Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 46
Helgarblað 5.–8. september 201446 Lífsstíll Á forsíðu eins stærsta dagblaðs Skotlands Íslenski víkingurinn Heiðar Geirmundsson vekur athygli á Hálandaleikunum í Skotlandi É g er búinn að keppa á 21 Há- landaleik í sumar,“ segir Heiðar Geirmundsson, eða Heisi eins og hann er jafnan kallaður, í samtali við DV. Leikarnir hafa farið fram víðs vegar um Skotland og þá hefur hann einnig keppt í Belgíu og er þessa dagana að undirbúa sig fyrir stórt mót sem haldið verður í Bandaríkjunum í lok september. Þá mun hann keppa á Íslandsmótinu í Hálandaleikum sem haldið verður á Ljósanótt í Keflavík um helgina en þar hefur Heisi titil að verja. Fjögur ár í röð hefur hann hampað titlinum Íslandsmeistari í Hálandaleikum. Blaðamaður sló á þráðinn til Heisa og forvitnaðist um þessa merkilegu íþrótt. Þjóðarstolt Skota „Á skoskum Hálandaleikum er keppt í steinkasti, lóðkasti, bæði á vegalengd og hæð, og svo köstum við drumbum,“ segir Heisi en sameigin- legur árangur úr öllu þessu sker úr um sigurvegara mótsins. „Þessu er kastað á skoskan máta en löng hefð er fyrir Hálandaleikum hér úti. Ég keppti á mínum fyrstu Hálandaleikum fyr- ir fjórum árum en þetta er fyrsta árið sem ég geri þetta af einhverri alvöru. Þá á ég við að ég æfi mig sérstaklega undir leikana og keppi mjög oft.“ Mikið er fjallað um Hálandaleik- ana í Skotlandi og nýtur íþróttin mik- illar virðingar. „Þetta er þjóðarstoltið. Það eru Hálandaleikar og viskí,“ segir Heisi og hlær. „Sem dæmi eru menn teknir í lyfjapróf. Þeir sömu og sjá um að lyfjaprófa á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum sjá um Há- landaleikana. Mér finnst þetta góður kostur við íþróttina því það heldur öllum á jöfnum grundvelli.“ Húðflúraði víkingurinn úr norðri Heisa var boðið á heimsmeistara- mótið í Hálandaleikum í Skotlandi sem er svokallað boðsmót. Einungis þeir bestu í heiminum fá að keppa og fékk Heisi boð. Mikið var skrifað um mótið og aðdraganda þess í skoskum fjölmiðlum og meðal annars fjallað ítarlega um erlenda keppendur. „Þeir settu mig á forsíðu eins stærsta dag- blaðsins hérna úti. Það var mjög gam- an,“ segir Heisi en bæði hafa blöðin Scotland Now og The Scotsman fjall- að um hann. Þar er honum lýst sem húðflúraða víkingnum úr norðri sem er í blóð borið að kasta þungum stein- um enda alinn upp innan um hraun- breiður vesturhluta Íslands. Heisi hafnaði í níunda sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Skotlandi í lok ágúst og segist afar ánægður með þann árangur. Sérstak- lega þar sem hann hafi ekki stundað íþróttina lengur en raun ber vitni. „Ég bætti mig í nokkrum greinum þannig að ég get ekki kvartað.“ Raunveruleikastjarna En það eru ekki aðeins skoskir blaða- menn sem hafa sýnt Heisa áhuga í sumar heldur var hann einnig beðinn um að leika í tveimur bandarískum raunveruleikaþáttum í sumar, Nitro Circus og Duck Dynasty. „Það var bara fyrir tilviljun. Af því að ég er að keppa í Hálandaleikunum og lít út eins og ég lít út þá vildu þeir endi- lega fá mig í þættina. Sjálfur fylgist ég ágætlega með báðum þáttum og var því mjög sáttur við að detta óvart inn í þetta,“ segir Heisi. Þættirnir voru báðir teknir upp í sumar og hafa enn ekki verið sýndir í sjónvarpi. Upphefja sportið á Íslandi Heisi segir langa hefð fyrir Há- landaleikum á Íslandi en Jón Páll Sig- marsson hafi meðal annars keppt í íþróttinni á sínum tíma. Hins vegar hafi lítið farið fyrir leikunum og þeir einhverra hluta vegna hafðir bak við tjöldin. „Núna er verið að reyna að blása smá lífi í þetta aftur og eru margir góðir strákar að keppa hverju sinni. Vonandi verður því meira gert úr þessu á Íslandi í framtíðinni. Pétur Guðmundsson, þjálfari hjá ÍR, heldur alfarið utan um þetta er að reyna að upphefja sportið. Hann á svo sannar- lega hrós skilið fyrir það. Hann hefur meðal annars hjálpað mér mjög mik- ið við að komast áfram í íþróttinni og á ég honum mikið að þakka.