Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 28
28 Umræða Helgarblað 5.–8. september 2014 Vel tímastillt viðspyrna Umsjón: Henry Þór Baldursson T ryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri skuldaleið- réttingarinnar, setti fram efasemdir um fjármögnun afskriftanna í Ríkisútvarp- inu í vikunni. Ef ekki næst að fjár- magna aðgerðirnar, meðal annars með bankaskattinum á þrotabú föllnu bankanna þriggja, þá kann að vera að hætt verði við þær. „Ég held að varaplanið sé alltaf það að afturkalla hluta aðgerðanna, þetta er háð fjármögnun á hverju ári,“ sagði Tryggvi Þór. Stærsta kosningaloforð Fram- sóknarflokksins, eða stórlega milduð útgáfa þess, mun því ekki komast til framkvæmda nema að litlu leyti. Þetta hlýtur að þýða að ríkið þarf að bíða með það að fram- kvæma 80 milljarða skuldaleið- réttinguna á næstu fjórum árum. Annars verður ríkið búið að leggja út í 80 milljarða útgjöld í formi höf- uðstólslækkana sem ekki er víst að fjármögnun fáist fyrir. Bankaskatturinn er lagður á – hann á að skila ríkissjóði um 23 milljörðum á ári næstu fjögur árin – og svo verður séð til hvort hann heldur fyrir dómstólum, fari svo að slitastjórnir föllnu bankanna höfði dómsmál gegn ríkinu til að sjá hvort skatturinn sé lögmætur. Steinunn Guðbjartsdóttir, formað- ur slitastjórnar Glitnis, hefur alltaf sagt að bankinn muni láta reyna á lögmæti skattsins. Nánast má full- yrða að þetta verður gert. Einungis einn af föllnu viðskiptabönkunum þremur þarf að fara í mál gegn rík- inu til að láta reyna á réttmæti skatt- heimtunnar. Hafi sá banki betur er komið fordæmisgildi sem hinir bankarnir geta þá grundvallað mál- sókn, eða kröfugerð, gegn ríkinu á. Ef slíkt dómsmál verður höfðað og klárað á næstu mánuðum, og ef þrotabúin hafa betur, getur kom- ið til þess að íslenska ríkið þurfi að endurgreiða þrotabúum bankanna umræddan bankaskatt til baka með vöxtum. Dragist dómsmál út af bankaskattinum á langinn kann að vera að þrotabú föllnu bank- anna verði aftur rukkuð um skatt- inn að ári. Þannig mun hugsanleg skuld ríkisins við þrotabú bank- anna vaxa ár frá ári, komi til þess að dómstólar dæmi bankaskattheimt- una ólöglega. Hvað gerist svo í kjöl- farið er óljóst. Íslenska ríkið mun þá að minnsta kosti þurfa að taka á sig þær skuldbindingar sem fel- ast í þeirri upphæð sem höfuðstóll skulda hefur verið lækkaður um í leiðréttingunni. Hvernig svo sem ríkið fer að því. Alveg ljóst er að rík- isvaldið mun ekki geta krafið þá um endurgreiðslu sem sótt hafa um og fengið höfuðstólslækkun. Hvað gengur Tryggva Þór eig- inlega til með þessum orðum sín- um? Hann er einfaldlega að benda á þann möguleika, þann sannleika, að hugsanlega sé fjármögnun leið- réttingarinnar enn þá „í skógi“, svo notað sé orðalag Bjarna Benedikts- sonar um fjármögnun kosninga- loforðs Framsóknarflokksins í apr- íl í fyrra. Ætli ekki sé rétt að þakka Tryggva Þór fyrir hreinskilnina. Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, var hins vegar ekki sátt við þessi orð Tryggva Þórs. Hana má skilja sem svo að að- gerðirnar verði fjármagnaðar úr rík- issjóði ef ekki næst að fjármagna þær með bankaskattinum, ef hann verður dæmdur ólögmætur það er að segja. „Við framsóknarmenn og ríkisstjórnin öll stöndum að þess- um aðgerðum og það verður ekki dregið til baka eins og Tryggvi er að smeygja að. Raunverulega skil ég ekki hvaðan Tryggvi hefur þess- ar hugmyndir.” Lét Vigdís einnig í veðri vaka að spurningin um fjár- mögnunina á skuldaniðurfell- ingunni