Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Side 2
„Þeir voru gríðarlega hissa þegar þeir fundu eitthvað á Íslandi sem var betra en þeir eru með,“ segir Goran Misic eigandi Grand Spa-heilsulind- arinnar á Grand Hótel. Nokkrir leik- menn enska stórliðsins Aston Villa, þjálfarar og starfsfólk félagsins birt- ust í dyragættinni og áttu varla orð yfir aðstöðuna sem Goran býður upp á. „Þeir sögðust meira að segja ætla að kaupa alveg eins tæki til félagsins þegar þeir kæmu aftur til Englands,“ bætti Goran við. Fóru með bros á vör Einn af þjálfurum Aston Villa, þrekþjálfari liðsins, sem hefur unnið lengi hjá félaginu sagði við Goran að tækin sem hann byði upp á væru ein- mitt tækin sem hann hefði verið að leita að í langan tíma. „Þeir voru að æfa þarna í einhvern tíma og svitn- uðu vel. Síðan létu þeir þreytuna líða úr sér og fóru héðan mjög sáttir.“ Goran er ekki ókunnur knatt- spyrnu. Í langan tíma lék hann fót- bolta hér á landi við góðan orðstír og heyrðu Aston Villa menn af honum. Eftir að leikferl- inum lauk fór Gor- an að þjálfa en hefur einbeitt sér að einkaþjálfun í nokkurn tíma. Fjórða sigursælasta lið Englands Aston Villa er eitt stærsta liðið í enska boltanum, þó það hafi ekki verið sigursælt í seinni tíð. Liðið var stofnað 1874 og hefur spilað á Villa Park í Birmingham síðan 1897. Fé- lagið er í eigu Bandaríkjamannsins Randys Lerner sem keypti ráðandi hlut Dougs Ellis árið 2006. Aston Villa vann gömlu fyrstu deildina alls sjö sinnum eins og enska bikarinn. 1982 kom ein glæstasta stund félagsins þegar það vann Evrópubik- arinn. Félagið er því eitt af fjórum enskum liðum sem hafa unnið Evrópukeppni. Liðið er fjórða sigursælasta liðið í sögu enska boltans með tuttugu stóra titla. Síðasti titill félagsins kom árið 1996. Enginn Barry Aston Villa hefur allt til alls á sínu svæði á Englandi og taldi sig vera með eina bestu aðstöðuna fyrir leikmenn á landinu. Þangað til þeir komu í Grand Spa. „Þeir voru í raun bara í sjokki yfir aðstöðunni hér. Eftir að hafa prófað tækin voru þeir sannfærð- ir. Þeir munu kaupa svona tæki,“ segir Gor- an. Tækin, Techno Gym, koma frá Ítalíu og eru nýjasta nýtt á lyftinga- markaðnum. Átta leikmenn liðsins komu til að lyfta í Grand Spa. Þó var stærsta stjarnan þeirra, Gareth Barry, ekki þar á meðal. Goran segir að engin vandræði hafi verið vegna leikmanna Aston Villa. Allir hafi þeir verið mjög fagmannlegir í sinni nálgun. „Þetta er þeirra atvinna þannig að þeir geta ekkert verið með ein- hver fíflalæti.“ Þetta helst föstudagur 15. ágúst 20082 Fréttir DV - þessar fréttir bar hæst í vikunni Annar meirihluti ársins, og sá þriðji á kjörtímabil- inu, er fallinn. Snemma vikunnar varð ljóst að líf meirihlutasamstarfs Sjálf- stæðisflokks og Ólafs F. Magn- ússonar í borgarstjórn héngi á bláþræði. Sjálfstæðismenn voru orðnir langþreyttir á borgarstjóra sem þeim þótti fullsjálfstæður í ákvörðunum og yfirlýsingum. Spennuþrungnum dögum lauk með því að þeir slitu samstarfinu við Ólaf og mynduðu nýjan borg- arstjórnarmeirihluta með Óskari Bergssyni og Framsóknarflokkn- um. Ólafur og Óskar hafa löng- um deilt hart hvor á annan og skiptu þarna um hlutverk í stjórn og stjórnarandstöðu. enn einn meirihlutinn fallinnmiðvikudagur 13. ágúst 20088 Fréttir RáðabRugg í Ráðhúsinu „Nei, nei, það er ekki í deiglunni,“ segir Óskar Bergsson spurður hvort það sé möguleiki á að hann verði þriðja hjólið í meirihlutasamstarfi Frjálslynda flokksins og Sjálfstæð- isflokksins. