Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 33
Helgarblað 5.–8. september 2014 Fólk Viðtal 33 og unglingur, man ekki eftir öðru.“ Kristján stundaði íþróttir af mikl- um móð sem barn og æfði fótbolta, handbolta og blak upp alla yngri flokka Fram. „Fáir æfðu blak á mín- um aldri og þar sem ég var tiltölu- lega hávaxinn var ég meira að segja valinn í landsliðið í blaki,“ rifjar hann upp. „Þannig ég spilaði nokkra landsleiki. Að auki spilaði ég með meistaraflokki í handbolta. Ég iðk- aði blak langt fram eftir aldri og hef verið í öldungablaki líka. Því miður hefur dregið úr blakiðkuninni á síð- ari árum en annars eru aðal tóm- stundirnar þessa dagana fjallgöngur og ferðir um Ísland. Sumarfríin tek ég yfirleitt á Íslandi og ver þeim í að fara um fjöll og eyðisvæði.“ Fyrsta óbyggðagangan „Heyrirðu í mér?“ spyr Kristján á stöku stað í miðri frásögn af ótta við að tala í sambandslausan síma. Hann rifjar upp fyrstu óbyggða- ferðina sem hann fór árið 1983 og segir mjög eftirminnilega – ekki síst í seinni tíð. „Við félagi minn gengum þá upp allan Fljótsdalinn, meðfram Jökulsá í Fljótsdal, yfir Eyjabakk- ana og Eyjabakkajökul og enduðum svo í Lónsöræfum. Ég man að fyrsti tjaldstaðurinn var í Fljótsdal í falleg- um hvammi. Tuttugu árum síðar var byrjað að sprengja þar fyrir munna stöðvarhúss Kárahnjúkavirkjunar, í sama hvammi og ég tjaldaði í fyrstu óbyggðagönguferðinni minni. Mér fannst það dálítið táknrænt því ég fjallaði nú mikið um þessar fram- kvæmdir á Austurlandi á sínum tíma. Ég á einmitt mynd af tjaldinu þar sem því var tjaldað og þetta er nánast sami staður og stöðvarhús Fljótsdalsvirkjunar stendur í dag.“ Lét Dagblaðið borga flugtímana Kristján Már ætlaði sér ekki að verða fréttamaður – síst af öllu sjónvarps- fréttamaður. „Mér finnst eiginlega fáránlegt að ég skyldi hafa endað í sjónvarpi því eitt af mínum leyndar- málum er að ég stama. Ég gerði það að minnsta kosti í æsku. Ég var alltaf mjög óákveðinn í því hvað ég ætl- aði að verða þegar ég yrði stór. Það var svo margt sem mig langaði til að gera.“ Hann átti sér þó draum um að verða flugmaður og byrjaði sextán ára í flugnámi. „Það var eig- inlega ástæðan fyrir því að ég fór í blaðamennsku. Ég ætlaði að safna flugtímum. Þá átti ég orðið hlut í flugvél, var kominn með einkaflug- mannspróf og þurfti bara að safna tímum. Ég vildi gjarnan að ein- hver annar borgaði fyrir það en ég sjálfur,“ segir Kristján en hann fékk þá flugu í hausinn að láta fjölmiðil borga fyrir flugtímana. Hann hafði verið fenginn til þess að skrifa um blak fyrir Dagblaðið og eftir tilvikum hlaupið í skarðið og skrifað um einn og einn íþróttaleik. „Það má segja að ég hafi verið kominn með litlu tána inn á Dagblaðið þegar ég bankaði upp á hjá Jónasi Kristjánssyni rit- stjóra. Ég sagðist vera með flugpróf, hafa skrifað dálítið og spurði hvort hann vildi ekki ráða mig. Hann beit á agnið.