Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 5.–8. september 201414 Fréttir Vilja vera góðir foreldrar n FMB-teymi sinnir foreldrum með alvarleg geðræn vandamál og fíknivanda n Mikilvægt að vandinn flytjist ekki milli kynslóða É g held ég geti fullyrt að lang- flestar, ef ekki allar, konur vilji fá hjálp. Ég man ekki eftir því að einhver hafi ekki viljað hjálp- ina. Foreldrar vilja í eðli sínu vera góðir foreldrar. Þeir búa bara ekkert alltaf við þær aðstæður að þeir geti það,“ segir Gunnlaug Thorlacius teymisstjóri FMB-teymisins (foreldr- ar – meðganga – barn) á vegum geð- deildar Landspítalans. Meðferðar- úrræðið er ætlað foreldrum sem eiga von á barni eða eru með barn á fyrsta ári og glíma við margþættan eða alvarlega geðrænan vanda, fíkni- vanda eða hafa áhyggjur af tengsla- myndun við barn sitt. Um er að ræða samstarfsverkefni kvennadeilda og geðdeilda Landspítalans, en teymið samanstendur af læknum, hjúkr- unarfræðingum, félagsráðgjöfum með fjölskyldumeðferðarnám og ljósmóðir. Allir starfsmenn eru þó í hlutastarfi því aðeins er um fimm stöðugildi að ræða. Í vikublaði DV sem kom út á þriðjudag var fjallað um ýmis úrræði sem eru í boði fyrir foreldra sem glíma við geðsjúkdóma og börn þeirra. Meðferðin sem FMB- teymið býður upp á er hins vegar hugsuð sem fyrsta forvörn í geðheil- brigðismálum. Taka við erfiðustu málunum Blaðamaður og ljósmyndari hittu þær Gunnlaugu teymisstjóra og El- ísabetu Sigfúsdóttur aðstoðarteym- isstjóra í notalegu húsnæði FMB- teymisins sem staðsett er rétt við Klepp. „Við reynum að skilgreina okkur hér í þriðju línu,“ útskýr- ir Gunnlaug. Með því á hún við að FMB-teymið taki á móti einstak- lingum sem eru efst í pýramídan- um og eru þar af leiðandi minnsti hópurinn, en jafnframt sá erfiðasti. „Þyngsti vandinn er hér og erfiðustu tilfellin eru sannarlega fíknivandinn. Þetta eru í raun ekki svo margar kon- ur en málin eru flókin og þung. Síð- an eru það alvarlegir geðsjúkdómar, geðrofssjúkdómar eins og geðklofi og geðhvörf. Langvarandi djúpt þunglyndi sem þarfnast lyfjameð- ferðar og innlagnar, það kemur til okkar. Vægara þunglyndi og kvíða er hægt að vinna með víða annars stað- ar og það er ágætt að reyna það fyrst,“ segir Gunnlaug. Til þeirra koma um 200 konur á ári og segir Gunnlaug það spegla ágætlega erlendar töl- ur yfir þá sem þurfi á slíkri hjálp að halda. Hafa gjarnan misst af lífinu Meirihluti þeirra sem FMB-teymið sinnir eru ungar konur á aldrin- um 18 til 27 ára. Að sögn Elísabetar eru þær sumar að koma úr margra ára neyslu og hafa ákveðið að hætta þegar þær urðu þungaðar. „Þetta eru konur sem gjarnan hafa misst svo- lítið af lífinu. Lífið hefur gengið út á að ná sér í næsta skammt og annað sem fylgir þessum harða heimi. Þær þurfa því oft bara almennar leið- beiningar um það hvernig á hafa samskipti við barnið og lesa í það, og hvernig á að halda rútínu. Þetta eru konur með mjög erfiða reynslu að baki, hafa lítinn stuðning og koma jafnvel af svipuðum heimilum sjálfar,“ segir Elísabet. En það reyn- ist mörgum þessara kvenna erfitt að byrja nýja tilveru edrú og með lítið barn, enda þekkja konurnar oft lítið annað en neysluheiminn og vinirn- ir eru allir í neyslu. Alltaf er reynt að hafa báða foreldra með í með- ferðinni, sé þess kostur. Að sögn Gunnlaugar og Elísabetar eru