Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 48
48 Lífsstíll Helgarblað 5.–8. september 2014 „Við látum hvern dag skipta máli“ n Rætt við Petru Fanneyju Bragadóttur, móður sjö ára drengs með ólæknandi erfðasjúkdóm Á sunnudag fara fram tónleik- arnir Rokk fyrir Frosta í Há- skólabíói en um er að ræða fjölskylduvæna rokktón- leika til styrktar Frosta Jay Freeman, sjö ára drengs sem á síð- asta ári greindist með afar sjald- gæfan erfðasjúkdóm. Sjúkdóm- ur Frosta leggst meðal annars á taugakerfi og ónæmiskerfi og ein- kennist af vaxandi óstöðugleika hreyfingar sem leiðir til alvarlegr- ar færniskerðingar. Ekki er til lækn- ing við sjúkdómnum, né er hægt að hindra framgang hans, og því beinist meðferð fyrst og fremst að því að auka lífsgæði Frosta. Blaða- maður DV ræddi við Petru Fann- eyju Bragadóttur, móður Frosta, um sjúkdóminn og áhrif hans á líf fjöl- skyldunnar. Var látinn í spelkur Frosti var greindur með sjúkdóm- inn AT, eða Ataxia telangiectasia, þegar fjölskyldan flutti heim til Ís- lands frá Ástralíu í febrúar 2013 en sjúkdómurinn einkennist af vax- andi óstöðugleika við hreyfingar sem leiðir að lokum til alvarlegr- ar færniskerðingar. „Við vissum að það væri eitthvað að en aldrei fannst neitt. Munnurinn á honum var alltaf slakur og hann var með lé- legt jafnvægi. Jafnvel þegar hann sat þá missti hann jafnvægið,“ útskýr- ir Petra en Frosti gekk á milli lækna í Ástralíu án þess að nokkur skýr- ing fengist á ástandi hans. „Einhver læknirinn vildi að hann fengi spelk- ur á fæturna. Ég setti hann tvisvar í þær en fann það á mér að þetta væri ekki það sem væri að hrjá hann. Fæturnir á honum hefðu getað eyði- lagst hefði ég haldið þessu til streitu. Þá fór hann oft í sneiðmyndatöku og alls konar aðrar rannsóknir án þess að nokkuð fyndist. Þessi sjúk- dómur er náttúrlega mjög sjaldgæf- ur þannig að læknar leita kannski ekki strax að þessu. En það þurfti bara einn læknistíma hérna á Ís- landi til þess að fá rétta greiningu,“ segir Petra. Til marks um hversu sjaldgæfur sjúkdómurinn er þá er talið að eitt af hverjum fjörutíu til hundrað þúsund börnum greinist með AT. Til samanburðar má geta þess að á Íslandi fæðast að meðal- tali 4.700 börn á ári þannig að hér á landi má búast við að barn greinist með sjúkdóminn á tíu til tuttugu ára fresti. Frosti er sá þriðji til þess að greinast með AT á Íslandi. Versta frétt sem þú getur fengið Greiningin hefur eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á líf fjöl- skyldunnar. Petra minnkaði með- al annars við sig vinnu og er í hálfu starfi í dag. Þá þurfti fjölskyldan að finna sér hentugra húsnæði en hún var á þriðju hæð í fjölbýlishúsi en er nú komin niður á fyrstu hæð. „Það fer náttúrlega allt á hvolf,“ seg- ir Petra. „Þetta er náttúrlega versta frétt sem þú getur fengið. Ég held að maður átti sig kannski ekki alveg á því hvað þetta hefur mikil áhrif á mann fyrr en seinna,“ segir Petra en hún segist meðal annars vera orðin gleymin og oft utan við sig. „Það hefur bara einhvern veginn hægst á mér og ég gleymi mjög miklu. Öllu nema því sem viðkemur Frosta. Ég man alltaf eftir öllum læknatímum en ef einhver biður mig um að hr- ingja í sig eftir tuttugu mínútur þá gleymi ég því um leið,“ segir hún og hlær en blaðamaður hafði beðið eft- ir símtali frá henni eilítið lengur en tuttugu mínútur áður en þetta sam- tal á sér stað. Með „lúkkið“ á hreinu Petra segir mikinn dagamun á Frosta en helstu einkenni sjúk- dómsins í dag eru jafnvægisleysi og lítið þrek. „Þessi vika hefur til dæmis verið mjög erilsöm og í dag fór hann til dæmis ekki í skól- ann fyrr en um ellefu leytið. Þetta er alls ekkert alltaf svona en það koma dagar þar sem hann er algjör- lega búinn á því. Suma daga hefur hann meiri orku en er aldrei orku- mikill. Önnur einkenni eru þau að hann er mjög sækinn í pestir en það hefur sloppið það sem af er hausti,“ segir Petra. Hún segir Frosta finna fyrir því þessa dagana að hann er að missa svolítið af krökkunum. „Hann hefur rosalega gaman af fót- bolta og fór einmitt á fótboltanám- skeið