Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 24
24 Fréttir Erlent Helgarblað 5.–8. september 2014 ísfötuáskorunin? Hverju skilaði n Milljarðar söfnuðust fyrir ALS- og MND-samtökin n Milljónir manna tóku þátt F jöl- og samfélagsmiðlar hafa að undanförnu birt ótal mynd- skeið og myndir af fólki sem hellir yfir sig heilli fötu af ísköldu vatni. Uppátækið fór sem eldur í sinu vestanhafs í ágúst. En hverju hefur það áorkað fyrir sam- tökin sem hugmyndin var að styrkja; MND-samtökin? BBC greinir frá því á vefsíðu sinni að 2,4 milljónir myndbanda tengd- um ísfötuáskoruninni hafi verið hlað- ið inn á Facebook. 28 milljónir manna hafa ýmist hlaðið upp myndbönd- um, skrifað athugasemd eða „lækað“ innlegg í tengslum við ísfötuáskor- unina. Til að skýra fyrirbærið í stuttu máli, hafi einhver ekki orðið þess var, þá snýst ísfötuáskorunin um að hella yfir sig ísköldu vatni, úr fötu, og taka það upp á myndband. Í kjölfarið skor- ar sá blauti á nokkra aðra að leika at- riðið eftir. Milljónir tóku þátt Svo tölulegum staðreyndum af sam- félagsmiðlunum sé haldið til haga þá hefur 3,7 milljónum myndbanda ver- ið hlaðið inn á Instagram undir myllu- merkjunum AlSicebucketchallenge og icebucketchallenge. Tónlistarmað- urinn kanadíski Justin Bieber er lík- lega sá sem mest viðbrögð hefur feng- ið. Um milljón manns hafa „lækað“ myndbandið hans. Söfnuðu 11,5 milljörðum Ísfötuáskoruninni var ýtt úr vör með það að markmiði að styrkja og vekja máls á MND-samtökunum, eða ALS. ALS stendur fyrir amyotrophic later- al sclerosis. Og það hefur sannarlega gengið eftir. Á tímabilinu frá 29. júlí til 28. ágúst voru samtökin styrkt um 11,5 milljarða króna. Á sama tíma í fyrra söfnuðust 317 milljónir króna. Á venjulegum mánuði safnast samtök- unum tæplega 100 milljónir. Eins og fyrr segir fengu samtökin 11,5 millj- arða í ágúst, eða tíu ára innkomu á einu bretti. BBC greinir frá því að í Bretlandi hafi fleiri samtök notið góðs af ísfötuáskoruninni, svo sem Water Aid og Macmillan Cancer Support. Water Aid var styrkt vegna þess að ein- hverjum blöskraði sú sóun á hreinu vatni sem ísfötuáskorunin hefur í för með sér. Markmiðið með ísfötuáskoruninni var einnig að vekja fólk til vitundar um ALS. „Heldur þú að Anna Wintour, Kate Moss og Victoria Beckham hafi verið að velta ALS fyrir sér fyrir um mánuði? Ég efast stórlega um það,“ hefur BBC eftir leikkonunni og rithöf- undinum Shannon Murray, sem stýrt hefur ýmsum herferðum fyrir góð- gerðasamtök. Hún bendir á að frægir einstaklingar hafi verið mjög dugleg- ir að taka þátt. „Margir setja flest það sem þeir gera inn á samfélagsmiðla. Sumir hafa ákveðið að gera þetta á sundfötum en aðrir meira klæddir. Það gildir einu þótt fólk noti þetta til að vekja á sér athygli. Það sem skiptir máli er að fólk talar núna um ALS, eitt- hvað sem það gerði ekki fyrir mánuði.