Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 26
Helgarblað 5.–8. september 2014 Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Elín G. Ragnarsdóttir • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 26 Umræða Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari Bréf til áskrifenda Á þessari stundu er ekki vit- að hvort ég er að skrifa minn síðasta leiðara á sjö ára starfsferli í DV. Þessi leiðari minn er eins konar skýrsla til áskrifenda sem hafa í hrönn- um yfirgefið DV eftir að auðmað- ur með vafasamt orðspor upplýsti um raunverulegan tilgang með yf- irtöku á DV. Yfirlýst stefna Björns Leifssonar hluthafa og fleiri í eigendahópnum er sú að reka mig úr starfi. Sumir þeirra hafa fjár- fest sérstaklega í því skyni að losna við ritstjórann. Þeirri afstöðu ræð- ur pirringur sem einna helst má rekja til umfjöllunar um þá sjálfa, lekamálið og Framsóknarflokk- inn. Sterkir skuggaeigendur í DV hafa gert athugasemdir við fræki- lega framgöngu blaðamannanna tveggja sem fengu verðlaun Blaða- mannafélags Íslands fyrir um- fjöllun sína. Undanfarnir mánuð- ir hafa einkennst af átökum vegna þessa máls þar sem Þorsteini Guðnasyni hefur verið teflt fram í einhverri ömurlegustu refskák ís- lenskrar fjölmiðlasögu. Átökin um DV hafa ekki far- ið framhjá nokkrum manni. Til- raun til fjandsamlegrar yfirtöku hefur staðið mánuðum saman. Þorsteinn Guðnason, fyrrverandi stjórnarformaður, hefur farið víða í bandalagi við lögmanninn Sigurð G. Guðjónsson. Ítarlegt og vand- að lögfræðiálit sem stjórn lét vinna sýnir fram á lögbrot Þorsteins sem stjórnarformanns á þessu ári þar sem hann reyndi að láta verðlausa eign inn í félagið í skiptum fyr- ir hlutafé. Þær sakir eru á dagskrá aðalfundar DV þar sem Þorsteinn ætlar líklega í krafti meirihluta að sópa málinu undir teppið. Fram- an af voru þeir félagar undir yfir- borðinu en skömmu fyrir verslun- armannahelgi spurðist út að Lilja Skaftadóttir, sem kom eignarhlut sínum inn í einkahlutafélagið Tart, hefði í laumi selt Þorsteini 13 pró- senta hlut sinn sem þá fór langt með að tryggja umbjóðendum Þorsteins meirihluta í félaginu. Lilja staðfesti sjálf opinberlega og í samtölum við starfsmenn DV að hún hefði selt hlut sinn til Þor- steins og þegar fengið greitt. Sagði hún að ekki yrði til baka snúið. Seinna sagðist hún í svari til stjórn- ar fara sjálf með umrædd hlutabréf og lét í veðri vaka að salan hefði ekki átt sér stað. Það undarlega er að kaupandi bréfa hennar á enga sjóði til að ganga í og er í miklum fjárhagserfiðleikum. Eftir að Lilja seldi eða seldi ekki hófst Þorsteinn handa við að bjóða í bréf annarra. Boðið var í hlutabréf fyrirtækisins Gagnsæ- is en fyrirsvarsmenn þess félags sýndu þann drengskap að bjóða starfsmönnum DV að ganga inn í kaupin fremur en að hjálpa yfir- tökuhópi Þorsteins og Sigurðar G. við að loka inni smærri hluthafa og fara með félagið eins og þeim sýn- ist. Og liðsmenn Sigurðar héldu áfram að bjóða í hluti. Björn Leifs- son, kenndur við World Class, náði með gylliboðum að laða til sín litla hluthafa sem féllu fyrir boði um að selja á himinháu gengi, líklega 2,2. Björn lýsti í framhaldinu yfir að ritstjóri DV væri „stórhættuleg- ur mannorðsmorðingi“ sem hann ætlaði með innkomu sinni að koma úr starfi áður en hann sneri sér aftur að hefðbundnum störfum sínum. Hann reiddi af hendi hátt í 10 milljónir króna í þeim eina til- gangi að láta reka starfsmann DV. Í þessu felst það siðleysi sem all- ir sjá. Auðmenn eiga ekki að kom- ast upp með að nota fjárhagslega yfirburði sína til að koma höggi á þá sem ekki hafa úr slíkum fjár- munum að spila. Í þessu ljósi ætti fólk að íhuga að það eru tvær leið- ir. Þú getur farið inn í fyrirtæki til að skaða það eða starfsmenn þess. Þú getur líka farið út úr fyrirtæki og hafnað því að styðja reksturinn. Það sorglega er að innkoma Björns Leifssonar í DV hefur hrakið hund- ruð áskrifenda á flótta. Það snertir hann örugglega ekki neitt. Bíllinn hans kostar þrefalt það sem hann lagði í DV. Aftur á móti ættu þeir sem átta sig á siðleysinu að íhuga hvort þeir vilja skipta við svona mann, yfirhöfuð. Sigurður G. Guðjónsson lög- maður hefur farið víða og dreift sögum í því skyni að koma höggi á þá sem hann telur andstæðinga sína í hópi starfsmanna og hlut- hafa DV. Lán mín til hlutafjár- kaupa hafa verið gerð tortryggileg þótt þau séu skilmerkilega skráð og engin vísbending um að þau hafi haft áhrif til góðs fyrir lán- veitendur. Það er ekkert