Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 5.–8. september 2014 Leið illa eftir umfjöllunina Á sta Sigurðardóttir, hunda- ræktandi í Dalsmynni, upp- lifði að eigin sögn mikla vanlíðan og erfiðleika í kjöl- far umfjöllunar um Dals- mynni og ummæli Árna Stefáns Árnasonar, lögfræðings og dýra- verndunarsinna. Hún krefst þess að fá tvær milljónir í bætur vegna meiðyrða sem hún telur hann hafa viðhaft í hennar garð. Hér til hliðar má sjá ummælin sem um ræðir, en þau eru átta talsins. Þau birtust bæði í bloggi Árna Stefáns á vef DV.is sem og í þættinum Málið á Skjá Einum þar sem fjallað var um Dalsmynni í fyrra. Talsverður fjöldi áhorfenda var í dómsal. Hópurinn skiptist í tvennt og var bæði um að ræða stuðnings- menn Árna Stefáns sem og Ástu. Dómari þurfti að krefjast þess að þeir sem fylgdust með létu lítið fyrir sér fara eftir frammíköll. Ásta krefst tveggja milljóna í miskabætur auk þess sem hún og Hundaræktin Dals- mynni krefjast þess að Árni kosti birtingu dómsins í dagblöðum sem og greiðslu málskostnaðar vegna meiðyrða. Árni Stefán segist hafa verið að fella gildisdóma sem ekki sé hægt að túlka sem meiðyrði. Þeir hafi verið settir fram í góðri trú. Sölvi sagðist vinna faglega Sölvi Tryggvason, þáttagerðarmað- ur og stjórnandi þáttarins Málið á Skjá Einum, sagðist fyrir dómi ekki hafa unnið einhliða umfjöllun um Dalsmynni og var það ekki gert til þess að „rakka“ Dalsmynni niður. Hann hóf, að eigin sögn, að rann- saka mál tengd hundaræktarbúi Ástu Sigurðardóttur í Dalsmynni eft- ir fjölmargar ábendingar um aðbún- að dýra þar. Ásta hefur borið að tilgangur um- fjöllunarinnar hafi verið til að gera lítið úr búinu, en Sölvi segir svo ekki hafa verið. Hann hafi einfaldlega fengið fjölmargar ábendingar og því farið af stað til að skoða málið. „Þetta snerist ekki um egó mitt, eða pen- inga Ástu eða egó Árna. Ég vil meina að ég hafi unnið þetta faglega,“ sagði Sölvi sem sagðist hafa farið að heim- sækja Ástu í Dalsmynni til að tryggja að hennar sjónarmið kæmu fram. Hann fékk ekki að skoða hunda- ræktunina og ekki fékkst leyfi til að fara með myndavélar þar inn. Dýralæknir sem starfað hefur með Ástu í Dalsmynni og heimsótt búið sagðist aldrei hafa séð neitt athugavert. Önnur vitni sem komu fyrir dóminn, meðal annars Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hunda- ræktarfélags Íslands, taldi svo ekki vera og efaðist um aðbúnað dýranna í Dalsmynni. Heitt í hamsi Lögmaður Ástu, Erlendur Þór Gunnarsson, benti á að þau vitni sem leidd hefðu verið fyrir dóm- inn hefðu borið að þau hefðu kom- ið í Dalsmynni fyrir mörgum árum, jafnvel allt að tólf árum áður. Þá benti hann á að Árni Stefán hefði sjálfur aldrei komið í Dalsmynni. Ljóst var að vitnunum var heitt í hamsi og höfðu þau mikið að segja um dýravelferð. Þurftu bæði dómari og lögmenn að taka fyrir langar ræð- ur vitna og beina þeim tilmælum að þeim að að svara spurningum lög- mannanna án málalenginga. Sérfræðingar verði að vanda sig Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Árna Stefáns, segir málið ekki snúast um staðhæfingar um staðreyndir held- ur það að Árni hefði fellt gildisdóm um málið og það byggi á skoðun hans. Það þurfi ekki að sanna að skoðun sé rétt. Árni trúi því sem hann hafi skrifað, enda hafi hann byggt skoðun sína á viðræðum við fjölmarga aðila, sem og umfjöllun fjölmiðla. Skoðanir sínar setji Árni Stefán fram í góðri trúi og þar með sé ekki hægt að sækja hann til saka vegna málsins. Erlendur segir málið hins vegar snúa að því að Árni Stefán gefi sig út fyrir að vera sérfræðingur, hann hafi sérhæft sig í lögfræði á vett- vangi hagsmuna dýra og það verði að vera hægt að gera þá kröfu að sérfræðingar vandi orð sín og full- yrðingar. Það sé ekki boðlegt að þeir láti að því liggja að einstak- lingar séu