væri pólitísk og að Tryggvi Þór ætti ekki að blanda sér í póli- tík sem verkefnisstjóri skuldaleið- réttingarinnar. Miðað við þessi orð Vigdísar virðist ríkisstjórnin ekki vera með plan B: Hvað gerist ef bankaskatturinn heldur ekki fyr- ir dómi? Vigdís virðist fullviss um að ríkissjóður standi þá undir leið- réttingunni án bankaskattsins. Alveg sama hvernig málið fer þá bendir Tryggvi Þór á mikilvægt atriði. Ef bankaskatturinn held- ur ekki fyrir dómi og ekki er hægt að fjármagna skuldaleiðréttinguna með honum þá þarf annaðhvort að finnna aðra fjármögnunarleið eða hætta við aðgerðirnar. Þau Tryggvi Þór og Vigdís deila bara um hvað muni gerast ef bankaskatturinn verður dæmdur ólögmætur. Vigdís segir að skuldaafskriftirnar muni eiga sér stað jafnvel þó svo verði á meðan Tryggvi Þór efast um það. Ef Vigdís heldur því til streitu sem hún segir mun það því meðal annars hvíla á henni sem formanni fjárlaganefndar og meðlimi í hag- ræðingarhópi ríkisstjórnarinnar að finna fjármagnið sem ríkissjóður ætlar að nota í verkið. Hvar það fjár- magn verður klipið saman er erfitt að segja auðvitað. Sama hvernig á málið er litið þá er ekki hægt að segja að fjármögnun leiðréttingar- innar sé í hendi. n 80 milljarða fugl í skógi Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Kjallari „Við framsóknar- menn og ríkis- stjórnin öll stöndum að þessum aðgerðum og það verður ekki dregið til baka eins og Tryggvi er að smeygja að. 1 „Loforð ykkar eru einskis virði“ „Vonandi hefur þetta einhver áhrif – en ég á ekki von á því,“ segir Agla Þyri Kristjánsdóttir í samtali við DV en mynd sem hún deildi á Facebook-síðu sinni á sunnudag, af greiðsluseðli vegna íbúðaláns frá árinu 2006, hefur vakið talsverða athygli. 52.868 hafa lesið 2 Hótaði á gamlárskvöld: „Það styttist í helvítið Ásdís. Þú valdir þetta“ Erlendur Þór Eysteinsson, 64 ára, var í júlí dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir grófar hótanir og brot á nálgunarbanni sem lagt hafði verið á hann. Líkt og DV hefur greint frá var fyrrverandi sambýliskona hans, Ásdís H. Viðars- dóttir, brotaþoli í málinu, en hún steig fram í maí síðastliðnum og sagði sögu sína í Kastljósi. 51.140 hafa lesið 3 Skelfileg viðbrögð fjölskyldu eftir að ungur maður kemur út úr skápnum: „Þú ert helvítis hommi“ Daniel Ashley Pierce er tvítugur Bandaríkja- maður sem kom út úr skápnum í október síðastliðnum. Á þeim tíma sýndi faðir hans engin viðbrögð og stjúpmóðir hans virtist sýna honum stuðning. 43.767 hafa lesið 4 Áttaði sig eftir að hafa horft á Titanic Park Yeon-mi áttaði sig á því að eitthvað var bogið við fæðingarland sitt, Norður-Kóreu, eftir að hafa laumast til að horfa á bandarísku stórmyndina Titanic. 41.925 hafa lesið 5 Mikið álag á fjölskylduna sem skiptir á milli sín vöktum Fyrir rúmum fjórum árum var Margrét Stefánsdóttir að hjóla heim til sín úr miðbænum í vesturbæinn. Hún féll af hjólinu og höfuðið slengdist utan í gangstéttarbrún. Slysið breytti lífi Margrétar og fjölskyldu hennar. 41.179 hafa lesið 6 „Ég vil bara græða á þessu“ „Ég er hamingjusöm og geri þetta vegna þess að ég vil gera þetta. Ekki vegna þess að ég er neydd til þess og ég er ekki beitt ofbeldi,“ segir kona á sextugsaldri sem búsett er í úthverfi Reykjavíkur og stundar vændi. 40.874 hafa lesið Ósammála Tryggvi Þór Herbertsson og Vigdís Hauksdóttir eru ósammála um hvað muni gerast ef ekki næst að fjármagna skuldaleiðréttinguna með bankaskattinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.