ósagt í þeim efnum. En eignarhald um- rædds meirihluta er hulið myrkri. Hvaðan fékk Þorsteinn peningana til að kaupa hlut Lilju og skulda- bréf hennar? Þar er líklega um 30 milljónir króna að ræða. Hvaðan fékk Þorsteinn hátt í 10 milljónir til að „kaupa“ út Björn Leifsson? Hvaðan fékk hann það hlutafé sem Tryggvi Geir ehf. lagði fram? Það blasir við að yfir 40 milljónir króna hafa streymt upp úr vösum Þorsteins Guðnasonar á undan- förnum vikum. Það er algjörlega útilokað að sjálfur hafi hann átt þessa fjármuni. Ýmsir eru nefndir til sögunnar sem hugsanlegir bak- hjarlar Þorsteins. Björn í World Class er einn þeirra sem grunað er að sé inni í myrkviðunum. Og það eru fleiri skjólstæðingar Sig- urðar G. Guðjónssonar sem koma til greina. Hann fór með mál á hendur DV fyrir hönd Bakkavarar- bræðra. Þá hefur Sigurður verið í langvarandi viðskiptasambandi við Jón Ásgeir Jóhannesson. All- ir þessir menn hafa til þess burði að henda inn peningum í því skyni að svipta smærri hluthafa áhrifum og reka óþæga blaðamenn og rit- stjóra. Það er skýlaus krafa að Þor- steinn og Sigurður upplýsi hver á milljónirnar í myrkrinu. Sjálfur hef ég ekki hugmynd um það um- fram það sem snýr að mínum eig- in fjárfestingum þar sem koma við sögu sem lánveitendur Guðmund- ur Kristjánsson, kenndur við Brim, og Gísli Guðmundsson, kenndur við B&L. Við lifum nú á söguleg- um tíma. Auðmenn með lepp eru að ná undir sig fjölmiðli sem hef- ur verið frjáls og óháður. Sjálfur kvíði ég engu. Hótanir Sigurðar G. um að koma mér á kné fjárhags- lega skipta mig litlu. Ég mun mæta á blóðvöllinn í dag og taka slaginn. Og það verður eins og í Valhöll forðum. Við, sem viljum dreifða eignaraðild, munum hugsanlega falla í valinn en rísa upp að kveldi. Og þá skulum við spyrja að næstu leikslokum. Kæru áskrifendur. Fjölmargir ykkar hafa lýst yfir að þeir muni segja upp blaðinu í ljósi yfirtökunnar. Ég bið ykkur að bíða og sjá. Barátta okkar sem stönd- um í andófinu snýst um að eignar- aðild að DV verði dreift eins og lagt var upp með í upphafi. Þónokkuð hefur miðað í þá átt undanfarið en betur má ef duga skal. Óvissan er algjör. n Hanna Birna sterk! Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er einn tryggasti aðdáandi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi ráð- herra dómsmála. Hanna Birna virðist búin að vera pólitískt þótt enginn viti hvað framtíðin beri í skauti sér. Innan flokks ligg- ur hún lágt á meðan formað- urinn fer með himinskautum í vinsældum. Nú hefur Björn komist að þeirri niðurstöðu að fylgisaukning Sjálfstæðisflokks- ins sé öflugri málsvörn Hönnu að þakka. Útskúfaður Brátt hefjast réttarhöld í máli Snorra Óskarssonar í Betel sem rekinn var úr starfi kennara vegna bloggfær- slu. Snorri fór mikinn og fjall- aði um samkyn- hneigð með þeim afleiðing- um að bærinn rak hann úr vinnu frá Brekkuskóla. Innanríkisráðu- neytið hefur úrskurðað að brott- reksturinn hafi verið ólögmætur en Akureyrarbær ákvað að fara í mál. Fyrir Snorra er afleiðingin sú að hann er útskúfaður frá skólum bæjarins og fær hvergi vinnu sem kennari. Stefán horfinn Brotthvarf Stefáns Hilmarsson- ar, fjármálastjóra 365 og áður Baugs, frá fjölmiðlasamsteyp- unni vekur athygli. Stef- án hefur ver- ið einn nánasti samstarfsmað- ur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, skuggastjórnanda 365, og hefur sem slíkur haft mikil áhrif. Brotthvarf hans þykir vera vísbending um að Jón sé að missa tökin. Haft er eftir Stefáni í Viðskiptablaðinu að hann sé að hverfa til starfa annars staðar í mengi Jóns Ásgeirs en hann fæst ekki til að upplýsa hvar. Meðbyr Ámunda Ámundi Ámundason útgefandi hefur verið að færa út kvíarn- ar undanfarið og koma á kopp- inn vikublöðum úti um allt land. Þetta eru fríblöð og þykir mörgum vera aðdáunar- vert hversu harðri blaðamennsku er haldið þar úti. Þannig er það með Akureyrarút- gáfuna sem hefur skekið himin og jörð. Nú búast menn við mikl- um látum á Vestfjörðum þegar Kristinn H. Gunnarsson, fyrrver- andi þingmaður, tekur að sér ritstjórn nýs blaðs. Búist er við hamfaraskrifum þegar „Sleggj- an“ fer af stað. „Ég mun mæta á blóðvöllinn í dag og taka slaginn. Það voru engin vandamál Snædís Rán Hjartardóttir er hreyfihömluð en sigldi um Úlfavatn í Kanada. - DV. Tónlist á sér mörg líf Ég vil bara græða Íslensk vændiskona segist hafa gaman af kynlífi. - DV.Svavar Pétur Eysteinsson á eitt vinsælasta lag landsins. - DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.