Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 13
Helgarblað 5.–8. september 2014 Fréttir 13 Konur geta líka beitt mjög grófu ofbeldi n 23 prósent skjólstæðinga Drekaslóðar eru karlar n Kynbundin umræða dregur úr kjarki K arlmenn eru stundum beitt- ir það grófu líkamlegu of- beldi af konum að þeir lenda á sjúkrahúsi, segir Thelma Ásdísardóttir hjá samtökun- um Drekaslóð. Í ársskýrslu samtak- anna, sem nýlega var gefin út, kemur fram að 51 af þeim 217 einstaklingum sem nýttu sér viðtalaþjónustu Dreka- slóðar árið 2013 voru karlmenn, eða 23 prósent. „Karlarnir koma út af svipuðu ofbeldi og konur. Þeir koma mest út af kynferðisofbeldi og of- beldi í parasamböndum, og svo ein- elti í æsku,“ segir Thelma. Hún bend- ir jafnframt á að margir komi út af fleiri en einni gerð ofbeldis. Hlutfall karla af þolendum ofbeldis sem leita til Drekaslóðar hefur verið svipað síð- an samtökin voru stofnuð fyrir fjórum árum, og er það mun hærra en um- ræðan í samfélaginu gefur til kynna. Ekki feminísk hugmyndafræði „Svona hefur þetta verið frá upphafi hjá okkur. Við vinnum í raun ekki undir femínskri hugmyndafræði sem lítur þannig á að kynferðisofbeldi og ofbeldi í parasamböndum sé fyrst og fremst grófasta birtingarform kynja- misréttis. Við ákváðum að vinna eftir því að flestir geti beitt ofbeldi, karlar, konur og börn, en ekki að flokka eftir kynjum.“ Thelma segir þau á Dreka- slóð þar af leiðandi hafa hvatt alla sem hafa verið beittir einhvers kon- ar ofbeldi að koma til þeirra. Líka þá sem hafa verið beittir ofbeldi af hendi kvenna. „Við höfum því alla tíð verið með mjög fjölbreyttan notendahóp.“ Fjöldi karla kom ekki á óvart Thelma segir það ekki hafa komið sér á óvart hve margir karlmenn hafi leit- að til þeirra. Það hafi hins vegar kom- ið henni á óvart hve fljótt þeir komu og undan hvers konar ofbeldi. „Ég er að miklu leyti „alin“ upp í Kvenna- athvarfinu og Stígamótum og þar var áhersla lögð á að það væru fyrst og fremst karlar sem beittu konur og börn ofbeldi, og ég var sjálf talsmað- ur þess á sínum tíma. Mér fannst þó alltaf vera einhver skekkja í þessu.“ Hún hugsaði mikið um hvað gæti verið að valda því að karlar beittu frekar ofbeldi en konur. Og setti mjög snemma spurningarmerki við hvort sú kenning stæðist yfirhöfuð. „Það komu svo mörg mál inn á borð til mín þar sem mér fannst þessi kenn- ing ekki ganga upp. Mér fannst eitt- hvað vanta í hana,“ útskýrir Thelma. „Ég vissi að mörgum karlmönnum hafði þótt erfitt að koma inn í Stíga- mót vegna þessa viðhorfs. Þannig að það var þörf á stað með víðari hug- myndafræði.“ Hún var sannfærð um að mikið af málum kæmu ekki upp á yfirborðið því umræðan bauð ein- faldlega ekki upp á það. Það virðist þó hafa breyst með tilkomu Drekaslóðar. Beita forræðinu sem vopni Aðspurð hvernig ofbeldi konur beiti karlmenn aðallega, segir Thelma allan gang vera á því, en gjarnan sé um and- legt ofbeldi að ræða. „Ofbeldi á milli náinna einstaklinga byggist ekki mik- ið á mismun á aflsmunum, heldur frekar andlegu niðurbroti. Konur eru ekkert síður færar um að brjóta nið- ur andlega en karlmenn. Ef karlmað- ur er brotinn niður andlega þá er hann ekkert að bera hönd fyrir höfuð sér. Þá er algengt að honum líði eins og hann eigi það skilið að vera barinn, eins og konur upplifa.“ Að sögn Thelmu hafa þeir karlmenn sem leita til þeirra líka talað um að þeir svari ekki fyrir sig af því þeir vilji ekki vera sá sem lem- ur konuna sína. „Konur eru líka yfir- leitt mun sterkari hvað varðar forræði barna og það er óspart notað gegn karlmönnum. Ef maðurinn gerir ekki það sem konan vill þá hótar hún því að fara með börnin.“ Ofbeldi sem kon- ur beita er þó ekki eingöngu andlegt, eins og fram hefur komið. Því í sum- um tilfellum er um mjög gróft líkam- legt ofbeldi að ræða. Eflaust enn fleiri karlmenn Aðspurð segist Thelma ekki efast um að mun fleiri karlmenn séu beittir of- beldi af hendi kvenna heldur en töl- ur Drekaslóðar gefi til kynna. „Ég held að það sé mjög mikið af málum þarna úti sem eiga eftir að koma upp á yf- irborðið. Og ég hef þá persónulegu trú, að á meðan umræðan er svona kynbundin, þá eru hin málin ekki að koma jafn mikið upp á yfirborðið.