Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 25
Fréttir Erlent 25Helgarblað 5.–8. september 2014 Vinna berfættir Við niðurrif skipa n Skipafélög hætta að senda skip til Bangladess n Vinna við slæmar aðstæður E itt stærsta skipafélag heims, þýska fyrirtækið Hapag- Lloyd, hefur ákveðið að hætta að senda úrelt skip til niðurrifs í Bangladess eins og félagið hefur gert um árabil. Ástæð- an er slæmur aðbúnaður verka- manna sem vinna við niðurrifið. Breska ríkis útvarpið, BBC, fjallaði um málið á dögunum. Skapar þúsundir starfa Aðbúnaður verkamanna sem vinna við að rífa niður gömul og ónýt skip hefur verið aðilum í skipa- iðnaði hugleikinn undanfarin miss- eri. Í Bangladess, þá sérstaklega við strendur næstfjölmennustu borgar landsins, Chittagong, blómstrar þessi iðnaður og skapar þúsundum starf. Eins og gefur að skilja er það ekki með öllu hættulaust að rífa niður skip sem vega þúsundir tonna. Fyrirtæki hafa séð hag sín- um best borgið með að senda skip- in til niðurrifs í Bangladess enda er tilkostnaðurinn lítill. Þess vegna er það freistandi fyrir stórfyrirtæki að senda skipin þangað í stað þess að senda þau á öruggari staði þar sem tilkostnaðurinn er meiri. Vinna berfættir Ákveðin vitundarvakning virðist þó vera að eiga sér stað enda vinna þessir verkamenn við mjög hættu- legar aðstæður og er lítil áhersla lögð á að tryggja öryggi þeirra. Ekki er óalgengt að verkamennirnir séu berfættir og þá er talið að einn af hverjum tíu sem vinna við niður- rif skipa í Chittagong sé undir 18 ára aldri. Tveir verkamenn deyja við störf sín að meðaltali á mánuði, að sögn samtakanna Young Power in Social Action sem láta sig aðbúnað verkafólks í Bangladess sig varða. Fjórir létust vegna kolsýringseitrun- ar í apríl síðastliðnum. Margir gætu misst vinnuna „Við ákváðum að við vildum ekki senda skipin okkar þangað,“ segir talsmaður Hapag-Lloyd og vísar til Chittagong. Fyrirtækið hefur ákveðið að senda skipin frekar til Kína þar sem aðstæður verkafólks eru mun betri en í Bangladess. Þetta kostar fyrirtækið stórar fjárhæðir og segjast forsvarsmenn fyrirtækisins þurfa að greiða allt að 350 milljónum króna meira fyrir að senda skipin til Kína. Þessi ákvörðun Hapag-Lloyd og danska fyrirtækisins Maersk sem ákvað slíkt hið sama fyrir nokkru – auk annarra fyrirtækja sem íhuga að fylgja fordæmi þeirra – gerir það að verkum að þúsundir gætu misst vinnuna í Chittagong. Ekki þarf að taka fram að þetta er ein helsta at- vinnugrein íbúa borgarinnar. 470 krónur á dag „Þessir verkamenn þéna fjóra dollara á dag. Það er ekki neitt sé litið til þess hversu hættulegt starf- ið er. Þetta fólk veikist og deyr,“ seg- ir Muhammed Ali Shahin sem berst fyrir auknum réttindum verkafólks í Chittagong. Fjórir dollarar sam- svara um 470 krónum á dag og má því áætla að mánaðarlaun verka- mannanna á ströndum Chitta- gong séu um 10–12 þúsund krónur. Muhammed segir að verkamennirn- ir séu berskjaldaðir fyrir eiturefnum og deyi oft langt fyrir aldur fram. „Þverbrotið á fólki“ Muhammed segist telja að farsæl- ast væri að stór skipafyrirtæki fjár- festu í og byggðu niðurrifsstöðv- ar í Bangladess. „Það ætti að færa þessa starfsemi af ströndinni,“ segir hann en bætir við að fyrst og fremst ætti að tryggja betur að- búnað og réttindi verkafólks. „Það er þverbrotið á þessu fólki. Hér er unnið í 12 til 16 tíma á dag og fólk fær engan öryggis búnað. Verka- fólk deyr hér á hverjum degi,“ seg- ir hann. n Chittagong Hér sjást þrír starfsmenn með öryggis- hjálm. Skipaniðurrif er stór iðnaður í Chittagong. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is „Hér er unnið í 12 til 16 tíma á daga og fólk fær engan öryggisbúnað. Erfiðar aðstæður Langflestir verkamenn sem vinna við skipaniðurrif í Chittagong nota ekki öryggisbúnað. Berfættir Eins og sést á þessari mynd nota verkamenn ekki skó með stáltám eins og eflaust myndi tíðkast annars staðar en í Bangladess. Þeir eru berfættir. Mjög veikir eftir sveppaát Fimm manns voru fluttir alvar- lega veikir á sjúkrahús í Noregi eftir að hafa borðað reifasvepp. Reifasveppir, einnig þekktir undir nafninu Serkir, eru mjög eitraðir og er talið að þeir verði valdir að 95 prósent dauðsfalla vegna sveppaeitrunar í heim- inum. Norskir fjölmiðlar greina frá því að allir sjúklingarnir hafi verið fluttir á Gjövík-sjúkrahús- ið en flytja hafi þurft þrjá þeirra á Ulleval-sjúkrahúsið í Ósló þar sem ástand þeirra var talið mjög alvarlegt. Eitrið í svepp- unum getur haft mjög skaðleg áhrif á líffæri og eyðilagt lifrina og nýrun. Hálfur til einn svepp- ur getur verið banvænn. Saklausir í fangelsi í 30 ár Þrjátíu árum eftir að hafa verið dæmdir vegna nauðgunar og morðs á ellefu ára stúlku, Sabrinu Bui, eru hálfbræðurn- ir Henry McCollum og Leon Brown lausir úr fangelsi. Þetta ákvað dómari í vikunni eftir að DNA-sönnunargögn leiddu í ljós að annar maður framdi glæpinn. McCollum, sem er 50 ára, hlaut dauðadóm en Brown, sem er 46 ára, lífstíðar- fangelsi. Talið er að lögregla hafi beitt þá miklum þrýstingi og þving- að þá til að játa á sig morðið á sínum tíma. Þetta var gert jafnvel þó að annar grunaður einstaklingur, Roscoe Artis, sem bjó skammt frá staðnum þar sem lík stúlkunnar fannst, hefði játað að hafa framið sam- bærilegan glæp á svipuðum tíma. Artis, sem er 74 ára, situr bak við lás og slá vegna þess máls, morðs og nauðgunar á 18 ára stúlku sem fannst látin innan við mánuði eftir að lík Sabrinu fannst. DNA-rannsóknin leiddi einmitt í ljós að allar líkur séu á að Artis hafi framið glæpinn. Erfðaefni hans fundust á sígar- ettustubbi sem fannst skammt frá líkinu. Bræðurnir eru báðir þroskaskertir og sagði dómar- inn, sem kvað upp úrskurðinn að þeim skyldi sleppt, að það væri skelfileg tilhugsun að hægt væri að fangelsa menn fyrir glæp sem þeir komu ekki nálægt. Lögmaður McCollums sagði að það hefði fengið mik- ið á skjólstæðing sinn að sitja á dauðadeild. Hann hefði kynnst mörgum föngum sem síðar voru teknir af lífi. „Það er ekki hægt að koma orðum að því hvað þessir menn hafa gengið í gegnum og hversu miklu þeir hafa misst af,“ sagði verjandi hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.