Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 45
Lífsstíll 45Helgarblað 5.–8. september 2014 Tjóðraðar barbIEdúkkur og playmo-karlar BDSM á Íslandi n Var stofnað 31. desember 1997. n Félagið heldur utan um fræðslustarf og hagsmunamál BDSM-iðkenda á Íslandi www.bdsm.is www.fetlife.com Grundvallar- reglur BDSM Samþykki Allir aðilar leiksins verða að vera sam- þykkir því sem þar fer fram. Meðvitund Allir þátttakendur verða að vera meðvit- aðir og gera sér grein fyrir því hvað þeir eru að gera. Öryggi Allir BDSM-leikir þurfa að vera öruggir þannig að ekki verði varanlegt eða langvarandi líkamlegt eða andlegt tjón. Freakout-ball Freakout var fyrst haldið árið 2006 og 2007, síðan kom hlé til ársins 2013 en þá var það haldið og einnig um þar síðustu helgi. Viðburðurinn fór fram á Classic Sport bar í Ármúla og þar komu saman um hundrað manns sem eiga það sameiginlegt að vera með einhvers konar blæti. Þessir hópar fara ekki hátt í samfélaginu en að sögn eru þó töluvert margir sem flokkast til þessa menn- ingarafkima. Blæti er samheiti yfir hluti eða fyrirbæri sem vekja kynferðislegan losta hjá fólki en þessir hlutir sem vekja upp lostann eru alla jafna ekki taldir lostavekjandi. Mikið fjör var á ballinu og fólk mætti í alls kyns búningum. Svo- kallað leikjahorn var á svæðinu þar sem fylgjast mátti með fólki meðal annars í bindileikjum. „Á Freakout er mikið lagt upp úr því að sýna fjölbreytileikann í sinni allra skrautlegustu mynd og haldið er upp á alls konar blæti. Viðburðurinn er á ýmsan hátt ekki ósvipaður Hinsegin dögum þar sem fólk af öllum tegundum kynhneigðar, kynvitundar og kynja kemur saman og gerir sér glaðan dag á meðal vina og jafningja. Kvöldið hér hjá okkur er þó með miklu minna sniði en svipaðar erlendar hátíðir, eins og Kinkfest í Bretlandi, svo dæmi sé tekið,“ segir í tilkynningu frá samtökunum vegna ballsins. ar. Allt frá bindingum, flenging- um, gúmmíi að fólki sem vill vera í bleium og bara hvað sem er. Sumir vilja láta niðurlægja sig, aðrir fíla að niðurlægja eða stjórna öðrum,“ segir Ólafur. „Hjá sumum er þetta einmitt ekkert kynferðislegt. Sumir vilja til að mynda bara vera búnir að taka allt til og vera með matinn tilbúinn þegar makinn kemur heim og þjóna hon- um þá. Krjúpa svo fyrir framan sjón- varpið og verða fótskemill fyrir mak- ann. Sumi frá kikk út úr svona,“ segir Magnús. Blaðamaður verður nokk- uð hvumsa og spyr hvort að það sé ekki bara einstaklingur sem eigi við einhver andleg vandamál að stríða og hafi lent í einhverju sem situr á sálinni. „Nei, þetta tengist því ekki. Það er ekki merki um að einstak- lingar sem hafi lent í einhverju sæk- ist frekar í neitt svona, þetta snýst ekki um það,“ segir Magnús Hann segir traust milli aðila líka skipta heilmiklu máli hvað þetta varðar. „Sumir fá mjög mikið út úr því að vera með maka sinn í bandi og ganga með hann úti eða fara á einhverja staði,“ segir Magnús og hlær þegar hann sér undrun blaða- manns. „Bara ganga á Laugaveg- inum með makann í bandi?