að hafa áhrif á það hvernig fréttin er skrifuð og hvernig þetta er nálgast. Öll lend- um við í því á lífsleiðinni að upp- lifa sorg og ef það er eftir sorgarat- burð sem vekur athygli þá viljum við að minnsta kosti að það sé satt og rétt sagt frá og af virðingu við þá sem eftir lifa.“ Kristján gerir nú hlé á máli sínu. Hinn síminn er að hr- ingja. „Við erum á leiðinni upp á hálendið aftur,“ heyri ég hann segja en á línunni er eiginkona Kristjáns. Það tekur eflaust á taugarnar að vita af ástvinum sínum á hamfarasvæði – en Þorgerður er kannski ýmsu vön. „Mér finnst blaðamennska vera forréttindastarf,“ segir hann þegar hann kemur aftur í símann. „Þér er ekkert mannlegt óviðkom- andi. Öll svið tilverunnar eru und- ir í blaðamennsku og þér leyfist að hringja í hvern sem er og spyrja um hvað sem er. Þú hefur einnig tæki- færi til að koma málum í brenni- depil. Þetta er afar heillandi starf.“ Ómar góð fyrirmynd Haustið 1987, um það leyti sem Stöð 2 var ársgömul, réði Kristján Már sig yfir til stöðvarinnar. Krist- ján Már var hins vegar með þriggja mánaða uppsagnarfrest á DV og vann hann samviskusamlega. Fyrsti starfsdagurinn á Stöð 2 var því 1. janúar 1988. „Ég náði samt þess- um upphafsanda á Stöð 2,“ seg- ir hann. Jón Óttar Ragnarsson var þá sjónvarpsstjóri, Páll Magnússon fréttastjóri og Vala Matt og Helgi P. voru með fréttaþáttinn 19/19. „Þetta var svakalega skemmtilegur og frjór tími. Ómar Ragnarsson kom síðan fljótlega til vinnu og það var alveg einstaklega gaman að kynnast hon- um. Maður var stundum með hlát- urskrampa í maganum því Ómar er auðvitað einn allra besti skemmti- kraftur Íslands og sagði okkur stöð- ugt skemmtisögur. Eitt af því sem er svo skemmtilegt við Ómar er hvað hann er fjölhæfur maður. Ég hélt að Ómar væri fyrst og fremst bund- inn við sérstaka tegund af fréttum, en svo var alls ekki. Ríkisstjórnin var eitt sinn að boða til efnahags- aðgerða og tók Ómar að sér að gera fréttaskýringu um efnahagsaðgerð- ir. Þá sá maður að hann hafði mik- ið pælt í efnahagsmálum og þekkti sögu efnahagsaðgerða áratugi aft- ur í tímann. Svo var Persaflóastríð- ið á þessum árum og þá kom Ómar hlaupandi inn og sagðist ætla að gera fréttaskýringu um hernaðar- aðgerðir og herstjórnartaktík. Þá sá maður að hann var mjög vel lesinn í hernaðaraðgerðum frægra herfor- ingja í mörgum styrjöldum aldir aft- ur í tímann. Ómar er ótrúlega góð fyrirmynd fyrir alla fjölmiðlamenn.“ „Ég er umdeildur“ „Þetta gengur ekkert,“ segir Krist- ján Már þegar ég næ sambandi við hann aftur en nú slitnaði símasam- bandið hjá okkur í fimmta og síð- asta sinn í viðtalinu. Hann segir það hafa reynst sér auðveldara en hann átti von á að skipta úr blaða- mennsku yfir á ljósvakamiðlana. „En ég skal játa það að mig langaði ekkert að verða þekktur. Það var það sem ég óttaðist mest. Maður getur til dæmis ekki hegðað sér eins og fífl á almannafæri. Líkt og nafnkunn- ur forstjóri sem baðst undan sjón- varpsviðtali sagði: „Þá get ég ekki gengið niður Laugaveginn og mig- ið utan í hús blindfullur.