Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 5.–8. september 201410 Fréttir Saga leiðréttingarinnar n Lok umsókna um 80 milljarða leiðréttingu sem hófst með 300 milljarða loforði og tali um hrægamma fyrir kosningar í fyrra Þ að mætti líkja þessu við það að hrægammurinn er í skóginum, við erum með haglabyssu, treystum við okkur til að fara að ná í hann eða treystum við einhverj- um öðrum til þess. Ég skal segja þér hvaða veiði aðferðir við getum not- að,“ sagði þáverandi frambjóðandi Framsóknarflokksins, Frosti Sigur- jónsson, í viðtali í Vikulokunum í Ríkisútvarpinu í aðdraganda þing- kosninganna í apríl í fyrra. Umræðan um stærsta og mik- ilvægasta kosningaloforð Fram- sóknarflokksins, um 300 milljarða skuldaleiðréttingu sem fjármagna átti að stærstu leyti með pening- um úr þrotabúum föllnu viðskipta- bankanna, var þá að ná hámarki. Eigendur bankanna voru kallað- ir „hrægammar“ í þessari umræðu en meðal þeirra voru og eru ýms- ir vogunarsjóðir sem stunda það að kaupa upp skuldabréf fallinna fyrirtækja með það fyrir augum að græða á þeim. Nú voru þessir „hrægammar“ búnir að leggjast á Ísland og þeirri atlögu þurfti að hr- inda með pólitískum aðgerðum og átti að bæta hag íslensks almenn- ings á sama tíma. Öll spjót stóðu á Framsóknar- flokknum og forystu hans og var spurningin í raun og veru einföld. Hvernig ætlaði Framsóknarflokk- urinn að standa við loforðið? Flokk- urinn hafði þá rætt um þennan möguleika til skuldaniðurfellinga í nokkra mánuði þar á undan en útfærðar, tæknilegar lausnir á því hvernig flokkurinn ætlaði að standa við hugmyndina höfðu ekki komið fram. Loforðið lofaði samt sannar- lega góðu. „Jafnvel hærri“ upphæð en 300 milljarðar „Hvernig getur þú ábyrgst að það verði til einhverjir 300 milljarð- ar í samningaviðræðum sem varla eru farnar af stað?“ spurði Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnandi í Kastljósi, Sigmund Davíð Gunn- laugsson, formann Framsóknar- flokksins, meðal annars í viðtali fyr- ir kosningarnar í fyrra. Þessari spurningu svaraði Sig- mundur Davíð á þá leið að fjár- magnið til að ráðast í þessar skuldaleiðréttingar væri til staðar, það væri í hendi. Hann taldi að kröf- uhafar bankanna yrðu að semja um að stór hluti fjármagns þeirra yrði eftir á Íslandi. „Vegna þess að fjár- magnið er til staðar og þeir verða að semja og það liggur ljóst fyrir, meira að segja Seðlabankinn viðurkenn- ir það núna, að það sé ekki hægt að klára þetta öðruvísi en að verulegt fjármagn verði eftir, upphæðin eins og þú nefnir og jafnvel hærri (...) Þetta er sú leið sem við boðum að sé framkvæmanleg og eðlileg.“ „Enn ósvarað“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var hins vegar einn þeirra sem taldi að Sigmund- ur Davíð hefði ekki útskýrt nægi- lega vel hvernig flokkurinn ætlaði að efna loforðið. Um viðræðurn- ar við kröfuhafana og loforð Fram- sóknarflokksins sagði hann í kosn- ingasjónvarpi RÚV í apríl 2013. „En að munum við græða í leiðinni 200 eða 300 milljarða eða hvað það er sem Framsóknarflokkurinn er að lofa. Það er fugl í skógi; hann er ekki í hendi. […] Ég tók eftir því að mér fannst Sigmundur Davíð alls ekki svara því hvernig þetta ætti að ger- ast. Þessu er enn ósvarað af Fram- sóknarflokksins hálfu. Að lofa því fyrirfram að þarna verði til 200 milljarðar fyrir heimilin, það finnst mér einfaldlega vera óábyrgur mál- flutningur.“ Sigmundur Davíð taldi hins vegar, á sama vettvangi í umræðu- þætti í Ríkissjónvarpinu, að Bjarni hefði rangt fyrir sér og að tillög- ur Framsóknarflokksins væru ekki „fugl í skógi“. „Formaður Sjálf- stæðisflokksins reyndar heldur því fram að þetta sé fugl í skógi þannig að það sé ekki á þetta að treysta. Vandamálið er bara að fuglinn er hrægammur og við þurfum að grípa hann áður en hann fer í hreiðrið.“ Engar fullmótaðar hugmynd- ir um skuldaleiðréttinguna lágu því fyrir hjá Framsóknarflokkn- um í aðdraganda kosninganna en markmiðið var samt skýrt: Að nota fjármuni úr þrotabúum föllnu bankanna til að lækka húsnæðis- skuldir almennings á Íslandi. Þetta markmið átti þá að nást með við- ræðum og samningum við kröf- uhafa bankanna. Slíkar viðræður hafa svo ekki farið fram síðastliðið eitt og hálft frá kosningum, svo vit- að sé. 80 milljarða málamiðlun Eftir kosningarnar myndaði Fram- sóknarflokkurinn ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir að hafa fengið tæplega fjórðung atkvæða. Ljóst var á þeim tímapunkti að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn myndu þurfa að semja um ein- hvers konar útfærslu á skuldaleið- réttingarhugmyndum Framsóknar- flokksins. Kosningaloforðið var hið langstærsta og mikilvægasta hjá Framsóknarflokknum og lá ljóst fyrir að flokkurinn gæti ekki hvikað frá því að öllu leyti þó að flokkurinn þyrfti hugsanlega að draga í land þegar sest yrði yfir útfærsluna á hugmyndunum. Sigmundur Davíð sagði líka á þeim tíma, eftir að hann fékk umboð til stjórnarmyndunar- viðræðna frá Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands, að útfærsla á skuldaleiðréttingarhugmyndunum væri forsenda fyrir myndun ríkis- stjórnar. Við tók nokkurra mánaða vinna með sérfræðingum og ráðgjöfum sem endaði á þeim hugmyndum sem ríkisstjórnin kynnti svo í lok árs í fyrra. Inntakið í þeim hugmyndum var niðurfærsla upp á samtals 150 milljarða sem fjármagna átti með sérstökum bankaskatti á þrotabú föllnu bankanna upp á 80 milljarða króna og 70 milljarðar áttu að koma með ráðstöfun á séreignarlífeyr- issparnaði upp í höfuðstólslækk- un húsnæðislána. Þessi niður- staða fékkst hins vegar án samráðs eða viðræðna við kröfuhafana. Um var að ræða einhliða setningu á bankaskatti. Mikil þátttaka Í vikunni var svo lokað fyrir um- sóknir um leiðréttingu á verð- tryggðum húsnæðislánum, sem og séreignarúrræðinu, og verður ekki annað sagt en að þátttakan í skuldaniðurfellingunni hafi ver- ið mikil. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum bárust 69 þúsund um- sóknir um niðurfellinguna frá 105 þúsund einstaklingnum. Nánast allir sem áttu rétt á skuldaniðurfell- ingunni sóttu um hana. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra var eðlilega ánægður með þessa þátttöku. Í samtali við fréttastofu RÚV sagði hann í vikunni: „Það sýnir að þetta var eitthvað sem beðið var eftir og menn voru tilbúnir til að taka þátt í. Nú bíðum við bara eftir að sjá „Þetta er sú leið sem við boðum að sé framkvæmanleg og eðlileg Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.