í sumar. En hann er náttúr- lega ekkert mjög góður í fótbolta. En þá gerum við meira úr því að hann eigi flottan búning og flotta skó. Hann er alltaf með „lúkkið“ á hreinu. En þetta er oft erfitt. Hann sagði það til dæmis í bílnum í gær að hann væri svo lélegur í fótbolta. Þá getur maður ekki sagt: Jú, þú ert geðveikt góður! Heldur reyni ég að minna hann á hversu duglegur hann sé að vera með í leiknum þrátt fyrir að vera veikur,“ segir Petra. „Við látum hvern dag skipta máli og það má segja að við lifum algjörlega í núinu. Maður vonar bara að hann eigi nokkur góð ár eftir en undan- farna mánuði hefur honum hrak- að mjög mikið. Við lifum eiginlega á tvöföldum hraða því hann fær lík- lega ekki eins langan tíma og aðr- ir. Við viljum gera svo margt með honum áður en hann verður fastur í hjólastól og áður en sjónin eða þrekið verður verra.“ Margt gott fólk í kringum okkur Í apríl síðastliðnum voru haldnir tónleikar undir yfirskriftinni Áfram Frosti en aðalskipuleggjandi þeirra var æskuvinur Petru sem spilar í Fíladelfíu og fékk hann þá hugmynd að láta gott af sér leiða í gegnum tónlist. Í byrjun sumars hringdi síð- an útvarpsmaðurinn Smutty Smiff í Petru og sagðist einnig vilja halda tónleika í þeim tilgangi að leggja fjölskyldunni lið. Þess má geta að Frosti og sonur Smutty, Vincent, eru saman í bekk og bestu vinir. „Við erum ótrúlega heppin og erum með margt gott fólk í kringum okk- ur,“ segir Petra. Auk Smutty Smiff koma fram á tónleikunum Bubbi Morthens, Daníel Ágúst, Dimma, Helgi Björns, Pollapönk, Lay Low, Art is dead, Pétur Ben og meðlim- ir hljómsveitarinnar Kaleo. Tón- leikarnir hefjast kl. 17 og stendur miðasala yfir á midi.is. Þá geta þeir sem sjá sér ekki fært að fara á tón- leikana en vilja leggja fjölskyldunni lið lagt inn á styrktarreikning fjöl- skyldunnar sem er 1167-15-200471. Kt. 080776-4629. n Nánar um AT „Fyrstu einkenni AT eru oft þau að barnið á í erfiðleikum með að stýra hreyfingum augnanna, sem getur leitt til tvísýnis. Við 1–2 ára aldur, þegar barnið er að læra að ganga, koma fram samhæfingarerfiðleik- ar sem valda viðvarandi óstöðugleika. Við 4–5 ára aldur eru mörg börn með AT farin að nýta sér hjálpartæki við gang og við 9–10 ára aldur er um helmingur þeirra far- inn að nota hjólastól. Skjálfti, ósjálfráðar hreyfingar, stífni í vöðvum, jafnvægis- og kyngingarerfiðleikar og óskýrt tal geta líka einkennt sjúkdóminn. Börn með AT geta tileinkað sér nýja færni þrátt fyrir þessa erfiðleika en með aldrinum versnar samstilling sjónar og handa og geta þeirra minnkar. Börn með AT taka yfirleitt eðlilegum framförum í þroska fyrstu mánuðina. Vits- munaþroski þeirra er almennt eðlilegur en seinkaður málþroski og framburðarerf- iðleikar eru algengir. Sjónvandamál geta haft áhrif á lestrargetu. Samhæfingarerf- iðleikar hamla skrift og geta einnig haft áhrif á leik. Minnkun á framleiðslu hormóna getur valdið vaxtarskerðingu og seinkuðum kynþroska. Hárið getur gránað snemma og húðin orðið þunn og hrukkótt, jafnvel á unglingsárum. Talið er að um 20–40% þeirra sem eru með sjúkdóminn fái krabbamein, einkum er tíðni hvítblæðis, eitlakrabbameins og brjóstakrabba- meins aukin. Lífslíkur einstaklinga með sjúkdóminn minnka mjög þegar komið er á unglingsaldur. Einkenni sjúkdómsins og lífslengd er mjög einstaklingsbundin. Sjúkdómurinn er framsækinn og krefst ævilangrar meðhöndlunar. Æviskeiðið er marktækt styttra en hjá þeim sem ekki eru með sjúkdóminn og beinist meðferðin fyrst og fremst að því að auka lífsgæði.“ Heimild: Greining.is. Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Flott mæðgin Frosti og Petra á góðri stund. Mynd Úr einKasaFni. Í góðum hópi Smutty Smiff stendur fyrir styrktartónleikum fyrir Frosta á sunnudag. Hér er hann ásamt Frosta og Daníel Ágúst. Myndir Úr einKasaFni. nýtum tímann Petra segir fjölskylduna lifa á tvöföldum hraða og nýta hvern dag saman. Hér er Frosti hæstánægður í tívolí. eiga marga góða að Kjartan á Múla, sem hljóp fyrir Einstök börn, og Frosti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.