“ Thelma er sannfærð um að ef um- ræðan um ofbeldi kvenna væri auk- in, sem og umræða um ofbeldi gegn karlmönnum yfirhöfuð, þá myndu fleiri karlmenn og þolendur kvenna stíga fram. Hún segir karlmenn vinna á svipaðan hátt úr ofbeldinu og kon- ur, en þeir eigi þó erfiðara með suma hluti. „Konur hafa einhvern veginn miklu meira leyfi til að vera þolend- ur, á meðan samfélagið setur karl- menn frekar í það box að þeir eigi að vera sterkir og harðir.“ Hjá Drekaslóð starfa einnig karlmenn svo ef karl- mönnum finnst þægilegra að ræða við einhvern af sama kyni þá er það ekki vandamál. Thelma segir marga karlmenn hins vegar frekar vilja ræða við konur. Karlmennirnir sem leita til Drekaslóðar eru á öllum aldrei, frá 18 ára og upp úr, líkt og konurnar. Finnst þeir vera einir Þrátt fyrir að konur og karlar vinni á svipaðan hátt úr ofbeldi, þá hefur Thelma tekið eftir því að undanfari vinnunnar sé oft lengri þegar einstak- lingar koma út af ofbeldi kvenna. „Til dæmis hvernig fólk segir frá of- beldinu. Fólk kemur oft út af öðru of- beldi og svo kemur þetta fram þegar það er búið að vera hjá okkur í svolít- inn tíma. Mér finnst líka meiri tregða við að nota orðin sem við erum orðin þaulvön að nota í garð karlmanna. Þegar kemur að konum þá vill fólk síður nota þessi orð og það er miklu meira um að reynt sé að útskýra orsakahegðun konunnar.“ Með því á Thelma við að það komi fram afsaknir á borð við að konan hafi sjálf átt erfitt og að maðurinn hafi verið leiðinlegur við hana. „Fólk er vantrúaðra og sum- ir sem koma undan ofbeldi kvenna, þeim líður eins og þeir séu algjör- lega einir á Íslandi. Að enginn ann- ar hafi verið beittur ofbeldi af konu.“ Þrátt fyrir að Thelmu þyki umræðan um ofbeldi oft einum of kynbundin, þá vill hún ekki gagnrýna hana sem slíka. Hún telur að einhvers staðar hafi þurft að byrja og umræðan hafi hugsanlega þurft að vera kynbundin í upphafi. „Mér finnst við hins vegar svolítið hafa fest okkur í henni.“ n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Karlar Konur Börn (allir undir 18 ára) Engin ofbeldis- persóna Ekki vitað Fjöldi gerenda Af fullorðnum gerendum voru 71 kona, eða 37 prósent, og 122 karlar, eða 63 prósent. Þá voru 44 gerendur börn (undir 18 ára). Í 24 tilfellum var ekki um neina ofbeldismanneskju að ræða og í 53 tilfellum var ekki ljóst hver ofbeldismanneskjan var, en þær tölur ná einnig yfir aðstandendur sem leituðu til samtakanna. Í skýrslunni kemur fram að margir þeir sem leiti til Drekaslóðar hafi verið beittir ofbeldi af fleiri en einum. Þá kemur engin skýr ofbeldismanneskja í sumum tilfellum, eins og í vanrækslumálum. Því ríma tölurnar ekki við fjölda þeirra einstaklinga sem komu í einstaklingsviðtöl. Fjöldi einstaklinga sem komu í viðtöl hjá Drekaslóð n Alls komu 217 einstaklingar í viðtöl hjá Drekaslóð á árinu 2013. 51 karl og 166 konur. Konur 77% Karlar 23% „Karlmenn eru stundum beittir það grófu líkamlegu ofbeldi af konum að þeir lenda á sjúkrahúsi Kynferðislegt ofbeldi af öllu tagi Einelti Andlegt ofbeldi annað en einelti og í parasamböndum Ofbeldi í para- sambandi Líkamlegt ofbeldi annað en í parasamböndum Vanræksla Annað 97 72 51 21 14 Skjólstæðingar Drekaslóðar hafa orðið fyrir ofbeldi af ýmsu tagi, en kynjaskipt- ar upplýsingar um tegund ofbeldis liggja þó ekki fyrir. Margir koma vegna margs konar ofbeldis og því er samtalan hærri en fjöldi þeirra sem nýttu sé einstak- lingsviðtöl. Að sögn Thelmu hefur orðið mikil aukning á því að fólk leiti til þeirra út af ofbeldi foreldra, þá ekki bara kynferð- islegu ofbeldi, heldur líka andlegu og líkamlegu. Í þeim tilfellum eru mæður oft gerendur og ofbeldið beinist bæði gegn drengjum og stúlkum. Tegundir ofbeldis 49 37 122 71 44 24 53 Taka á móti öllum Hjá Drekaslóð er ekki unnið eft- ir þeirri feminísku hugmyndafræði að kynferðis- legt ofbeldi og ofbeldi í parasambönd- um sé grófasta birtingarmynd kynjamisréttis. Mynd SigTRygguR ARi „Ofbeldi á milli náinna einstaklinga byggist ekki mikið á mismun á aflsmunum, heldur frekar andlegu niðurbroti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.