“ Lygileg aðsókn Súluritið yfir það hversu oft fólk leit- aði af ALS og Ice Bucket á Google lítur út eins og ókleift fjall. Oftast var leitar- orðunum slegið inn frá upp úr miðj- um ágúst og fram undir mánaðamót ágúst/september en þá má einnig greina aukningu þegar litið er á upp- flettiorðið MND. Rösklega 2,7 milljónir manna skoðuðu Wikipedia-síðu ALS frá 1. ágúst til þess 27. Í heilt ár fram að því höfðu tæplega 1,7 milljónir manna kynnt sér málið, að því er BBC grein- ir frá. Að meðaltali heimsóttu um 17.500 manns heimasíðu ALS dag- lega áður en til ísfötuáskorunarinn- ar kom. Heimsóknafjöldinn náði há- marki 20. ágúst þegar síðan fékk 4,5 milljónir heimsókna. Síðastliðinn mánuð heimsóttu 30 milljónir manna heimasíðuna. Vefsíðu MND-samtak- ann heimsóttu 153 þúsund þann 26. ágúst, en heimsóknafjöldi fyrir ísfötu- áskorunina var um 1.400 á dag. Fylgj- endur MND og ALS á Twitter hafa margfaldast og samtökin hafa líklega aldrei fengið viðlíka athygli. Það má því segja að markmið ísfötuáskor- unarinnar hafi gengið upp; óhemju miklir fjármunir söfnuðust og millj- ónir manna um heim allan hafa kynnt sér ALS- og MND-samtökin. Réttmæt gagnrýni? Þrátt fyrir þetta hafa gagnrýnisradd- ir látið á sér kræla, að sögn BBC. Því hefur verið haldið fram að með þessu muni draga úr styrkjum til annarra góðgerðamála; fólk verji aðeins tiltek- inni upphæð á mánuði eða ári í góð- gerðamál. Með framtakinu hrifsi ALS og MND peningana til sín. Einnig hef- ur verið bent á að alls ekki allir sem taki þátt, eða taki ekki þátt, gefi fé. Að- eins hluti sé virkir þátttakendur. Þá hefur einnig verið bent á að auðkýf- ingar eins og Mark Zuckerberg og Bill Gates hafi aðeins gefið 100 dollara, eins og aðrir. Menn sem gætu gef- ið mun meira. Fáir hafi farið að for- dæmi Charlies Sheen, sem gaf 10.000 dollara. Veiku fólki gefin von Euan MacDonald blæs á gagnrýnis- raddir sem þessar. „Ég er búinn að vera með MND í tíu ár. Að fylgjast með ísfötuáskoruninni vekja athygli á sjúk- dómnum hefur verið stórfenglegt,“ hefur BBC eftir MacDonald, sem er stofnandi Euan‘s Guide, vefsíðu sem hann setti á laggirnar til að fræða fólk um ýmsa sjúkdóma í Bretlandi. „Það er fáheyrt að MND fái viðlíka athygli og stuðning og ég er þakklátur öll- um þeim sem tóku þátt. Það er ekkert slæmt við að fólk noti samfélagsmiðla til að vekja athygli á viðfangsefninu. Fólki sem glímir við þessa illvígu sjúk- dóma hefur verið gefin von.“ n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Að fylgjast með ísfötuáskoruninni vekja athygli á sjúkdómn- um hefur verið stórfeng- legt. Gaf hraustlega Charlie Sheen skaut öðrum ríkis- bubbum ref fyrir rass með því að gefa 10 þúsund dollara til málefnisins. Mynd ReuteRS Hvað er MND og ALS? Upplýsingar af vef MND-félagsins á Íslandi Motor neuron disease (MND) eða hreyfi- taugungahrörnun, einkennist af minnk- andi styrk vöðva og rýrnun þeirra. Það eru til nokkrar tegundir af MND. Ef aðeins efri hreyfitaugungar eru skaddaðir er það kallað ágeng hreyfitaugungahrörnun eða primary lateral sclerosis. Þegar neðri hreyfitaugungar einvörðungu eru skadd- aðir er talað um vaxandi vöðvarýrnun, spinal muscular atrophy eða progressive muscular atrophy. Ef hins vegar bæði efri og neðri taug- ungar eru skemmdir er sjúkdómurinn kallaður