feð- urnir yfirleitt mjög ánægðir með að það sé yfir höfuð gert ráð fyrir þeim og taka þátt af fullum krafti. Byrjaði sem grasrót FMB-teymið hefur verið form- lega starfandi í þrjú ár, en í nú- verandi húsnæði síðan í janúar á þessu ári. Áður fór starfsemin fram í einu litlu herbergi á Landspítalan- um við Hringbraut. Starfið byrjaði sem grasrót fólks sem hafði áhuga á þessum málum, starfsfólk á geð- deildum, ljósmæður og fleiri sem voru að sinna sama hópnum en vantaði sameiginlegan flöt. Flestir skjólstæðinganna koma inn í gegn- um bráðageðdeild Landspítalans og áhættumæðravernd á kvenna- deildinni. Frá heilsugæslunni koma aðallega skjólstæðingar sem eiga sér langa sögu um þunglyndi og kvíða. Þá vísa félagsþjónustan, barna- vernd og sjálfstætt starfandi sér- fræðingar skjólstæðingum einnig til þeirra. Eins og áður sagði er ljós- móðir hluti af teyminu og sinnir hún mæðravernd í húsnæði teymisins. Gunnlaug og Elísabet segja það gert til þess að skjólstæðingar þurfi ekki að leita á marga staði eftir þjónustu, enda eiga margir erfitt með það. Útsettari fyrir alvarlegum geðsjúkdómum En hvert er markmið teymisins? „Það sem við erum fyrst og fremst að hugsa um er að reyna að forðast að vandamál færist frá einni kynslóð til annarrar, að svokallaður millikyn- slóðaflutningur eigi sé stað,“ útskýr- ir Gunnlaug. „Það eru vissir áhættu- þættir fyrir vanlíðan á meðgöngu og vandræðum með tengsl við ungbarn eftir fæðingu. Þessir áhættuþætt- ir eru saga um geðsjúkdóma, saga um fíknivanda eða virkur fíknivandi og slakt tengslanet,“ bætir hún við. „Rannsóknir hafa sýnt að börn sem eru útsett fyrir tengslaskaða í frum- bernsku, þau eru í aukinni hættu á því að þróa með sér persónuleik- araskanir og jafnvel alvarlega geð- sjúkdóma. Þá hafa rannsóknir líka sýnt að þau eiga í aukinni hættu á að fá sykursýki og hjartasjúkdóma síðar á lífsleiðinni. Það tengist streitu sem þau verða fyrir í móðurkviði og eftir fæðingu. Ungbarn er algjörlega óvar- ið fyrir umhverfinu og ef það verð- ur fyrir mikilli streitu þá getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir það, bæði andlega og líffræðilega, til frambúðar,“ segir Elísabet. Streitan flyst yfir til barnsins Það sem Gunnlaug og Elísabet eiga við, er svokallað „toxic stress“ sem hækkar kortisólið, eða streituhorm- ónið í líkamanum. Slíkt getur gerst þegar móðirin er undir miklu álagi, verður fyrir ofbeldi og glímir við innri erfiðleika. Gerist þetta hjá kon- um á seinnihluta meðgöngu, getur streituhormónið flust yfir til barns- ins með fylgjunni. Að sögn Gunn- laugar geta í raun öll áföll valdið því að streituhormónið hækkar í líkam- anum. Slæmar tilfinningar geta til að mynda vaknað í kringum með- göngu og fæðingu hjá konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og það getur valdið mikilli streitu. „Það er þetta sem við erum að reyna að koma í veg fyrir hér. Þetta teymi sinn- ir fyrstu forvörnum í geðheilbrigðis- málum. Svo koma inn aðrar forvarn- ir síðar, eins og Fjölskyldubrú sem miðar að því að sinna börnum sex ára og upp úr,“ segir Gunnlaug. Meðferð hefst á meðgöngunni Svokölluð „Parent infant pshyco therapy“ er meðferð foreldra og barns og getur hafist strax á öðrum þriðjungi meðgöngu. „Það er gott að byrja þá að auka tengslin. Auka með- vitund mömmu um tilfinningalíf