“ Þetta var haustið 1980 og hefur Kristján Már starfað við fjöl- miðla allar götur síðan. Flaug yfir Kröfluelda „Þetta var algjört ævintýri,“ rifjar Kristján upp. „Blaðamennskan átti strax vel við mig og ég fann að yfir- menn mínir treystu mér fyrir sífellt stærri málum. Ég byrjaði náttúr- lega bara í lesendabréfunum og tók spurningu dagsins. Stundum þurfti ég að skrifa lesendabréfin sjálfur því það komu ekki alltaf nógu mörg lesendabréf. Þar sá ég hvað fjölmiðl- ar hafa mikil áhrif. Einhvern tíma þegar það vantaði bréf þá skrifaði ég sem íbúi í hverfinu mínu og kvartaði undan opnu svæði sem var orðið eitt moldarflag. Næsta dag vantaði aftur lesendabréf og þá skrifaði ég aftur sem annar íbúi í hverfinu sem tók heilshugar undir það sem hinn íbúinn sagði. Það þyrfti endilega að laga þetta svæði. Daginn eftir voru vinnuvélarnar komnar til þess að laga þetta. Þá gerði ég mér fyrst grein fyrir því að fjölmiðlar breyta hlutum og hafa áhrif.“ Á þessum tíma var vegakerfið á Íslandi mun verra en það er í dag. Langan tíma gat tekið að aka út á land og flug- vél Kristjáns reyndist hagkvæm- ur kostur þegar þurfti að skjótast milli landshluta. „Þegar Kröflugos hófst árið 1980 þá flaug ég með ljós- myndara yfir eldgosið og myndaði Kröfluelda. Merkilegt nokk þá voru þeir ótrúlega líkir gosinu sem núna er norðan Dyngjujökuls.“ Skreið yfir fjöll Þetta var fyrsta eldgosið sem Kristján fjallaði um sem blaðamaður en alls ekki það síðasta. „Ég hef eiginlega sinnt flestum eldgosum síðan þá og þau hafa verið að jafnaði á þriggja til fjögurra ára fresti,“ segir hann en hefur þó ekki tölu á því hvað hann hafi séð mörg eldgos. Kristján var augljóslega mjög ósérhlífinn í starfi og kom sér jafnvel í lífsháska á flug- vélinni. „Ég man þegar ég var ung- ur blaðamaður og enn að fljúga, þá vildi maður stundum komast lands- hluta á milli í sjónflugi. Þá var mað- ur stundum að „skríða“ eins og það er kallað. Engin GPS-tæki voru í vél- unum sem sögðu manni hvar fjöllin væru og þá var skriðið yfir heiðarn- ar. Ég fór nokkrum sinnum í lágflug með þjóðveginum eða rafmagnslín- um yfir fjallaskörð þegar skýjahæð- in var ekkert svakalega mikil. Þetta var stundað í gamla daga og sumir fóru flatt á því. Maður var kannski ekki beint í lífsháska en maður var ekki alltaf sáttur við sjálfan sig að hafa gert þetta.“ Síðdegisblöðin sameinast Kristján Már var á Dagblaðinu áður en það sameinaðist Vísi. Hann seg- ir dag sameiningarinnar hafa verið undarlegan. „Það hafði verið grimm samkeppni milli síðdegisblaðanna, Dagblaðsins og Vísis. Við slógumst hart við keppinauta okkar en það vildi svo til að blöðin voru í sama húsi í Síðumúlanum. Það var bara veggur á milli. Svo bara einn góðan veðurdag mættum við í vinnuna og okkur tilkynnt að blöðin hefðu sam- einast. Þá þurfti maður að fara að vinna með fólkinu sem maður hafði slegist við í blaðamennskunni. Svo var bara komið með loftpressur og gert gat á milli. Þetta var því tiltölu- lega auðveld sameining,“ segir Krist- ján. Við sameininguna í nóvember 1981 varð til DV og starfaði Kristján Már við blaðið til ársins 1988 þegar hann færði sig yfir á Stöð 2. Spjallað við konung Hann segir tímann á DV hafa verið skemmtilegan og hann eigi margar góðar minningar frá þeim tíma. Hann