Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 13
Magnússon borgarstjóri hefði tjáð honum í morgun að hann hefði verið reiðubúinn að hætta í borgarstjórn til að Tjarnarkvartettinn gæti tekið aft- ur við meirihlutastjórn. Á þetta hefði hins vegar ekki reynt þar sem Óskar Bergsson og Framsóknarflokkurinn hefðu valið að semja frekar við sjálf- stæðismenn. Lýkur þar með stormasömu sam- starfi Ólafs F. Magnússonar við sjálf- stæðismenn. Sjálfstæðismönnum leiddist pólitískur einsöngur Ólafs F. en ráðning Gunnars Smára Egils- sonar, tímabundins upplýsingaráðu- nautar, var kornið sem fyllti mæli Sjálfstæðisflokksins. Mannaráðning- ar og brottrekstrar Ólafs auk deilna um skipulags- og virkjunarmál voru meira en sjálfstæðismenn voru reiðubúnir að sætta sig við. Ólafur vildi ekki Óskar Ólafur F. Magnússon hafn- aði sjálfstæðismönnum þegar þeir sögðust vilja fá Óskar Bergsson inn í meirihlutann og að Hanna Birna Kristjánsdóttir tæki strax við borg- arstjórastólnum. Samkvæmt samn- ingi Ólafs og sjálfstæðismanna frá í janúar átti hann að vera borgarstjóri fram á næsta ár. Samkvæmt heimildum DV var Óskar Bergsson tilbúinn að koma inn í meirihlutann með því skilyrði að Ólafur F. Magnússon stigi úr borg- arstjórastólnum. Sjálfstæðismenn voru tilbúnir að taka tilboði Óskars en Ólafur hafnaði því. Talið er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki séð sér fært að halda áfram meirihlutasamstarfinu við Ólaf og hafi í kjölfarið slitið samstarfinu, tæpum sjö mánuðum eftir að það hófst. Tveir kostir Óskars Svo virðist sem Óskar Bergsson hafi haft tvo kosti í stöðunni í gær. Ljóst var að sjálfstæðismenn vildu fá hann til samstarfs við sig um borgar- stjórnarmeirihluta. Þannig væri að vissu marki endurnýjaður meirihlut- inn sem tók við í Reykjavík eftir síð- ustu kosningar. Það sem er breytt er að oddvitar beggja flokka hafa hrak- ist úr leiðtogastöðum sínum vegna þeirra umbrota sem hafa verið á kjörtímabilinu, Björn Ingi Hrafns- son hætti í stjórnmálum eftir mikla gagnrýni innan flokks og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gaf eftir oddvitastöð- una þegar ljóst var að ekki væri sátt um hann. Hinn kosturinn er að sögn endur- vakning Tjarnarkvartettsins, meiri- hlutasamstarfs Samfylkingarinnar, vinstri-grænna, Framsóknarflokks- ins og F-lista Frjálslyndra og óháðra. Þannig herma heimildir innan borg- arstjórnarminnihlutans að Ólafur F. hafi boðist til að hætta í borgar- stjórn ef það kynni að verða til þess að Tjarnarkvartettinn kæmist aft- ur til valda frekar en að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur mynduðu nýj- an meirihluta. Þetta báru hins vegar samstarfsmenn Ólafs til baka. Ljóst er að hvernig sem þau mál þróuðust valdi Óskar frekar að ræða við sjálf- stæðismenn. Afrifarík ráðning aðstoðar- manns Stefán Á. Magnússon, bróðir Ól- afs, fráfarandi borgarstjóra, er ekki í nokkrum vafa um hvers vegna meiri- hlutinn sprakk núna. „Ástæðan fyrir slitunum voru þau að Sjálfstæðis- menn sökuðu Ólaf um að vera ráða aðstoðarmenn án samráðs, en hvað kemur þeim það við? Gunnar Smári er öflugur og ópólitískur maður,“ seg- ir Stefán og heldur því fram að eng- inn málefnalegur ágreiningur hafi verið fyrir slitunum, heldur hafi það verið Gunnar Smári Egilsson, upp- lýsingaráðanautur, sem allt strand- aði á. Sjálfur segist Stefán verið í góðu sambandi við Ólaf F. og bætir við að hann sé vel haldinn og líði vel. Deilur Óskars og Ólafs Ólafur F. Magnússon og Óskar Bergsson elduðu grátt silfur í borgar- stjórn í vetur. Skemmst er að minn- ast þess þegar Ólafur sagði í mars að borgarstjórn setti niður með nær- veru Óskars. Var það í kjölfar þess að Óskar spurði um aðkomu aðstoð- armanns borgarstjóra að vinnu við deiliskipulag við Laugaveg. Ólafur dró þessi ummæli síðar til baka. Í apríl spruttu aftur upp deilur þeirra á milli vegna þeirra orða Ólafs að DV Helgarblað föstudagur 15. ágúst 2008 13 Xxxxxxxxx hanna birna í hásætið 2006 2007 Reykjavíkurlisti (Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag, Kvennalisti, Framsóknarflokkur, Samfylking og vinstri-græn) 2007 2008 Tjarnarkvartettinn (Samfylkingin, vinstri-græn, Framsóknarflokkur og F-listi) 2008 Sjálfstæðisflokkur Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknar- flokkur Sjálfstæðis- flokkur og hluti F-lista 2008 - ? Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknar- flokkur 1994 2006 MAí 2006 Fjörleg STjÓrnArMynDun Í annað skipti í sögu reykjavíkur þurfti að hefja stjórnarmyndunar- viðræður eftir kosningar. fram að því höfðu sjálfstæðisflokkur eða reykjavíkurlisti haft meirihluta í borgarstjórn og því legið ljóst fyrir hverjir væru við völd, ef undan er skilið kjörtímabil- ið 1978 til 1982 þegar vinstri- flokkarnir mynduðu meirihluta eftir kosningar. fulltrúar allra flokka nema sjálfstæðisflokks ræddu saman um vinstristjórn eftir kosningar 2006. skömmu síðar var Ólafur f. Magnússon, borgarfulltrúi f-lista, kominn í viðræður við sjálfstæðis- menn og taldi sig hafa pálmann í höndunum. sjálfstæðismenn og framsóknarmaðurinn Björn Ingi Hrafnsson luku hins vegar óvænt stjórnarmyndun og því urðu vonir Ólafs að engu. OkTÓber 2007 MeirihluTinn Springur í FyrSTA Sinn Miklar og harðar deilur um málsmeðferð og framtíð rEI, dótturfélags Orkuveitunnar, enduðu með því að borgarstjórnarmeirihluti klofnaði í fyrsta skipti í sögu reykjavíkur. Meðan Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi framsóknar- flokksins, fundaði með sjálfstæðis- mönnum um fjárhagsáætlun reykjavíkurborgar, samdi Björn Ingi við fulltrúa samfylkingar, vinstri-grænna og f- lista um myndun nýs meirihluta. fulltrúi f-lista í þeim viðræðum var varaborgarfulltrúinn Margrét K. sverrisdóttir en sagt var að þetta hefði verið gert með samþykki og stuðningi Ólafs, sem þá var í veikindaleyfi. jAnúAr 2008 ÓlAFur klýFur fá ef nokkur teikn voru á lofti að morgni mánudagsins 21. janúar um að þann dag myndi draga til tíðinda. Það átti þó heldur betur eftir að gerast. Ólafur f. Magnússon, forseti borgarstjórnar, samdi við sjálfstæð- ismenn um myndun nýs borgarstjórnar- meirihluta. Breytingin kom samherjum Ólafs í fráfarandi borgarstjórnar- meirihluta í opna skjöldu og þá ekki síður Margréti K. sverrisdóttur, varaborgarfulltrúa hans, sem lýsti því yfir að hún myndi ekki styðja nýja borgarstjórnarmeirihlutann. sú staða var því komin upp að Ólafur yrði að sitja alla fundi borgarstjórnar, öllum stundum, til að tryggja framtíð meirihlutasamstarfsins. Í ljós kom á dögunum að það dygði ekki til. ÁgúST 2008 SjÁlFSTæðiSMenn kljúFA sumarið reyndist sjálfstæðismönn- um og Ólafi f. Magnússyni erfitt. samstarfsfólkið í borgarstjórnar- meirihlutanum deildi um hin ýmsu mál, ekki síst Bitruhálsvirkjun og byggingu Listaháskóla á Laugavegi. Mannaráðningar Ólafs og skipanir í nefndir fóru fyrir brjóstið á honum. Þá lögðust nýjar skoðanakannanir illa í meirihluta- fólk en þær sýndu algjört fylgishrun sjálfstæðisflokks og f- lista. á þriðjudag fór að spyrjast út að sjálfstæðismenn vildu breyta meirihlutasamstarfinu, fá framsókn inn og að Hanna Birna Kristjáns- dóttir yrði strax borgarstjóri. Það gekk ekki eftir og á endanum sögðu sjálfstæðismenn upp samstarfi sínu við Ólaf borgarstjóra. Fjórir meirihlutar á 27 mánuðum „Ég veit að ég tala fyrir okkur bæði þegar ég segi að við séum bjart- sýn á framhaldið.“ nýjasti meirihlutinn í borginni Hanna Birna Kristjánsdóttir og Óskar Bergsson funduðu í ráðhúsi reykjavíkur í gærkvöldi og komust að samkomulagi um að mynda nýjan borgarstjórnarmeirihluta. Þessi verður sá fjórði á kjörtímabilinu og sá þriðji á innan við einu ári. Framhald á næstu síðu dV-MYNd sigtryggur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.