“ Þú afsalar þér ýmsum forréttindum og stund- um vildi ég óska þess að enginn þekkti mig,“ segir hann einlægur. „Svo finn ég það að ég er umdeild- ur,“ bætir hann við. „Það þarf helvíti sterk bein að lesa allan þann skít og drullu sem er skrifað um mann í athugasemdadálkum á netinu. Í rauninni er ótrúlegt að sjá hvern- ig fólk leyfir sér að skrifa. Það eru heilu Facebook-síðurnar sem hafa verið stofnaðar til þess að skrifa um hvað ég sé ömurlegur af fólki sem af einhverjum ástæðum hefur óbeit á mér. Ég sé það til dæmis á því sem er skrifað í athugasemdadálka við svona gos. Það er ótrúlega margt neikvætt á netinu og maður reyn- ir að leiða það hjá sér. Þetta er bara hluti af þessu.“ Umdeilda gula vestið Nýlega vakti athygli þegar Krist- ján Már mætti í gulu vesti í beina útsendingu í sjónvarpssal. Hann hafði verið í vestinu á vettvangi og mætti svo í því í viðtal til Eddu Andrésdóttur þar sem hann fór yfir stöðuna á eldgosamálum í Bárðar- bungu. „Ég hef fengið margar nei- kvæðar athugasemdir um vestið,“ segir Kristján Már. „En stundum sér fólk ekki samhengið. Það verður að athuga að ég var að koma beint af Reykjavíkurflugvelli þar sem ég tók á móti flugvél Landhelgisgæsl- unnar og fékk að sjálfsögðu ekki að fara út á flughlað nema í gulu vesti. Þetta viðtal tók ég tíu mínútum fyr- ir útsendingu og ég sést í vestinu í viðtalinu. Svo hleyp ég beint inn í útsendingu og það er í raun rök- rétt framhald að ég yrði áfram í gula vestinu. Það er verið að segja myndræna sögu og hún þarf að vera í samhengi,“ segir Kristján Már. „Fólk er búið að gera óskaplega mikið grín að þessu. En stundum þarf maður að hugsa þetta eins og kvikmyndaleikstjóri. Þegar verið er að taka upp atriði með margra daga millibili þarf leikarinn alltaf að vera í sömu fötunum því senan þarf að vera í samhengi. Þú skiptir ekki um föt í miðri atburðarás.“ Varla stingandi strá Kristján Már segir umfjöllunina um eldgosið í Holuhrauni eitt erf- iðasta verkefni sem hann hefur tekist á við. Sérstaklega í ljósi þess hversu erfitt er að nálgast vinnu- staðinn og umfjöllunarefnið. „Þetta er sá staður á Íslandi sem er lengst frá mannabyggðum og með verstar vegtengingar. Það er ekkert þarna. Engin búð, engin bensínstöð, engir almennilegir vegir og varla hús á mjög stóru svæði. Til þess að nálg- ast svæðið þarftu að aka í þrjá, fjóra klukkutíma frá afskekktustu sveita- bæjum Íslands. Þetta er mjög flókið tæknilega og erfitt fyrir sjónvarps- menn að skila þessu heim í stofu að kveldi. Þetta er eins mikil auðn og hugsast getur. Það er varla sting- andi strá þarna,“ segir hann og lýsir ógnandi náttúru Íslands. „Við get- um heldur ekki verið á þyrlu hérna á hverjum degi. Jafnvel stærstu fjöl- miðlar landsins, eins og 365, geta ekki leyft sér að eyða miklum pen- ingum í þetta. Þannig ég þarf einnig að leysa þetta verkefni á hag- kvæman hátt. Því fylgir mikið álag.