þessa litla barns sem hún ber. Síð- an höldum við áfram út fyrsta árið. Langflestir fá einstaklingsmeðferð en síðan erum við líka með hópmeð- ferð,“ segir Gunnlaug, en að jafnaði eru um sex konur og sex börn í hóp- meðferð einu sinni í viku. Þá eru í boði sérstakir bumbuhópar í umsjón hjúkrunarfræðings frá heilsugæslu og ljósmóður frá kvennadeild Landspítalans. Fyrir þær sem þurfa minna inngrip er boðið upp á með- gönguhópa þar sem stílað er inn á fræðslu um einkenni, líðan, af- leiðingar og orsakir. „Ef það er full- reynt hjá okkur í meðferð, við náum ekki inn og fíknivandi er til staðar, þá tilkynnum við það og málið fer í farveg. Það eru heimildir til þess að þvinga konur til þess að leggjast inn. Oft þurfa þær bara tíma til að hætta og lenda og koma svo aftur,“ segir El- ísabet. Sex vikna barn getur gefist upp Hún bendir á að barnið og þroski þess geti ekki beðið og því sé mikil- vægt að meðferðin hefjist sem fyrst. „Fyrstu tvö árin í lífi barnsins eru svo mikilvæg og þess vegna eyðum við tíma í að kalla til einstaklinga sem geta staðið að baki móðurinni og aðstoðað hana við að leysa fé- lags- og húsnæðisvanda. Við getum ekki leyst allan vandann, en til þess að við komumst að til að vinna með- ferðina þá þarf að vera utanaðkom- andi ró. Við viljum vanda okkur og vera málsvari barnsins, vera rödd þess, því ómálga barn gleymist svo- lítið,“ útskýrir Elísabet. „Barnið get- ur ekki gengið út, það er kannski bara þriggja mánaða og liggur inni í öllu saman,“ bætir Gunnlaug við. „Svo sér maður að barnið fer að loka af, eða frjósa, vera mjög stillt og sofa mikið. Það er meira hættu- merki heldur en barn sem græt- ur mikið. Ég hef séð sex vikna gam- alt barn byrja að loka af vegna skorts á samspili móður og barns. Þá er barnið búið að gefast upp. Það er al- veg hægt að koma því aftur á rétta braut. Þetta gerist svo snöggt, þetta er svo viðkvæmur heili og fáar tauga- tengingar sem við erum með. Það er því svo mikilvægt að hlúa að þeim þannig þær vaxi og dafni,“ segir El- ísabet. Gunnlaug bendir á að margar gamlar kenningar um tengslamynd- un og taugaþroska barnsins hafi ver- ið sannreyndar með viðurkenndum vísindalegum hætti á síðustu árum og áratugum. „Við getum staðfest þessar kenningar í dag með mjög óyggjandi hætti.“ Vanrækt börn þroskast illa Börn sem fæðast við eða inn í streitu- valdandi aðstæður geta verið langt fram eftir aldri mjög viðkvæm fyrir áreiti, hita, kulda, hávaða og rödd- um. Og eiga það til að verða óvær- ari en önnur börn. Að sögn Gunn- laugar og Elísabetar er þessi skaði þó yfirleitt ekki óafturkræfur sé grip- ið inn í með réttum hætti. „Alvar- legustu tilfellin eru þegar ekkert er að gert í mörg ár,“ segir Gunnlaug Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Rannsóknir hafa sýnt að börn sem eru útsett fyrir tengslaskaða í frum- bernsku, þau eru í aukinni hættu á því að þróa með sér persónuleikaraskanir og jafnvel alvarlega geð- sjúkdóma. Hefur reynst vel Að þeirra mati hefur meðferðin gefið góðan árangur, en nú er að fara af stað árangurs- mat sem þær gera ráð fyrir að skili jákvæðri niðurstöðu. Mynd SigTRygguR ARi Eitt af herbergjunum Gunnlaug og Elísabet segjast nokkuð viss um að þetta sé eina geðdeildin í heiminum þar sem fari fram mæðraskoðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.