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum og viðtölum við sjálfstæðismenn vilja þeir treysta völd sín með Framsóknarflokknum en sjálfir telja þeir Ólaf F. Magnús- son vera að sliga flokkinn. Óskar og Ólafur hafa eldað grátt silfur síðan Óskar kom inn sem borgarfulltrúi fyrir Björn Inga Hrafnsson og því eru leiddar að því líkur að tilboði Sjálfstæðisflokksins sé slengt fram gagngert til þess að hrekja Ólaf í burtu. En svo virðist sem borgar- fulltrúarnir séu einfaldlega að biðla til Óskars um að bjarga þeim. Niðurlægjandi staða Meirihlutasamstarf Sjálfstæð- isflokksins við borgarstjórann Ólaf F. hefur gengið brösuglega og þær raddir heyrast meðal sjálfstæðis- manna að það hafi verið alger nið- urlæging þegar Ólafur réði Gunnar Smára Egilsson til þess að taka út upplýsingamál í borginni. Gunnar Smári fær að launum um eina og hálfa milljón króna fyrir sex vikna vinnu. En sjálfstæðismönnum svíð- ur vegna þess að Gunnar Smári var forstjóri Dagsbrúnar sem var í eigu Baugs. Armur innan Sjálfstæðis- flokksins er svarinn óvinur Baugs- manna, samanber Baugsmálið í heild sinni. Nú er Gunnar, sem var tákngervingur fjölmiðlahluta Baugs, orðinn upplýsingaráðu- nautur innan borgarstjórnar. Hvött til dáða Sjálfstæðisflokkurinn mæld- ist með tæp 27 prósent í síðustu Gallupkönnun. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins og núver- andi ritstjóri Frétta- blaðsins, skrifaði í gær leiðara þar sem flokkurinn var hvattur til þess að ræða við Fram- sókn um nýj- an meirihluta. Í Staksteinum Morg- unblaðsins hafa sömu sjónarmið verið viðruð, en auk þess var þar stungið upp á samstarfi við vinstri græna. Guðni Ágústsson, formað- ur Framsóknarflokksins, talar á þá leið í fjölmiðlum að nú sé svo kom- ið að meirihluti borgarstjórnar er óstarfhæfur en gefur ekkert upp um hugsanlegt samstarf. Eftirspurn eftir Framsókn „Þetta er ekki meirihlutinn sem ég vil vinna með,“ segir Óskar um þann möguleika að ganga til liðs við meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins og Ólafs F. Magnússonar. Óskar bendir á að hann skilji umræðuna um breytingar á meirihlutanum þar sem núverandi meirihluti sé óstarf- hæfur og hafi verið í því ástandi frá upphafi, að hans mati. Þá vill Óskar meina að þetta sé ekkert nýtt í umræð- unni. Fjöl- miðlar hafi reifað allar mögulegar hugmyndir að meiri- hluta, en nú sé búið að loka hringn- um með nýrri hugmynd um sam- starf. „Annars hljómar þetta eins og góð tónlist í mínum eyrum, það er langt síðan eftirspurn eftir Fram- sókn var jafnmikil og nú,“ segir Ósk- ar hlæjandi. Afhroð sjálfstæðismanna Þó svo Óskari sé skemmt vill hann ekki ganga svo langt að loka alfarið á samstarf við nokkurn flokk um meiri- hluta. Aðspurður segir hann eng- an fulltrúa borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins hafa rætt við sig um hugsanlegt samstarf. Samkvæmt heimildum DV sér Sjálfstæðisflokkurinn sér ekki fært að slíta samstarfinu við Ólaf þar sem slíkt gæti reynst of þungt högg á brothætt fylgi flokksins. Flokkur- inn hefur þó þegar goldið afhroð í skoðanakönnunum og eru þau sjónarmið áberandi innan borgar- stjórnarflokksins að bregðast þurfi við og það sem fyrst ætli hann ekki að missa völdin endanlega í næstu kosningum. Að auki þurfi borgar- fulltrúarnir, hver og einn, að horfast í augu við hugsanlegt prófkjör fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Ítrekað var reynt að ná sambandi við Ólaf F. en hann svaraði ekki. Óskars BergssonarÓlafi F. Magnússyni Gunnars Smára Egilssonar vAlur GrEttiSSoN blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Annars hljómar þetta eins og góð tónlist í mínum eyrum, það er langt síðan eftirspurn eftir Framsókn var jafn- mikil og nú.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir Fylgi sjálfstæðisflokks hefur ekki aukist þrátt fyrir að Hanna Birna sé orðin oddviti flokksins. Flokkurinn hefur aldrei mælst jafnilla í skoðanakönnunum. Ólafur F. Magnússon Ekki náðist í Ólaf F. en hann hlýtur að vera ráðvilltur eftir að sjálfstæðismenn biðluðu til Óskars Gunnar Smári Egilsson Er nýr upplýsingamálaráðunautur borgarinnar og sjálfstæðismönn- um svíður það. Óskar Bergsson Bítur ekki á öngul sjálfstæðisflokksins sem býður honum inn í meirihlutasam- starf ásamt Ólafi F. magnússyni. Benedikt Þór Þorgríms- son fór fram á að lögbann væri sett á þátt sem rit- stjórn Kompáss vinn- ur nú að og á að sýna í næsta mánuði. Blaðamenn þáttarins fengu Ragnar