Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Side 44
Helgarblað 5.–8. september 201444 Lífsstíll Tjóðraðar barbIEdúkkur og playmo-karlar n Vilja opna á umræðuna um BDSM og blæti n Berjast gegn fordómunum V ið viljum minnka fordóma og fræða fólk. Opna á um­ ræðuna þannig að fólk þurfi ekki að vera í felum með þetta og skammast sín,“ segja stjórnarmenn í BDSM á Íslandi. DV fékk innsýn inn í heim félaga í BDSM samtökunum sem stjórnarmenn segja í vera regnhlíf­ arsamtök fyrir fólk með hin ýmsu blæti. „Hér eru allir velkomnir og fjölbreytileikinn er ótrúlegur,“ segir einn stjórnarmanna þegar við hitt­ umst einn eftirmiðdag í miðri viku. Blæti af öllum toga Um 60–70 manns borga árgjald í samtökin en þau segja mun fleiri vera virka innan „senunnar“ eins og þau kalla hana. Senunni svonefndu er hins vegar ekki haldið úti af sam­ tökunum. Líklega tengja flestir BDSM við leður, ólar og ýmislegt í þeim dúr með kynferðislegu ívafi. Stjórnar­ mennirnir sem hér eru staddir, og einn á Skype, nánar tiltekið lands­ byggðarfulltrúi samtakanna, segja þó að BDSM snúist alls ekki að öllu leyti um kynlíf og innan BDSM sam­ takanna sé að finna fólk með alls konar blæti. „Þau eru af öllum toga,“ segir Magnús sem er einn stjórnarmanna og einn stofnenda samtakanna en þau voru upprunalega stofnuð árið 1997. Þau lögðust af um tíma vegna deilna innan félagsins en voru endurvakin fyrir nokkrum árum og standa nú að hinni ýmsu fræðslu, námskeiðahaldi og „hittingum“ fyr­ ir félaga innan samtakanna. „Það eru svona 200 á ári sem eru að mæta á þessa „hittinga“,“ segir Ólafur sem einnig er stjórnarmaður samtak­ anna. Þeir segja tilgang samtakanna vera að hjálpa þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í BDSM, fræða og vera til staðar. „Margir eru hræddir við þetta og svo verðum við líka vör við það að unglingar eru að prófa sig áfram í ýmsu sem getur beinlín­ is verið hættulegt. Við viljum líka ná til þeirra,“ segir Magnús og nefn­ ir þar dæmi um unglinga sem hafi verið að reyna kyrkja hver annan í kynlífstengdum tilgangi. „Bara mjög hættulegt,“ segir hann og ítrekar að öryggi sé fyrir öllu hjá þeim sem ætli sér að stunda BDSM. Tjóðraðar Barbiedúkkur og Playmo-karlar Réttindabarátta samtakanna snýst líka um það að fá BDSM viðurkennt. „Það eru margir sem segja að BDSM sé áhugamál eða lífsstíll. Við viljum að þetta verði viðurkennt hér sem „sexual identity“ eða kynvitund sem er reyndar ekki rétta orðið yfir það. Það hefur verið gert víða í kring um okkur,“ segir Magnús. Hann segir marga uppgötva þessa þörf hjá sér löngu fyrir kynþroskaaldur og þess vegna sé þetta ekki endilega alltaf tengt kynlífi. „Margir eiga til dæmis minningar af sér að tjóðra Barbiedúkkur og Playmo­karla,“ segir hann. Þau segja mikilvægt að upplýsa fólk um það að hér sé ekki um sjúkdóm að ræða. „Það þarf að afsjúkdómavæða hug­ takið. Sumir halda að það sé hægt að lækna fólk af BDSM en það er álíka líklegt og að lækna einhvern af samkynhneigð,“ segir Magnús. Partur af þeim „Þetta er bara partur af manni. Þetta ristir misdjúpt hjá fólki. Fyrir mörg okkar er þetta virkilega stór partur af okkar sjálfsmynd en fyrir öðrum er þetta bara hluti af kynlífi,“ seg­ ir landsbyggðarfulltrúinn Margrét. „Fyrir mig var þetta svolítið eins og að koma út úr skápnum. Það var svo frelsandi að leyfa hlið á manni, sem hafði verið bæld, að koma fram og hætta að skammast sín fyr­ ir einhverjar svona hvatir sem mað­ ur fann fyrir,“ segir hún einlæg og hinir kinka kolli til samþykkis. „Ég held að þetta sé mjög líkt því sem samkynhneigðir og transfólk fer í gegnum þegar það tekur í sátt þenn­ an hluta af sér sem manneskju,“ seg­ ir Margrét. Hún segist hafa sagt sínum nánustu frá þessari hlið sinni og hafi bara orðið vör við stuðning. „Þau tóku líka bara eftir svo mik­ illi breytingu á mér eftir þetta,“ seg­ ir hún. Aðspurð hvenær þau hafi upp­ götvað að þau hefðu þessar kennd­ ir segja þau öll það hafa kom­ ið snemma í ljós. „Hjá