Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Síða 44

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Síða 44
42* Búnaðarskýrslur 1958—60 Húðir af stórgripum voru einnig rakaðar og skinnið notað í skó. Kjöt af hrossum var lítt hirt, þótti vanhelgur matur. Fyrstu sláturhús hér á landi tóku til starfa 1907, sláturhús Slálur- félags Suðurlands í Reylcjavík, Sláturhús KEA á Akureyri, Sláturhús Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. Síðan hefur slátrun hér á landi færzt ár frá ári í svipað horf og með menningarþjóðum i Evrópu og Norður- Ameríku. Sláturhús voru byggð á öllum helztu verzlunarstöðum lands- ins þegar fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Síðan hefur öllu sauðfé, sem selt hefur verið til slátrunar, verið slátrað í sláturhúsum af mönnum, sem meira eða minna hafa lært til sláturstarfa og undir eftirliti þeirra manna, er bezt þóttu kunna. Stórgripum var hins vegar fram yfir heimsstyrjöldina síðari ýmist slátrað heima eða í sláturhúsum. Fram til 1922 var því nær allt kjöt sláturdýra saltað í tunnur, jafnt til útflutnings sem sölu innan lands. Árið 1922 var fyrst gerð tilraun til að flytja út kælt kjöt (kallað „ís- varið“ í verzlunarskýrslum), en mjög var það í smáum stíl. Mest var flutt út af kældu kjöti 1925, 111,9 tonn. Frystihús til kjötfrystingar var byggt 1913 í Reykjavík, aðallega notað til kælingar á kjöti handa mat- vælaverzlunum. Árið 1926 var fyrst gerð tilraun til að flytja út fryst kjöt. Voru það ár flutt út 25,6 tonn af kældu lcjöti og 158,2 tonn af frystu kjöti. Árið eftir, í marz 1927, kom til landsins fyrsta frysti- skipið í íslenzka eign, Brúarfoss. Það ár voru flutt út 38,2 tonn af kældu kjöti og 351,2 tonn af frystu kjöti. Eftir það var hætt tilraunum með útflutning á kældu kjöti, en útflutningur á frystu (þ. e. hægfrystu) kjöti fór vaxandi með hverju ári. Það tók nokkur ár að koma upp frysti- húsum á öllum helztu verzlunarstöðum, og var meiri hluti útflutts kjöts saltaður um sinn. Árið 1932 var í fyrsta sinn meira flutt út af frystu kjöti (alls 1658,2 tonn) en söltuðu (1576,2 tonn). Síðan hefur meiri hluti útflutts kjöts á hverju ári verið frystur, og síðan 1945 hefur út- flutningur saltkjöts verið lítill. Samfelldar heildarskýrslur um slátrun í sláturhúsum eru ekki til eldri en frá haustinu 1934, er Kjötverðlagsnefnd tók til starfa samkvæmt bráðabirgðalögum, er síðan voru samþykkt sem afurðasölulögin frá 9. janúar 1935. Skýrslur þessar eru þó aðeins um sauðfjárslátrunina, og hefur fram að þessu ekki verið hirt um að safna á sama hátt skýrslum um slátrun á öðru búfé. í 9. yfirliti eru árlegar tölur um sauðfjárslátrun í sláturhúsum árin 1934-—60. Auk tölu sláturfjár í sláturhúsum kemur þar fram þyngd á kjötinu að morgni eftir að slátrun hefur farið fram og meðal fallþungi sláturfjárins. En við slátrunina fellst til, auk kjötsins, gærur, og það sem í daglegu íslenzku máli er kallað slátur, en það er hausar, fætur og innmatur. Um allt þetta eru sláturskýrslur þær, sem til eru, heldur ófullkomnar. Tala gæranna, sem verðmætastar eru sláturafurða næst á eftir kjötinu, er þó að sjálfsögðu hin sama og tala sláturfjárins. En heildarskýrsla er ekki til um þyngd á gærunum, enda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.