Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 15
Helgarblað 5.–8. september 2014 Fréttir 15 Reykjavíkurborg Reykjavík City grants Granty Miasta Reykjavík Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2015. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: • félags- og velferðarmála • skóla- og frístundamála • íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningarmála Á www.reykjavik.is/styrkir er hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um umsóknarferli. Einnig er þar að finna reglur um styrkveitingar og nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og eru einungis teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Við mat á umsóknum munu reglur Reykjavíkurborgar um styrki og mannréttindastefna Reykjavíkurborgar vera höfð til hliðsjónar. Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Þá eru styrkir allajafna hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til greiðslu fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi: • markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð • hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf • hvort unnt sé að meta framvindu verksins • hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur • væntanlegum árangri og ávinningi fyrir umrædda starfsemi • fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undirgangast ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um styrki. Gert er ráð fyrir að úthlutun nefnda og ráða verði lokið í ársbyrjun 2015. Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má senda á netfangið: styrkir@reykjavik.is More information: styrkir@reykjavik.is Wiecej informacji: styrkir@reykjavik.is Styrkir Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/styrkir www.reykjavik.is Vilja vera góðir foreldrar n FMB-teymi sinnir foreldrum með alvarleg geðræn vandamál og fíknivanda n Mikilvægt að vandinn flytjist ekki milli kynslóða Hvað er FMB Foreldar – meðganga – barn? FMB-teymið leggur sérstaka áherslu á að vinna með tengsla- myndum foreldra og barns. Um er að ræða sérhæft viðbótarúrræði við venjulega þjónustu geðsviðs og kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Meðferðin er tímabundið inngrip og þverfag- leg nálgun sem miðar að því að mæta þörfum hverrar fjölskyldu sem best. Reynt er að tryggja að þjónustan sé samhæfð og að viðeigandi upplýsingar berist á milli þjónustuaðila. Lögð er áhersla á að fagaðilar mismun- andi stofnana hittist reglulega á samráðsfundum. Um er að ræða Landspítalann, heilsugæsluna, félagsþjónustuna og barnavernd. Fjölskyldubrú er eitt það úrræða sem boðið er upp á fyrir fjölskyldur þegar FMB-teyminu sleppir. Um er að ræða alþjóðlegt meðferðar- úrræði sem hefur gefið góða raun á Íslandi. Þar er tekið á móti börnum frá 6 til 18 ára en hér á landi hefur verið meiri sveigjanleiki hvað aldurinn varðar. Gunnlaug segir það hafa reynst mjög vel að tala við fjölskyldur þar sem börnin eru uppkomin. Þá er um að ræða einstaklinga sem hefur ekki verið sinnt sem skyldi. „Við erum með uppsafnaðan vanda sem við verðum að sinna. Vandinn er þá jafnvel búinn að vera til staðar síðan þessir einstaklingar voru litlir. Það er mjög frelsandi fyrir fólk að átta sig loksins á því að vandinn var ekki þeim að kenna. Það var ekki þeim að kenna að mömmu leið illa eða að heimilið var eins og það var.