dýraníðingar og í því felist ærumeiðingar. Stöðvuðu dreifingu Í afar ítarlegri úttekt DV fyrr á þessu ári kom fram að hvolpar frá Dals- mynni kosta frá um 180 þúsund krónum og að 300 þúsundum króna. Þar sagði Ásta að aðeins eitt got kæmi frá hverri tík á hverju ári og að um 40 smáhundar væru í Dals- mynni. Þeir væru allir bólusettir og ormahreinsaðir. Í marsmánuði á þessu ári stöðv- aði Matvælastofnun dreifingu dýra frá búinu. Gerðar voru athugasemd- ir við aðbúnað og smitvarnir hjá Ástu og hún meðal annars sögð hafa neitað starfsmönnum stofnunarinn- ar um aðgang til eftirlits. Í samtali við DV kvað Ásta ekkert hafa verið að dýrunum og sagði vandann liggja í pappírsvinnu og stækkun á útig- erði á búinu. Ekki fengu upplýsingar hjá Matvælastofnun um það hvenær eða hvort banninu hefði verið aflétt. Árið 2013 kom í ljós alvarlegt þráð- ormasmit í hundum sem rek- ið var til búsins. Tveir hvolpar sem keyptir voru á hundabúinu Dals- mynni höfðu þá greinst með alvar- legt smit af völdum þráðormsins „strongyloides stercoralis“. n Ásta í Dalsmynni vill tvær milljónir frá dýralögfræðingi vegna meiðyrða Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Gildisdómur Árni segist hafa fellt gildisdóma og því sé ekki hægt að sækja hann til saka fyrir meiðyrði. Vanlíðan Ásta upplifði mikla vanlíðan eftir umfjöllunina. MynD SiGtryGGur Ari Ummælin sem Ásta telur vera ærumeiðandi n „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef af dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ n „Dýraníð að Dalsmynni“ „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðað allt að tveggja ára fangelsi“ n „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun“ n „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ n „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela“ n „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“ Hámarks næringargildi og upptaka í líkamanum Eingöngu lífrænt ræktuð bætiefni 12 ÁRA VELGENGNI Á ÍSLANDI Unnið að nýju vinnumati Vinna við nýtt mat á vinnu kennara í framhaldsskólum er komin á fullt skrið en samkvæmt gildandi kjarasamningi framhalds- skóla skal unnið að nýju vinnu- mati fyrir kennslu allra námsá- fanga í framhaldsskólum landsins. Vinnunni stýrir verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar menntamála- ráðuneytisins, Kennarasambands Íslands og fjármálaráðuneytisins. Í tilkynningu kemur fram að ver- kefnisstjórnin hafi tekið til starfa í maí en vinnumatsnefndir voru skipaðar nýlega. Þær eru fimm talsins og byggir skipting þeirra á faggreinum og fagsviðum. Fyrsti fundur verkefnisstjórn- ar og vinnumatsnefnda sem vinna munu saman að nýju vinnu- matskerfi fór fram á fimmtudag í síðustu viku. Hópurinn mun meðal annars vinna að undirbúningi vinnumats og gerð sýnidæma. Stefnt er að því að meginútfærsla matsins verði tilbúin 20. janúar. Félagsmenn Kennarasambands Íslands í fram- haldsskólum munu síðan greiða atkvæði um upptöku nýs vinnu- mats í febrúar á næsta ári. Verði nýtt vinnumat samþykkt geta framhaldsskólar innleitt það frá og með upphafi næsta skólaárs. Selja sinn hlut Sigmar Vilhjálmsson og Jóhann- es Ásbjörnsson, einnig þekktir sem Simmi og Jói, hafa selt 40 pró- senta hlut sinn í Stórveldinu ehf. Þetta kemur fram í Viðskiptablað- inu. Þar er rætt við Huga Halldórs- son, einn eigenda og stofnanda félagsins. „Við vorum sammála um að þetta væri ágætur tíma- punktur til að færa félagið aftur í fyrra horf,“ segir Hugi við blaðið, og segir að sátt hafi verið um mál- ið. Hugi keypti eignarhlut þeirra og er kaupverðið trúnaðarmál. Stórveldið átti 15 prósenta hlut í Konunglega kvikmyndafélaginu, sem setti á fót sjónvarpsstöðvarn- ar Bravó og Miklagarð. 365 miðlar tóku yfir alla hluti félagsins í maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.