rifjar upp eina slíka minn- ingu. „Ég var ekki búinn að vera blaðamaður lengi þegar mér bauðst með litlum fyrirvara að fylgja Vig- dísi Finnbogadóttur í hennar aðra opinberu heimsókn til Noregs. Mér var sagt að ég þyrfti að taka með mér smóking en Vigdís kom því þannig fyrir að íslensku blaðamennirn- ir fengu að koma með í veislur. Ég var þarna 21 árs gamall og allt í einu kominn í veislu í Akershus-kastala í Ósló. Þar var ég í hópi íslenskra blaðamanna þegar Ólafur Nor- egskonungur gengur að okkur og fer að spjalla við okkur. Þetta þótti mér skrítið sem ungum blaðamanni. Maður var tiltölulega nýskriðinn úr menntaskóla og allt í einu farinn að eiga orðastað við Noregskonung. Í sömu ferð hitti ég Thorbjørn Egner en persónurnar úr ævintýrunum hans eru hluti af æskuminningun- um. Þarna kynntist ég í fyrsta skipti ákveðnum glamúr sem stundum fylgir blaðamennskunni og þetta kryddaði tilveruna.“ Karlagrobb „Fyrir nokkrum árum, af því Bítl- arnir voru nú í miklu uppáhaldi í æsku …,“ byrjaði Kristján Már en í þann mund slitnaði sambandið. Eftir stutta stund næ ég aftur sam- bandi við fréttamanninn. „Nú erum við komnir út á öræfi þannig að ég veit ekki hvað við höldum mik- ið lengur símasambandi,“ útskýrir Kristján Már. „Um hvað vorum við að tala?“ spyr hann og blaðamað- ur minnir hann á umræðuefnið. „Já, var ég farinn að grobba mig að því? Það er voða gaman að eiga svona karlagrobb þegar maður er orðinn afi og getur farið að tala við barna- börnin. Þá getur maður sagst hafa talað við Bítil,“ segir hann kíminn og minnist þess þegar hann ræddi örstutt við Ringo Starr er hann var staddur hér á landi. „Hann sagði einhver örfá orð við mig en ég mun lifa á því langt fram á elliárin og get grobbað mig við barnabörnin.“ Afahlutverkið heillar Kristján Már á fjögur börn ásamt eiginkonu sinni, Þorgerði Sigurðar- dóttur. Þá verður Kristján afi í næsta mánuði en elsta dóttir þeirra Þor- gerðar á von á barni. „Það er mik- il tilhlökkun hjá okkur,“ segir hann hálf montinn. „Nú sér maður fram á að fara í þetta eftirsótta afahlutverk. Það er mikil spenna og eftirvænting að fá að takast á við það. Margir hafa sagt að lífið verði fyrst skemmtilegt þegar maður verður afi eða amma. Þá færðu bara að njóta tímans með barnabörnunum en upplifir ekki erfiðleikana sem nýbakaðir for- eldrar finna fyrir, andvökunæt- „Ég er umdeildur“ Fyrsti stóri fréttaviðburðurinn Kristján Már dælir bensíni á flugvélina sína, TF-TWO, á Akureyri áður en haldið var á gosstöðvarnar í Kröflugosinu 1980. MynD Úr einKASAFni Á vettvangi Kristján tekur viðtal við Harald Sigurðsson eldfjallafræðing með hraunfoss í baksýn. MynD Úr einKASAFni Í vestinu Kristján segir fréttir frá Haítí eftir jarðskjálftann mikla árið 2010. MynD Úr einKASAFni „Svo á reyndar alveg eftir að reyna á það hvort ég hafi yfirhöfuð tíma til að vera afi Komið víða við Þó að Kristján Már sé einna best þekktur fyrir fjöl- miðlastörf sín hefur hann komið víða við. Hann var til að mynda landsliðs- maður í blaki á sínum yngri árum. MynD Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.