Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 50
Helgarblað 5.–8. september 201450 Sport Strákarnir í góðu Standi n Undankeppni Evrópumótsins hefst n Ekki má vænta mikilla breytinga Baldur Guðmundsson (baldur@dv.is) og Einar Þór Sigurðsson (einar@dv.is) Erfiður riðill Lars Lagerbäck stýrir nú liðinu, ásamt Heimi Hallgrímssyni í annarri undankeppninni í röð. Þeir náðu sögulegum árangri í fyrra þegar þeir tryggðu liðinu sæti í umspili um laust sæti á HM. Í riðli með Íslandi fyrir EM 2016 eru erfiðir andstæðingar; Holland, Tékkland, Tyrkland, Lettland og Kasakstan. Ísland mætir Tyrklandi á Laugardalsvelli á þriðjudag. Þann 10. október mætir Ísland Lettlandi ytra en Hollendingar koma í heimsókn þremur dögum síðar. Síðasti leikur ársins verður gegn Tékklandi, ytra, 16. nóvember. Jóhann Berg Guðmundsson Aldur: 23 ára Hæð/þyngd: 1,78/ekki vitað Staða: Vængmaður Landsleikir/mörk: 31/5 n Jóhann Berg skaust upp á stjörnu- himininn með íslenska landsliðinu í 4–4 jafnteflinu gegn Sviss í undankeppni HM þar sem hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Jóhann réri á önnur mið í sumar eftir að hafa verið í herbúðum hollenska liðsins AZ í fimm ár. Jóhann samdi við Charlton sem leikur í Championship-deildinni á Englandi og hefur hann leikið alla fimm leiki liðsins í deildinni. Charlton hefur farið vel af stað og situr í 6. sæti deildarinnar eftir fimm umferðir. Jóhann ætti því að vera í góðu standi og skyldi enginn útiloka að hann hæfi leik á öðrum hvorum vængnum gegn Tyrkjum á þriðjudag. Ari Freyr Skúlason Aldur: 27 ára Hæð/þyngd: 1.75/70 Staða: Vinstri bakvörður Landsleikir/mörk: 22/0 n Ari Freyr Skúlason átti mjög góða leiki með landsliðinu í undankeppni HM og virðist enginn geta ógnað stöðu hans í byrjunarliðinu. Ari er fastamað- ur í liði OB í Danmörku og hefur þessi fjölhæfi leikmðaur leikið alla sex leiki liðsins í dönsku úrvalsdeildinni sem fór af stað á dögunum. Gengi OB hefur þó ekki verið upp á marga fiska. Liðið situr í 10. sæti af 12 liðum með 5 stig eftir fyrstu 6 leikina. Ari ætti þó að vera í góðu leikformi sem eru góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið. Eiður Smári Guðjohnsen Aldur: 35 ára (verður 36 ára 15. sept.) Hæð/þyngd: 1.85/89 Staða: Miðjumaður Landsleikir/mörk: 78/24 n Eiður Smári er án félags eins og sak- ir standa, og því ekki í landsliðshópn- um. Landsliðþjálfararnir hafa þó sagt að ekki sé loku fyrir það skotið að Eiður Smári verði aftur valinn í landsliðið, komist hann í gott form, enda sýndi hann frábæran leik með landsliðinu á köflum í síðustu undankeppni. Eiður lýsti því yfir eftir seinni leikinn gegn Króötum að hann væri hættur með landsliðinu en það er aldrei að vita nema hann endurskoði þá ákvörðun. Það væri sannarlega liðstyrkur að fá hann aftur í bláu treyjuna. Ragnar Sigurðsson Aldur: 28 ára Hæð/þyngd: 1,87/85 Staða: Varnarmaður Landsleikir/mörk: 37/0 n Ragnar gekk í raðir rússneska liðsins Krasnodar í janúar, frá danska liðinu FC Kaupmannahöfn. Í Rússlandi hefur Ragnar unnið sér fast sæti í byrjunarliði liðs síns. Liðið er nokkuð öflugt og sló til að mynda Real Sociedad út úr Evrópukeppninni í ágúst. Ragnar er því væntanlega klár í slaginn í leikinn gegn Tyrklandi, og í fínu leikformi. Birkir Már Sævarsson Aldur: 29 ára Hæð/þyngd: 1,87/71 Staða: Hægri bakvörður Landsleikir/mörk: 42/0 n Birkir Már er á sínu sjötta tímabili með Brann. Liðinu hefur gengið afar illa og er sem stendur í fallsæti. Birkir hefur spilað 13 leiki af 22 í deildinni á tímabilinu, þar af verið níu sinnum í byrjunarliðinu. Þrátt fyrir það hefur Birkir Már ekki byrjað leik með Brann frá því í apríl. Hann ætti því ekki að vera í góðri leikæfingu og það