“ Þá segir Heisi íþróttina ekki að- eins vera fyrir karla – konur keppi einnig í Hálandaleikum. „Það er ein íslensk stelpa að keppa í þessu sem ég hitti reglulega hérna úti á stórmót- unum,“ segir Heisi. Komst áfram á útlitinu Heisi hefur áður æft bæði kraftlyft- ingar og aflraunir. Þar áður æfði hann frjálsar íþróttir af miklum móð en hann segir Hálandaleikana í raun bara „aðeins öðruvísi út- gáfu af frjálsum“. Aðspurður hvern- ig hann hafi fyrst komist í kynni við Hálandaleika segir Heisi: „Ég fékk bara símtal frá Skotlandi þar sem ég var spurður hvort ég gæti keppt í Hálandaleikum og var boðið út. Fé- lagi minn hringdi sem sagt í mig en hann hafði verið að keppa í þessu og mælti mér þarna úti. Hann sagði að ég liti út eins og víkingur og það yrði flott að hafa mig með. Það má því eiginlega segja að ég hafi dottið inn í þetta vegna þess hvernig ég lít út. Þannig fékk ég tækifærið.“ En hvað er svona heillandi við Hálandaleikana umfram til dæmis kraftlyftingarnar? „Mér finnst þetta einhvern veginn heilbrigðara,“ svarar Heisi. „Maður er bara að kasta og þetta er ekkert alltof þungt. Meiri áhersla er lögð á tækni einhvern brjálaðan styrk. Það er líka einhvern veginn léttara yfir mönnum. Þó svo að menn séu á heimsmeistaramót- um þá eru allir spjallandi og að djóka. Kannski af því að líkamlega áherslan er ekki jafn gífurleg. Maður verður allavega ekki jafn lúinn eftir þetta og kraftlyftingarnar. Ég held að ég muni allavega endast lengur í þessu sporti líkamlega séð,“ segir hann. Fjölskylduvæn íþrótt Heisi býr úti í Perth í Skotlandi og stundar þar nám í flugvirkjun. Um helgar keppir hann í Hálandaleikum. Eiginkona Heisa er Oddný Assa Jó- hannsdóttir og saman eiga þau tveggja ára son, Óðin. Eins og stað- an er í dag eru þau í fjarbúð þar sem Óðinn er á leikskóla á Íslandi. Heisi segir það ekkert mál enda sé stutt að fljúga á milli. Fjölskyldan fylgir Heisa iðulega á Hálandaleikana enda eru þeir afar fjölskylduvænir að sögn Heisa. „Það er nóg að gera fyrir alla. Þetta eru ekki bara karlar að kasta. Sem dæmi er einnig keppt í Hálanda- glímu og sérstökum Hálandadansi. Óðinn fílar þetta í botn,“ segir Heisi og líkir þessu við bæjarhátíðirnar sem haldnar eru víðs vegar um Ís- land á sumrin. „Það eru hátíðir í öll- um bæjunum hérna og á sama tíma eru haldnir Hálandaleikar. Ég ferðast í raun bara á milli hátíðanna.“ Heisa líður mjög vel í Skotlandi og getur vel hugsað sér að setjast þar að eftir nám. „Hér er ódýr matur og ódýrt húsnæði og allir eru bara eitt- hvað svo kurteisir og þægilegir,“ segir hann að lokum. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Feðgar í skotapilsum Heisi ásamt syni sínum Óðni. Mynd ÚR einKaSaFni Víkingurinn úr norðri Heisi var nýlega á forsíðu eins stærsta dagblaðs Skotlands. Staurakast Þetta er líklega sú grein sem flestir tengja við Hálandaleikana. Mynd ÚR einKaSaFni Lóðkast Reglur Hálandaleika segja til um að keppendur verði að vera í skotapilsum og hnéháum sokkum. Mynd ÚR einKaSaFni „Þetta er þjóðar- stoltið. Það eru Hálandaleikar og viskí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.