“ Gunnlaug segir svipuð vanda- mál birtast hjá hjá börnum sem eiga foreldra sem glíma við alvarlega líkamlega sjúkdóma, andlega sjúkdóma og fíknivanda. En meðferð Fjölskyldubrúar hefur einnig verið heimfærð yfir á fjölskyldur þar sem foreldrarnir glíma við langvinn líkamleg veikindi. „Þessi börn eru gjörn á að taka ábyrgð á aðstæðum heima fyrir. Þau eru stöðugt óttaslegin, halda lítilli einbeitingu í skóla, þau eru með hugann heima og eru hrædd um að það komi eitthvað fyrir pabba eða mömmu. Þannig að þetta truflar þau mjög mikið í daglegu lífi. Þau vilja ekki fá vini heim því þau geta ekki treyst ástandinu heima. Þau geta ekki treyst viðbrögðunum þegar þau koma heim, hvernig eru pabbi og mamma stemmd? Þetta skapar rosalega mikinn kvíða hjá barni og bara það að tala um það hjálpar. Það er mjög frelsandi.“ og nefnir sem dæmi Rúmeníurann- sóknina þar sem munaðarlaus börn voru látin afskipt í þrjú ár og sýndu óafturkræfan skaða. „Það vantaði í raun hluta af framhluta heilans í þau, hann bara þroskaðist ekki. En það er mjög öfgafullt dæmi um það hvern- ig hlutirnir geta farið. Við erum sem betur fer ekki að horfa upp á svoleið- is hluti hér.“ Elísabet bendir þó á að ef andleg vanræksla heldur áfram og verður viðvarandi eftir fæðingu þá geti það haft ýmiss konar áhrif, þótt þau verði ekki jafn slæm og í Rúm- eníudæmi Gunnlaugar. Í slíkum til- fellum virðast börnin þroskast og stækka hægar. „En það er hægt að vinna með allt. Flest börn eiga tvo foreldra eða einhverja nákomna sem sinna þeim. Oft eru pabbarnir til dæmis í góðu jafnvægi þrátt fyrir erf- iðan geðsjúkdóm móður og þeir geta bætt barninu upp það sem það vant- ar,“ segir Elísabet Vilja vera öðruvísi en mæður sínar Það jákvæða er hins vegar að flestar konurnar vilja undantekningarlaust fá hjálp við að vinna sig út úr þeim erfiðu aðstæðum sem þær eru í og tengjast börnunum sínum. Elísabet bætir því við að margar kvennanna vilji vera öðruvísi heldur en mæður þeirra voru, og það er eitt af hlutverki teymisins, að hjálpa þeim að finna út hvað það er sem þær vilja gera bet- ur. Aðspurðar segjast þær hafa séð góðan árangur af meðferðinni sem boðið er upp af FMB-teyminu. En nú er að fara í gang árangursmat á teyminu, sem og miðstöð foreldra og barna. „Þetta verður samkeyrð rann- sókn og þá munum við vonandi sjá jákvæða niðurstöðu. En upplifun- in er sú að við séum að hjálpa,“ segir Gunnlaug. Alltaf hugsað í skammtímalausnum Meðferðin sem FMB-teymið býður upp á er miðuð við fyrsta árið í lífi barnsins. Sumir þurfa hins vegar stuðning í styttri tíma og aðrir lengri og er þá reynt að veita hann. Teymið reynir eftir bestu getu að tryggja að fjölskyldan fái áfram stuðning þegar þeim sleppir. „Börnin hafa þörf fyrir að foreldrarnir fái hjálp,“ segir Elísabet. Gunnlaug segir þó kerfið á Íslandi að mörgu leyti gallað þegar kemur að eftirfylgni með börnum eða fjölskyldum sem lifa við erfiðar aðstæður. „Vandinn á Íslandi er sá að við hugsum alltaf í skammtíma- lausnum og það er agalegt fyrir börn, ef það þarf að styðja við þau, að úrræðin séu alltaf bara til þriggja mánaða í senn. Og alltaf að koma inn nýtt fólk. Við viljum sjá pólitíska samstöðu um að þetta sé gert vel.“ Þær Gunnlaug og Elísabet eru mjög ánægðar með það hvernig verk- efnið hefur þróast, en það er í raun fyrst núna að komast á koppinn. Draumurinn er að í framtíðinni verði hægt að bjóða upp á dagdeild á vegum teymisins sem lið í virkri endurhæfingu. n Hvað tekur við? Frelsandi fyrir börnin að fá að tala „Það sem við erum fyrst og fremst að hugsa um er að reyna að forðast að vandamál færist frá einni kynslóð til annarrar, að svokallaður millikynslóðaflutningur eigi sé stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.