mér var það í leikskóla, áhuginn þróað­ ist svo en ég uppgötvaði þetta fyrst í leikskóla,“ segir Ólafur sem hef­ ur verið ófeiminn við að opna um­ ræðuna um blæti. Hans aðalblæti er pollagallar og birtist hann í viðtali í Man Magasín þar sem hann talaði um blætið. „Ég hef hef bara alltaf verið svona,“ segir Magnús aðspurð­ ur hvenær honum hefði orðið ljóst að hann hefði þess konar kenndir. Kinkí útgáfa af Facebook Þau segja marga Íslendinga stunda BDSM en þó séu ekki allir skráðir í fé­ lagið. Um 60–70 manns borga 2.000 króna ársgjald í félagið en mun fleiri eru þó virkir innan senunnar hér­ lendis. „Við hittumst svo einu sinni í mánuði á svokölluðum „mönch hittingum“. Það er bara óformlegur félagsskapur fólks sem hittist á kaffi­ húsi og spjallar bara um pólitík, kinkí hluti og allt hvað eina,“ segir Magnús. Félagið heldur svo reglulega nám­ skeið þar sem fólki er kennt að stunda BDSM. Sérstök flenginga­ og bindi­ námskeið. „Þar er farið í öll helstu ör­ yggisatriði en þau skipta gríðarlega miklu máli,“ segir Magnús og tekur upp tölvuna sína. Þar opnar hann glæruskjal og blaðamaður fær nám­ skeið í örmynd og sér ýmislegt fróð­ legt sem þar leynist. „Það er mikið lagt upp úr öryggi og samþykki,“ seg­ ir Magmús. Á námskeiðunum er ver­ ið að fjalla um hvernig senan er upp­ byggð, hvað fólk þarf helst að varast og svo framvegis,“ segir hann. Þau segja áherslu félagsins í dag vera að minnka fordóma gegn BDSM og blæti af ýmsu tagi. „Áherslan hjá okkur er alltaf að fræða. Við erum til dæmis með heilt námskeið bara í að kynna undirstöðuatriði varð­ andi flengingar og hýðingar,“ seg­ ir Magnús. Mikilvægast af öllu sé að kunna undirstöðuatriðin svo að ör­ yggið sé í hávegum haft. „Það þarf að kenna þetta þannig að þú sért ekki að skaða neinn. Tilgangur til dæmis með flengingum er svo mismunandi. Sumir vilja bara létt „sexual spank­ ing“ meðan þeir eru að elskast uppi í rúmi meðan aðrir vilja fá einhverja aðra útrás. Það getur verið himinn og haf þarna á milli. Við erum bara að kenna hvernig þú átt að byrja,“ segir hann. Þau segja fólk kynnast í gegnum félagið, „munch hittingana“ en líka síðuna Fetlife.com. „Það er svona einskonar kinkí útgáfa af Facebook þar sem allt er að finna og það eru yfir 2.500 íslenskir notendur þar,“ segir Magnús. Spjall og flengingar Fólk sem rúmast innan þessarar svokölluðu senu segir það koma alls staðar að. Flestir hittist í gegnum fyrrnefnda síðu Fetlife.com. Félagið sjálft stendur ekki fyrir „hittingum“ en partí eru haldin reglulega þar sem fólk hittist í þeim tilgangi að kynnast öðrum með þessar hvatir. „Það er þá bara haldið heima hjá einhverjum,“ segir Ólafur. „Þessi partí eru í raun ekkert öðruvísi en önnur partí. Fólk spjallar og kynnist, nema kannski að flestir eru í búningum og svo kannski fer einhver að flengja ein­ hvern. Stundum inni í herbergi eða bara frammi,“ segir Magnús. Fólkið sem mætir er líka með þarfir af alls kyns tagi, sumum hugnast BDSM, aðrir eru með annars konar blæti og það rúmast allt þar. „Það sem við erum að skapa í senunni er öruggt og frjálst umhverfi. Það kemst enginn upp með vitleysu. BDSM­partí er eiginlega öruggasti staðurinn til þess að prófa sig áfram. Um leið og þú segir stopp og viðkomandi virðir það ekki þá er gripið inn í,“ segir Magnús. „Það hljómar kannski sem öfugmæli en BDSM­partí er öruggur staður til að vera á,“ segir Margrét hlæjandi. Strangar reglur gilda í slíkum partíum. Allir þurfa að fá samþykki fyrir því sem fram fer en það er ekki skylda fyrir eneinn að veita sam­ þykki, vera búin að setja sér reglur varðandi það hvernig eigi að gera ljóst þegar hætta á leik. Með makann í bandi Þau segja í raun allt rúmast innan þessa heims. „Blætin eru alls kon­ Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is „Við viljum minnka fordóma og fræða fólk Hulin Þessi er með grímu og klædd í latexgalla. Gallarnir eru sumir hverjir mjög dýrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.