Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 53
Helgarblað 5.–8. september 2014 Menning 53 Kveðja sumarið hjá Hrafni Í tilefni af sumarlokum fara fram tónleikar og myndbandssýn- ing á heimili Hrafns Gunnlaugs- sonar kvikmyndagerðarmanns á Laugarnestanga 65 laugardaginn 6. september. Grúska Babúska, Kira Kira, Kría Brekkan, Lucky Hymnist og Bláskjár koma fram á tónleikunum sem hefjast klukkan 20.30 og standa fram eftir kvöldi. Hlé verður gert á dagskránni til að kveikja í brennu um klukkan 21.00 og mun brennan loga fram yfir sólsetur. Pylsur verða grill- aðar á staðnum og drykkir seldir. Miðaverð er 1.000 krónur, en frítt er inn fyrir 12 ára yngri. Peningalaus útóPía í eyðimörkinni sólin og sandstormar gera svæðið einkar óvistvænt. „Þetta er ekki stað- fest, en ég frétti að það deyi svona þrír til fimm að meðaltali af ofhitn- un þarna,“ segir Óli Hjörtur. Sandur- inn fór að sama skapi illa með hann. „Við gáfumst upp eftir fimm daga. Ég fékk alvarlega sýkingu, það fór sand- ur í tána og hún bólgnaði upp. Ég var haltur í svona mánuð á eftir. Það eru engir læknar eða neitt sem geta hjálpað þér þarna, þú verður bara að bjarga þér sjálfur eða biðja um hjálp frá öðrum gestum á svæðinu.“ Þotuliðið mætir Það kostar bæði mikinn pening og undirbúning að fara á hátíðina, en heildarkostnaðurinn hleypur á hundr uðum þúsunda. Miðinn sjálfur, sem kostar 44 þúsund krónur, er að- eins lítill hluti af kostnaðinum. „Þetta er rosalega dýrt, ekki bara ein flugvél og fara. Þú þarft alveg að plana með nokkurra mánaða fyrirvara,“ Hann sér þó ekki eftir ferðinni og segir klárt mál að hann muni fara aftur. „Ef þú ferð einu sinni þá ferðu aftur. Það er alltaf þannig.“ Kostnaðurinn gerir það hins vegar að verkum að ekki geta allir sem vilja fengið aðgang að þessari eyði- merkurútópíu. Á tæplega 30 árum hefur hátíð- in breyst úr því að vera lítil samkoma lítils vinahóps hippa og furðufugla yfir í að vera tæplega 70 þúsund manna risasamkoma sem þotuliðið í Los Angeles elskar – rappstjarnan P Diddy hefur til dæmis sagt að Burning Man hafi breytt lífi sínu. Það hugnast ekki öllum þróunin, því með athygl- inni sækjast frægir einstaklingar, sér- staklega frumkvöðlar úr Kísildalnum, Silicon Valley, í hátíðina og setja sitt mark á stemninguna. Milljarðamær- ingar á borð við Mark Zuckerberg, eiganda Facebook, mæta á einka- þotum og Chip Conley, háttsettur yf- irmaður hjá Airbnb situr í stjórn há- tíðarinnar. „Kapítalisminn er smám saman að teygja sína anga þarna inn á þennan stað sem á að vera einhver hippaútópía,“ segir Óli Hjörtur. Aðr- ir eru jákvæðir fyrir breytingunni og halda því fram að upplifun af frjálsu, peningalausu samfélagi í eyðimörk- inni hafi langvarandi áhrif á Kísildals- frumkvöðlana, sem muni breiða út boðskap brennandi mannsins – að annars konar skipulag sé mögulegt. n Varðeldurinn Á síðasta kvöldi hátíðarinnar er haldinn risastór varðeldur þegar hof og timburlíkneski eru brennd. Erfiðar aðstæður Sandurinn smýgur inn um öll vit í eyðimörkinni. Róttæk sjálfstjáning Það er engin takmörk á Burning Man-hátíðinni. Sindri Eldon gerir tónlistar- myndband Frumraunin Bitter & Resentful kemur út í haust Tónlistarmaðurinn Sindri Eldon og hljómsveit hans, The Ways, hafa gefið frá sér myndband við lagið Honeydew. Lagið verður á fyrstu breiðskífu Sindra, Bitter & Resentful, sem hefur verið tvö ár í vinnslu en kemur loks út nú á haustmánuðum. Sindri hefur áður leikið með hljómsveitum á borð við Dáðadrengi, Dyna- mo Fog