er spurning hvort hann haldi stöðu sinni í byrjunarliði landsliðsins. Kári Árnason Aldur: 31 árs Hæð/þyngd: 1,90/87 Staða: Varnarmaður Landsleikir/mörk: 34/2 n Kári hefur að vanda verið fasta- maður í byrjunarliði Rotherham. Þar leikur hann lykilhlutverk en liðið spilar í þriðju efstu deild í Englandi. Kári hefur fyrir löngu unnið sér fast sæti í byrjunarliði Lars Lagerbäck og hefur spilað vel með landsliðinu. Kári, sem hefur spilað fimm heila leiki núna í ágúst, ætti að vera í toppformi. Birkir Bjarnason Aldur: 26 ára Hæð/þyngd: 1,82/75 Staða: Miðjumaður Landsleikir/mörk: 37/6 n Birkir Bjarnason var einn af lykilmönnum Íslands í undankeppni HM þar sem hann skoraði þrjú mikilvæg mörk. Birkir, sem hefur spilað á Ítalíu undanfarin miss- eri, hefur verið á talsverðu flakki. Hann lék sem kunn- ugt er með Sampdoria á síðustu leiktíð en gekk illa að festa sig í sessi. Í sumar sneri hann aftur til Pescara, þar sem hann lék tímabilið 2012/2013, og spilaði Birkir allar 90 mínúturnar um síðustu helgi þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Trapani. Aðeins ein umferð er búin í ítölsku deildinni. Birkir leggur sig ávallt 100% fram fyrir landsliðið og ætti að vera klár í slaginn gegn Tyrkjum. Vissir þú … … að Emre Belözoglu er leikja- hæsti leikmaðurinn í hópi Tyrkja. Þessi 33 ára leikmaður Fenerbache hefur leikið 91 landsleik. Hann hefur leikið með liðum eins og Inter og Newcastle á ferli sínum. … að markahæsti leikmaðurinn með landsliði Tyrkja er fyrirliðinn Arda Turan, leikmaður Atletico Madrid. Hann hefur skorað 14 mörk í 73 landsleikjum og er næst- leikjahæstur í landsliðinu. … að Ísland og Tyrkland hafa mæst sjö sinnum áður. Íslendingar hafa unnið fjórum sinnum, tvisvar hefur orðið jafntefli en Tyrkir hafa aðeins unnið einn leik. … að langt er liðið frá síðasta landsleik þjóðanna. Liðin mætt- ust síðast árið 1995 á Laugar- dalsvelli í undankeppni EM og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. … að stærsti sigur Ís- lands á Tyrkjum var 5–1 sigur á Laugar- dalsvelli árið 1991. Arnór Guðjohnsen skoraði fernu í leiknum. Í marki Tyrkja stóð enginn annar en Engin Ipekoglu. Var Bjarna Felixsyni sem lýsti leiknum á RÚV tíðrætt að „Engin(n)“ væri í marki Tyrkja. … að Tyrkir enduðu í 4. sæti D- riðils í undankeppni HM. Liðið fékk 16 stig en Ungverjar (17), Rúmenar (19) og Hollendingar (28) urðu fyrir ofan þá í riðlinum. … að tyrkneska liðið skoraði 16 mörk í undankeppni HM. Buruk Yilmaz og Umut Bulut skoruðu helming markanna, eða fimm mörk hvor. … að tyrkneska liðið fékk á sig 9 mörk í leikjunum 10 í undankeppni HM. … að landsliðsþjálfari Tyrkja er Fatih Terim. Terim er sextugur og lék hann 51 landsleik í vörn Tyrkja á árunum 1975 til 1985. Hann hefur þjálfað mörg lið á ferli sínum, má þar nefna Fiorentina, Milan og Galatasaray. … að landsleikjahæsti leikmaður Tyrkja frá upphafi er markvörðurinn Rustu Recber. Rustu lék 120 landsleiki á ferli sínum en hann lagði hanskana á hilluna árið 2012. Hann lék lengst af í Tyrklandi en átti stutt stop á Spáni tímabilið 2003–2004 þegar hann lék með Barcelona. … að markahæsti leikmaður Tyrkja frá upphafi er Hakan Sukur sem kemur kannski lítið á óvart. Sukur skoraði 51 mark á landsliðsferli sínum í 112 leikjum. Hann hætti í fótbolta árið 2008 eftir glæstan feril með liðum á borð við Inter Milan, Parma og Blackburn auk Galatasaray þar sem hann lék lengst af. … að besta árangri sínum á stór- móti náðu Tyrkir árið 2002 þegar liðið hafnaði í 3. sæti HM. … að besta árangri sínum í loka- keppni EM náðu Tyrkir árið 2008 þegar þeir komust í undanúrslit. Þar töpuðu Tyrkir fyrir Þjóð- verjum, 3–2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.