“ spyr blaðamaður og á erfitt með að leyna undrun sinni. „Nei, yfirleitt er þetta nú á afskekktum stöðum en jú, það kemur alveg fyrir að fólk fari þannig út að skemmta sér. Þá fá báðir aðil- ar sitt kikk út úr þessu,“ segir Ólafur. Þeir segja margt fyrirfinnast innan þessa heims sem þeir kannski skilji ekki en leggi þó engan dóm á. Línan sé fín og mörgum þyki spennandi að dansa á henni. „Ég veit til dæmis um hjón úti sem klæddu svefnherberg- ið sitt allt í svona Dexter-stemningu,“ segir hann og vísar í þættina frægu. „Þau plöstuðu allt svefnherbergið, rúmið og allt og svo skar hann hana á háls með skurðarhníf. Bara örlítið þannig að blæddi smá. Þetta er eitt- hvað sem ég skil ekki að fólk fái neitt kynferðislegt út úr en þarna snýst þetta einmitt um traustið og hvað fólk er til í að ganga langt til að skapa stemninguna,“ segir Magnús. „Og það er akkúrat málið. Línan er svo fín. Þú finnur alltaf einhvern sem gengur tíu sinnum lengra en þú eða þér dettur í hug og svo eru alltaf ein- hverjir sem ganga of langt, við viljum halda fólki inni á öruggu svæði.“ Samþykki, meðvitund og öryggi Þau segja mikilvægt að fylgja ákveðnum reglum þegar kemur að því að stunda BDSM. Þrjár megin- reglur eru í hávegum hafðar; sam- þykki, meðvitund og öryggi. „Það verða allir að vera samþykkir því sem fram fer,“ segir Magnús. „Svo er mik- ilvægt að hugsa vel um sig og vera vel meðvitaður. Vímuefni og BDSM fara til dæmis ekki saman, það er mikill misskilningur,“ segir hann og bendir á að mikilvægt sé til dæmis að næra sig vel fyrir og eftir leiki til þess að koma í veg fyrir blóðsykursfall, sem sé mjög algengt eftir slíka leiki. Síðan sé öryggið mikilvægt til þess að all- ir aðilar séu heilir á húfi eftir leikinn. Magnús segir síðan mjög mikilvægt að þekkja vel inn á sig, félaga sinn, tala saman og kynna sér fræðsluefni til þess að vera vel undirbúinn. Frelsi til að vera maður sjálfur Þremenningarnir segjast fyrst og fremst vilja opna á umræðuna til þess að eyða fordómum og hver og einn fái að lifa eins og hann er. „Við erum bara venjulegt fólk, ekkert öðruvísi,“ segir Margrét. Til þess að opna á þessa umræðu héldu þau fyrir nokkrum vikum svo- kallað Freakout-partí þar sem hver og einn hafði frelsi til þess að vera hann sjálfur. Ballið var haldið á Classic Sport bar í Ármúla og mættu um 100 manns. Ballið hefur áður verið haldið, árin 2006 og 2007 en svo kom hlé þar til í fyrra. Á ballinu mátti sjá fólk í alls konar búningum en jafnan er lagt mikið upp úr þeim í BDSM-heiminum auk þess sem fylgjast mátti með bindingameistur- um að störfum. „Þetta eru oft dýr- ir og flóknir búningar,“ segir Magn- ús. „Einn latex-galli getur kostað mörg hundruð þúsund,“ segir hann. Fjölmargir lögðu leið sína á ballið og segja þau ballið vera lið í því að opna á umræðuna og gefa fólki stað til þess að vera það sjálft. Stefnt er að því að halda ballið aftur að ári og efla félagsskap hópsins. Þeir sem vilja vita meira er bent á bdsm.is og Face- book-síðu samtakanna. n Bundinn Hér má sjá einn á Freakout-ballinu. Bundinn í leikjahorninu. Í fjötrum Innan BDSM er rými fyrir alls kyns blæti. Hér má sjá konu bundna. Að leik Leikirnir eru af ýmsu tagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.