og Slugs. Sindri leikstýrir myndbandinu sjálfur ásamt Rúti Skæringi N. Sigurjónssyni. Fagur- fræði myndbandsins virðist vera undir áhrifum frá rokkkúltúr tí- unda áratugarins eins og tónlist hljómsveitarinnar, sem er metn- aðarfullt en grípandi popprokk. Palestínskar konur, býflugur og blómin Um býflugurnar og blómin nefn- ist sýning Helgu Sigurðardóttur sem verður opnuð á laugar- daginn klukkan 15 í Anarkíu gall- erí sem er til húsa í Hamraborg 3 í Kópavogi. Helga beinir sjón- um sínum að frjósemi og æxlun í gegnum ljósaskúlptúra, gerða úr pappamassa, og vatnslitaverk. Í efri sal Anarkíu verður opnuð á sama tíma málverkasýning Mar- grétar Kristjánsdóttur, Síðasta ólífutréð – óður til palestínskra kvenna. En þar veltir hún fyrir sér konunni undir slæðunni með andlitsmyndum þar sem hún notar meðal annars blaðgull sem skírskotar til helgimynda grísk- katólsku kirkjunnar. Sýningarnar standa til 28. september. Bjóða upp á meðferð við lífinu Kviss búmm bang hafa sett upp hæli í Borgarleikhúsinu Þ átttökuleikritið Flækjur, hæli í Borgarleikhúsinu, eftir Kviss búmm bang er eitt þeirra nýju íslensku verka sem er sýnt í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Verkið var frumflutt á leiklistarhátíð- inni Lókal í lok ágúst en síðasta sýn- ing verður sunnudaginn 7. septem- ber. Eins og í fyrri sýningum framand- verkaflokksins Kviss búmm bang taka gestir virkan þátt í sýningunni sem stendur yfir frá klukkan 18.00 til miðnættis. Gestir eru losaðir við samskiptatæki og -tól. Þeir eru síð- an lagðir inn á leikhúshælið og eru þar hvattir til að horfast í augu við þær flækjur sem lífið hefur lagt þeim á herðar. „Áhorfendur verða virkir þátttak- endur og fara í gegnum þennan heim sem við erum búin að hanna. Þetta er hæli sem er rekið samhliða annarri starfsemi í Borgarleikhúsinu. Fólk verður að dvalargestum á heimilinu og fer í gegnum hinar ýmsu meðferð- ir við lífinu,“ segir Eva Björk Kaaber, einn meðlima hópsins. „Okkur finnst spennandi hvað það getur verið áhrifaríkt að setja fólk í skapaðar að- stæður. Þá upplifir það, er virkt og fær líka pínu fjarlægð á sjálft sig í aðstæð- um sem að það er kannski ekki endi- lega vant að velta mikið fyrir sér.“ Hún segir að þegar hópurinn hafi verið að byrja hafi einhverjir verið smeykir við að taka þátt en það hafi breyst í gegnum árin. „Fólk sér að það þarf ekki að óttast að vera sett í sviðsljósið, það eru engir áhorfend- ur, hver og einn fer í þetta fyrir sjálf- an sig.“ Tinna Ottesen leikmynda- hönnuður vann með Kviss búmm bang að uppsetningu sýningarinn- ar og stórleikararnir Hilmir Snær Guðnason, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og fleiri koma við sögu. „Við höfum mjög sjaldan unnið með leikurum áður, en við höldum bara okkar striki. Þau eru bara leik- ararnir í leikhúsinu sem eru að taka vaktir á hælinu. Þannig að þetta eru bara Gói og Sissa og Hansa og Tóta – og þau gera það alveg listilega vel.“ Borgarleikhúsið kynnti vetrar- dagskrá sína fyrir um tveimur vikum, en þar kennir ýmissa grasa. Í sept- ember hefjast meðal annars sýn- ingar á barnaleikriti um Línu Lang- sokk, leikritinu Kenneth Máni sem er byggt á samnefndri persónu úr Fangavaktinni, Gaukum, eftir Huld- ar Breiðfjörð, og Gullna hliðinu, Grímuverðlaunasýningu Leikfélags Akureyrar. n kristjan@dv.is Flókið að vera manneskja Flækjur er nýjasta verk Kviss Búmm Bang, en þar býður hópurinn upp á ýmis meðferðarúrræði við lífinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.