“ Ætlar ekki að fórna lífinu fyrir starfið Kristján segir veðravítið á hálendinu einnig torvelda starf- ið. Nýlega lenti tökuliðið í stórum sandstormi og var hætt komið um tíma. „Þú veist að einhvers stað- ar þarna inni í sandstorminum eru eldspúandi gígar sem eru ekki bara að þeyta frá sér eldi og hraunslett- um heldur senda þeir einnig frá sér baneitraðar gastegundir. Við lent- um í því að allt í einu sáum við fram undan í storminum rauðglóandi hraun koma á móti okkur og það var bara á heilmikilli ferð. Þetta var dálítið ógnvekjandi. Svo sáum við jarðvísindamann og töluðum við hann. Þegar ég var síðan búinn að tala við hann í nokkrar mínútur sagði hann að við gætum ekki verið þarna mikið lengur. „Finnurðu það ekki í nefinu að þig er farið að svíða í nefið og augun? Þetta er brenni- steinsvetni sem breytist bráðum í brennisteinssýru og eyðileggur í okkur lungun. Þannig við verð- um að koma okkur í burtu – núna!“ sagði hann. Það eru svona áskor- anir sem maður er að takast á við hérna upp frá. En ég ætla mér ekki að drepast í starfinu. Mér þykir of vænt um lífið. Ég hef lofað sjálfum mér því og minni eiginkonu að ég ætla að fara varlega. Ég ætla ekki að fórna lífinu fyrir þetta starf. Það er alveg á hreinu.“ Hótaði Almannavörnum lögbanni En Kristján Már hefur ekki einung- is verið að kljást við erfiða nátt- úru. „Við höfum verið að kljást við stjórnvöld sem hafa ekki skilning á starfi okkar fréttamanna,“ segir hann. „Almannavarnir hafa geng- ið sífellt lengra í að skerða að- gang okkar og eru komnar á afar grátt svæði í því að brjóta stjórnar- skrárvarðan rétt fjölmiðlamanna. Það munaði engu að ég hefði hreinlega farið fram á lögbann á ákvörðun Almannavarna um að meina fréttamönnum að fara á hálendið í upphafi eldgoss. Fyrstu dagana eftir fyrsta gos var öllum bannað að fljúga yfir eldstöðina þó svo að eldstöðin væri slokknuð. Ég þurfti að öskra mig hásan á ráða- menn flugmála í landinu til þess að fá þá til að aflétta flugbanni yfir eldstöð sem var búið að slokkna í. Eini aðilinn sem mátti fljúga yfir var Landhelgisgæslan. Daginn eft- ir gaus að nýju og þá voru þeir einu sem máttu mynda gosið jarðvís- indamenn og starfsmenn Veður- stofu. Okkur var haldið föstum og neitað að fara upp á hálendi. Ég var kominn á fremst hlunn með það, og ég hefði fylgt því eftir, að fá lögfræðinga til þess að höfða lög- bannsmál á ákvörðun Almanna- varna um að meina fréttamönnum aðgang á hálendinu. Hálftíma eftir að ég hótaði þessu hringdi sýslu- maður á Húsavík í mig og sagði að þessu banni yrði aflétt.“ Krist- ján Már segir það hluta af verkefn- um fréttamanna að vera á hættu- svæðum. Erlendir fréttamenn séu gjarnan sendir í fremstu víglínu stríðsátaka og því sé fráleitt að Al- mannavarnir á Íslandi geti meinað blaða- og fréttamönnum aðgang að hálendinu. „Þeim á ekki að leyfast það. Ég væri tilbúinn að láta reyna á það hvort svona víðtæk höft Al- mannavarna á ferðafrelsi frétta- manna standist stjórnar skrá og mannréttindasáttmála,“ segir Krist j án Már að lokum. n Eitt erfiðasta verkefnið Kristján Már segir umfjöllunina um eldgosið í Holuhrauni eitt erf- iðasta verkefni sem hann hefur tekist á við. Mynd Egill AðAlstEinsson „Fólk er búið að gera óskaplega mikið grín að þessu Fjallagarpar Hér er Kristján ásamt eiginkonu sinni, Þorgerði, á Sveinstindi við Langasjó – einum magnaðasta útsýnisstað Íslands að mati Kristjáns. Mynd Úr EinkAsAFni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.