Magnús- son, fyrrverandi veitingamann, til að vera tálbeita í þætti um handrukkanir. Þegar Ragnar og Benedikt mættust á fyrirfram ákveðnum tíma mun Benedikt hafa gengið í skrokk á Ragnari. Veitingamaðurinn segir Benedikt vera handrukkara sem hafi haft í hótunum við sig ef hann skrifaði ekki undir afsal af veitingastöð- um sínum. Benedikt neitar því hins vegar öllu. barsmíðar og sjónvarpsupptökur F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ár sins Tugir foreldra og barna fá ekki að hiTTasT þar sem foreldrið með forræðið kemur í veg fyrir samskipTin, segir lúðvík börkur Jónsson, formaður félags um for- eldraJafnréTTi. mánudagur 11. ágúst 2008 dagbla ðið vísir 144. tbl. – 98. árg. – verð k r. 295 Tugir fá ekki að hiTTa börnin sín benJamín þ. þorgrímsson myndaður við að berJa ma nn: ragnar Magnússon tálbeita þáttarins sjónvarpsmenn mynduðu átökin benjamín grunar ragnar um íkveikju ragnar lýsti benjamín sem handrukkara kveikt í bílum beggja seinustu misseri fréTTir krefst logbanns a kompas FH-ingar styrktu stöðu sína á toppnu m með sigri í Frostaskjóli hoTað LáTnuM syni „það er óTTalega óþægi- legT að fá svona hóTun- arbréf,“ segir guðmund- ur guðJónsson, faðir ungs manns sem lésT á síðasTa ári. Trygginga- sTofnun krefsT íTrekað upplýsinga frá láTnum syni guðmundar. 2 Slæmt efnahagsástand birtist í uppsögn- um og gjaldþrotum. Það birtist líka í því að sífellt erfiðara verður að fylla það verslunarhúsnæði sem er til eða er í byggingu. Þannig hafa forráðamenn Max-raftækja ákveðið að opna ekki verslun á Korpu- torgi við Vesturlandsveg eins og til stóð. Þá er afar ólíklegt að Office 1 opni verslun þar. Bæði fyrirtækin hafa skrifað undir leigusamninga en telja betra að reyna að rifta þeim með tilheyrandi kostnaði en að ráðast í að opna nýja verslun. hætta við að opna F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins Stjórn ÞeyStareykja íhugar mál- Sókn gegn Þórunni Sveinbjarnar- dóttur umhverfiSráðherra vegna heildStæðS umhverfiSmatS hennar á bakka. þriðjudagur 12. ágúst 2008 dagblaðið vísir 145. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 RáðheRRa gRunaðuR um þRjú lögbRot læknir reyndi að hindra að Sex ára Stúlka færi til föður SínS: tölvufíklaR nota pítsukassa sem klósett íSlenSkir tölvuleikja- fíklar eru Sumir Svo langt leiddir að Þeir ganga örna Sinna í pítSukaSSa fyrir framan tölvuna. fRéttiR sagði sex ára stúlkuna kvíða samvistum við föður sinn faðirinn segir lækninn leiksopp móðurinnar í forræðisdeilu Svikinn faðir kærir lækni lögReglan vill sjábaRsmíðaR á tálbeitumeint líkamSáráS líkamSræktarÞjálfaranS benjamínS ÞórS ÞorgrímSSonar á ragnar magnúSSon, tálbeitu SjónvarpS-ÞáttarinS kompáSS, er til Skoðunar hjá lögreglu. hún hefur óSkað eftir að fá að Sjá myndband kompáSS af barSmíðunum. fRéttiR fRéttiR 3 Villa-menn hrífast af Grand spa Að eiga og elska heimsins versta hund -Mjög fyndin ástarjátning ... Í bókinni Marley og ég er viðfangsefninu lýst af hlýju ... gamansemi og ástúð. New York Times -Fyndin og hjartnæm saga um fimmtíu kílóa Labrador sem var jafn tryggur og elskulegur og hann var óþekkur. People -Hugsanlega hugljúfasta bók ársins. Sannarlega hundavinabók ársins. USA Today MARLEY OG ÉG er bók sem allir hundaáhugamenn verða að lesa - og hinir líka. Marley og ég John Grogan Að eiga og elska heimsins versta hund Á metsölulista New York Times Frum- útgáfa í kilju HÓLAR Goran Misic, eigandi Grand Spa, fékk heldur betur óvæntan glaðning inn í stöðina sína. Leikmenn, þjálfarar og starfsfólk Aston Villa mættu í stöðina og voru yfir sig hrifin. Tæk- in sem eru af bestu gerð verða keypt til Aston Villa. hitt málið BEnEdikt Bóas hinriksson blaðamaður skrifar: benni@dv.is Falleg stöð grand spa á grand Hótel þykir einkar smekkleg og falleg. John Carew risinn frá Noregi tók í lóðin. Goran Misic goran segir að þrekþjálfara aston Villa hafi brugðið þegar hann sá aðstöðuna í grand spa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.