amyotrophic lateral sclerosis (ALS) eða blönduð hreyfitaugahrörnun sem er algengasta form sjúkdómsins hjá fullorðnum á öllum aldri. Þegar hreyfitaug deyr, getur hún ekki lengur sent skilaboð til vöðvanna. Þessi bilun í flutningi á taugaboðum er það sem veldur máttleysi hjá MND-/ALS-sjúk- lingum. Stjarna Justin Bieber lét ekki sitt eftir liggja. Ofboðslega frægur David Beckham tók þátt. Afhjúpandi stutt garðslanga Starfsmenn sem sjá um viðhald á Stonehenge-svæðinu á Englandi komust nýverið að mikilvægri uppgötvun er varðar fornminjarn- ar. Fornleifafræðingar og aðrir fræðimenn hafa löngum horft til Stonehenge og reynt að koma böndum yfir ráðgátuna um Sto- nehenge. Margar kenningar liggja að baki því hvaða tilgangi byggingin þjónaði. Stonehenge-svæðið er stórt og tilkomumikið hringlanga eða hálfmána mannvirki úr stór- um steinum. Um er að ræða risavaxna, ílanga steina úr sar- sen, sem er harður sandsteinn. Steinarnir sem nú sjást á svæð- inu eru aðeins rústir og mik- ið af steinunum sem áður voru þar eru horfnir. Vísindavefurinn greinir frá því að líklega hafi sum- ir þeirra verið fjarlægðir á mið- öldum, en líklega hófst bygging Stonehenge í kringum 2950 f. Kr. Það tók margar kynslóðir að byggja það. Þá var hringurinn settur upp í áföngum og var ef- laust mikil þrekraun. The Guardian greinir frá því að þurrkatíma á svæðinu í fyrra hafi fylgt nýjar vísbendingar. Þannig var það að garðslanga sem not- uð var á svæðinu reyndist aðeins of stutt til þess að hægt væri að vökva hluta svæðisins. Þegar það gerðist komu í ljós ljótir brúnir blettir. Blettirnir reyndust vera á því svæði þar sem vísindamenn telja að steina vanti í hringinn. Áttaði starfsmaður Stonehenge sig á því að blettirnir virtust loka hringnum og hafði hann strax samband við vísindamenn. „Mér finnst eiginlega ótrú- legast hvernig við komumst að þessu,“ segir Tim Daw. Loftmynd- ir voru teknar af svæðinu áður en rigning gat náð að breyta blett- unum í grasblett á ný og hófu rannsóknir sínar. Á miðvikudag var það svo gert opinbert að lík- lega sé nú búið að finna hvern- ig steinum var áður komið fyrir á svæðinu. „Þetta sýnir okkur bara hversu mikið við eigum ólært um Stonehenge,“ segir Susan Greaney hjá fornleifastofnun Bretlands. ISIS boða aftöku Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa boðað fleiri aftökur. Nú hyggjast þeir myrða breskan mann sem samtökin hafa í haldi í Sýrlandi. Maðurinn er David Haines, 44 ára tveggja barna faðir, og er í haldi samtakanna. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um Haines hefur hann lengi starfað á átakasvæðum í Evrópu, Afr- íku og Mið-Austurlöndum. Í um tveggja áratuga skeið hefur hann unnið hjálparstarf á áðurnefnd- um svæðum. Sautján ára dóttir Haines hefur tjáð söknuð sinn á netinu og hefur Daily Mail með- al annars eftir henni: „Ég sakna pabba. Ég myndi gera hvað sem er til að fá hann heim.“ Kallar hún föður sinn hetju, en hann starfaði í flóttamannabúðum í Sýrlandi og þaðan var hann tekinn hönd- um í mars í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.