Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 43
Helgarblað 5.–8. september 2014 Skrýtið 43 Nokkrar magNaðar staðreyNdir um texas n Tvöfalt stærra en Þýskaland n Væri 13. stærsta hagkerfi heims ef það væri sjálfstætt Þ að er allt stærra í Texas,“ er orðatiltæki sem gjarnan er haft um hið ógnarstóra Texas- ríki í Bandaríkjunum – og ekki að ástæðulausu. Þó að Texas sé í raun aðeins eitt 50 ríkja Banda- ríkjanna er íbúafjöldi þess 26,5 millj- ónir og er það því rúmlega 80 sinnum fjölmennara en Ísland. Flestir íbú- anna búa í borgum á borð við Hou- ston, Dallas og Austin þó að vitanlega séu þeir á víð og dreif um ríkið eins og gengur og gerist. Vefritið Business Insider tók á dögunum saman nokkrar athyglisverðar staðreyndir um Texas. n  Auðugt af olíu Talið er að hráolíubirgðir sem finna má innan ríkismarka Texas nemi 9,6 milljörðum tunna. Þetta jafngildir 31,5 prósentum af öllum hráolíubirgð- um sem finna má í Bandaríkjunum. Hægt væri að fylla 1.459 Empire State-byggingar með hráolíunni sem finna má í Texas. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Houston Houston er fjölmennasta borg Texas með um tvær milljónir íbúa.  Ólöglegir innflytjendur Ríkismörk Texas teygja sig ansi langt og á ríkið landamæri að fjölda annarra ríkja; má þar nefna Nýju-Mexíkó, Oklahoma, Arkansas og Louisiana. En Texas á líka landamæri að Mexíkó og hafa ófáir reynt að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna einmitt frá Mexíkó – hvort sem þeir koma upprunalega frá Mexíkó eða öðrum ríkjum Mið- eða Suður-Ameríku. Talið er að í Texas séu um 1,6 milljónir ólöglegra innflytjenda, eða allt að sjö prósentum íbúa. Til samanburðar er íbúafjöldi Philadelphiu, fimmtu fjölmennustu borgar Bandaríkjanna, rúmlega 1,5 milljónir.  Margir glíma við offitu Bandaríkjamenn eru margir hverjir of feitir og eru íbúar Texas þar engin undantekning. Talið er að 65,9 prósent fullorðinna í Texas séu of þung og rúmlega 30 prósent glími við offitu. Þetta þýðir að um 5,6 milljónir fullorðinna einstaklinga í Texas glíma við offitu. Til samanburð- ar má geta þess að íbúar Danmerkur eru jafn margir, 5,6 milljónir.  Forsetarnir koma frá Texas Frá árinu 1963 hefur þriðjungur allra kjörinna forseta Bandaríkjanna komið frá Texas. Þetta eru þeir Lyndon B. Johnson, George Bush (eldri) og George W. Bush (yngri).  Tvöfalt stærra en Þýskaland Texas er stærsta ríki Bandaríkjanna, eða tæplega 700 þúsund ferkílómetrar. Ísland er 103 þúsund ferkílómetrar og Þýskaland er 357 þúsund ferkílómetrar. Stærð Texas svarar til um 7,4 prósenta af heildarstærð Bandaríkjanna í ferkílómetrum.  Obama vinsæll Þó að Texas sé eitt helsta vígi Repúblikanaflokks- ins í Bandaríkjunum kusu 41,4 prósent íbúa Barack Obama, forsetaefni demókrata, í forsetakosningunum árið 2012. Þetta jafngildir því að 3,3 milljónir íbúa Texas hafi kosið Obama. Þess má geta að íbúafjöldi Connecticut er tæplega 3,6 milljónir.  Treysta á vindorku Texas er leiðandi á sviði vindorkufram- leiðslu í Bandaríkjunum og má víða sjá vindmyllur úti í óbyggðum. Stærsta vindorkubú Texas er 4,5 sinnum stærra en Manhattan í New York. Framleiðslugetan er 781 megavatt sem dugar til að veita 230 þúsund heimilum rafmagn.  Ef Texas væri sjálf- stætt ríki … væri það 13 stærsta hagkerfi heims með tilliti til vergrar landsframleiðslu. Hún nemur um 1,43 billjónum (e. trillion) dala, en þess má geta að ein billjón er milljón milljónir. Þetta þýðir að hagkerfi Texas er stærra en hagkerfi Spánar, Suður-Kóreu og Mexíkó sem eru 13., 14. og 15. stærstu hagkerfi heims í dag.  Vélbyssuvæðing Byssueign er mjög almenn í Texas eins og flestir vita. Samkvæmt Business Insider eru 28.690 vélbyssur (já, vélbyssur) skráðar í ríkinu en það myndi duga til að vopna alla þá nemendur sem skráðir voru til náms í UCLA-háskólanum haustið 2013. Og ef við viljum heimfæra þetta á Ísland myndi það duga til að vopna nánast alla íbúa Akureyrar og Garðabæjar. n Judith var 15 ára þegar hún kynntist Alvin n Saman fetuðu þau glæpastigu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.