Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 62
62 Fólk Helgarblað 5.–8. september 2014 Á glæsilegum Range Rover Björn Leifsson á einn flottasta Range Rover landsins A thafnamaðurinn Björn Leifs son, betur þekktur sem Bjössi í World Class, fjárfesti nýlega í glænýjum og glæsilegum Range Rover Au- tobiography TDV6 3,0d. Bíllinn, sem er árgerð 2014, kostaði rúmar 27 milljónir en með aukahlutum rúmar 30 milljónir. Bíllinn er sjálfskiptur, 258 hestafla dísilbíll og hlaðinn aukahlutum. Á meðal aukahluta er litað gler í aft- urrúðum, svartar felgur, upphit- að leðurviðarstýri og fjarhitun auk þess sem búnaður hjálpar öku- manni að leggja í stæði. Samkvæmt sölustjóra BMW og Range Rover hjá BL ehf. seljast á milli fjórir til sex slíkir bílar á ári en sölustjórinn segir fæsta þeirra fara þó yfir 25 milljóna króna mark- ið. Það er því ljóst að Bjössa bíll er með þeim flottari á landinu. Sölustjórinn sagði mikla auk- ingu í sölu á öllum bílum en vildi ekki tjá sig um þennan tiltekna bíl. „Það er alveg sama hvaða bíla við skoðum. Að fara úr engu í eitthvað, það er aukning.“ Sérstakur bílasérfræðingur DV segir bílinn einn af flottustu jepp- um landsins. „Þú færð ekki flottari bíl en þetta. Range Rover með öllu. 30 kúlur. Það toppar það ekkert.“ Björn neitaði að ræða við blaða- mann þegar leitað var eftir því. n Alvöru kaggi Range Rover Autobiography TDV6 3,0d Flottur á því Nýi bíllinn hans Bjössa hlýtur að þykja einn sá flottasti í dag. Hlaðinn aukahlutum Á meðal aukahluta er upphitað leðurviðarstýri. Frægir á frumsýningu Fjöldinn allur mætti á frumsýn- ingu myndarinnar París Norð- ursins í Háskólabíói á mið- vikudagskvöld. Aðstandendur myndarinnar buðu kannski held- ur til mörgum því svo fullt var í salnum að nokkrir þurftu frá að hverfa. Fjölmargir frægir mættu á frumsýninguna og mátti þar meðal annars sjá Egil Ólafsson, Þórunni Antoníu, Mikael Torfa- son ásamt spúsu sinni, leikkon- unni Elmu Stefaníu Ágústsdóttur, Erp Eyvindarson, Sigríði Hagalín fréttakonu, Hallgrím Helgason, Svanhildi Hólm og Loga Berg- mann, svo einhverjir séu nefnd- ir, auk auðvitað allra leikaranna í myndinni og aðstandenda þeirra. Myndinni var vel tekið og stóðu áhorfendur upp og klöppuðu ákaft að henni lokinni fyrir að- standendum myndarinnar. Sátu að sumbli á Hellu Knattspyrnumaðurinn og athafnamaðurinn Hermann Hreiðarsson drakk bjór með ein- um besta fótboltamarkmanni allra tíma, Dananum Peter Sch- meichel, á Hellu í vikunni. Sch- meichel hjólar þessa dagana um landið ásamt 30 manna hópi frá Manchester, en hópurinn gisti á Stracta-hótelinu sem er í eigu Hermanns og föður hans. „Við tókum eina könnu í gær- kvöldi. Hann er ambassador fyr- ir Manchester United og er að fara að hjóla upp á hálendið. Þau þurftu að fara vel étin og vel út- hvíld í þennan túr og það var frá- bært að geta hjálpað,“ skrifaði Hermann á Facebook. Fjallið komið með kærustu n Kraftajötunninn og fegurðardrottningin að rugla saman reytum S amkvæmt öruggum heim- ildum DV er kraftajötunn- inn Hafþór Júlíus Björnsson að deita fegurðardrottn- inguna Ingibjörgu Egils- dóttir. Um eitt heitasta og glæsileg- asta par landsins er að ræða sem á fyllilega skilið nafnbótina „ofurpar“ eins og tíðkast í stjörnufréttum er- lendra tímarita. Ingibjörg var um árabil með athafnamanninum Þorsteini M. Jónssyni, oft kenndum við kók, en í nýjasta tölublaði Séð og heyrt kem- ur fram að hann og Ingibjörg séu skilin. Kynþokkafyllsta konan Hafþór Júlíus, sem er nýkrýnd- ur sterkasti maður Evrópu, vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína sem risinn Gregor „The Mountain“ Clegane í vinsælu þáttunum Game of Thrones. Ingibjörg er hins vegar fyrirsæta og ein fallegasta kona landsins enda hlaut hún titilinn feg- urðardrottning Íslands árið 2009. Hún komst einnig í topp 15 í keppn- inni Miss Universe sem fram fór á Bahamas-eyjum sama ár. Sambandið er splunkunýtt af nálinni en turtildúfurnar hafa ver- ið að draga sig saman og hafa til að mynda spilað saman golf og not- ið góðs matar saman. Á Facebook- síðu sinni birtir Hafþór Júlíus fallega mynd af Ingibjörgu undir yfirsögn- inni: „Kynþokkafyllsta kona Íslands að mínu mati!“ Ingibjörg er fædd árið 1985 en hann þremur árum seinna eða árið 1988. Bæði eiga þau hvort sitt barnið úr fyrri samböndum. Var ekki að leita Hafþór Júlíus vildi ekkert tjá sig um málið þegar til hans var leit- að en í viðtali við DV í júní sagðist hann ekki vera að leita sér að kær- ustu. „Ef hún er skemmtileg, góð og ekki í rugli þá skoða ég allt. Ef hún heillar mig, fílar mig og ég fíla hana þá er aldrei að vita. Annars er ég svo rólegur í þessum málum enda svo upptekinn. Ég er nánast aldrei heima og hef því lítið verið að spá í konur,“ sagði Hafþór Júlíus í við- talinu en þar kom einnig fram að út- litið skiptir hann litlu máli. „Ég elska allar konur; grannar, feitar, dökkhærðar, ljóshærðar. Mér finnst þær allar æðislegar. Ef ég hitti frábæra konu sem mig langar að eyða lífinu með væri það frábært en eins og staðan er í dag er ég alveg slakur í þeim málum. Mig langar þó í eðlilegt fjölskyldulíf einhvern tím- ann í framtíðinni.“ n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.