Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Qupperneq 18
Mikillar reiði gætir nú á meðal Mex- íkóbúa vegna morðs á fjórtán ára dreng sem hafði verið rænt af mann- ræningjum. Drengnum, Fernando Marti, var rænt í júní, og ekkert vitað um afdrif hans fyrr en í þessum mán- uði er rotið lík hans fannst í farang- ursrými bifreiðar í Mexíkó-borg. Fjölskylda drengsins er sterkefn- uð, á keðju íþróttavöruverslana og ku hafa greitt lausnargjald sem kraf- ist hafði verið. Að mannræningjarnir hafi myrt hinn fjórtán ára Fernando Marti er skelfilegt út af fyrir sig, en til að auka enn á áhrif þess hefur einhver fjöldi lögreglumanna, þar á meðal yfirmaður, verið handtekinn vegna gruns um aðild að ódæðinu. Mexíkó-borg hefur stundum verið nefnd höfuðborg mannrána í heim- inum, og ránið á Fernando Marti er ekkert einsdæmi. Engu að síður hef- ur það vakið mikla athygli. Fjölmiðl- ar, hvort heldur sem er sjónvarp, út- varp, dagblöð eða netið, hafa verið uppfullir með viðbrögðum fólks við morðinu á Fernando. Innantóm loforð og spilling Jose Antonio Ortega, formaður samtakanna Ya Basta (Nóg er nóg), sagði það sem margir hugsa: „Enn og aftur [sjáum við] laganna verði flækta í mannrán og aðra grimmi- lega glæpi, viðurstyggilegar afsak- anir og lygar frá opinberum emb- ættismönnum og saksóknurum, og uppgerðarundrun og innantóm lof- orð frá ríkisstjórum og stórnmála- mönnum.“ Skoðun Ortegas er ekkert nýnæmi heldur endurspeglar hún skoðun mikils fjölda fólks í Mexíkó; í fyrsta lagi að glæpir séu landlægir í Mexíkó, og í öðru lagi að ýmsar löggæslusveit- ir í landinu séu mjög spilltar. Morðið á Fernando er ekki aðeins harmleik- ur fyrir fjölskyldu hans, heldur er það orðið að pólitísku hitamáli. Í ljósi hinna miklu viðbragða al- mennings er Felipe Calderon, forseti Mexíkó, kominn undir smásjá. Þegar hann tók við embætti forseta lofaði hann að koma skikk á lög og reglu í landinu og að það yrði forgangsatriði hjá honum. Calderon og borgarstjóri Mexíkó- borgar, Marcelo Ebrard, hafa báðir neitað að mistök af hálfu ýmissa lög- reglusveita og skortur á samhæfingu séu ástæða þess að lyktir ránsins á Fernardo Marti urðu sem raun ber vitni. Þess má geta að Ebrard hefur verið orðaður við forsetaembættið. Deila um ágæti löggæslusveita Almenningur í Mexíkó-borg gefur ekki mikið fyrir fullyrðingar forsetans og borgarstjórans, ekki síst vegna at- burðar sem átti sér stað fyrir ekki margt löngu. Í júní tróðust tólf manns til bana í klúðurslegri aðgerð lögreglunnar í næturklúbb í borginni. Í ljósi þeirrar staðreyndar að hvorki forsetinn né borgarstjórinn getur stát- að af miklum árangri í baráttunni við mannræningja skýtur skökku við að þeir standi í hnútukasti um hvaða deildir löggæslunnar séu best í stakk búnar með tilliti til skipulags og árang- urs í aðgerðum gegn þessari tegund glæpa. Samkvæmt tölum frá skrifstofu al- mannaöryggis í Mexíkó hafa 8.416 mannrán átt sér stað stað frá 1994 fram til mars í ár. Um mörg mannrán er aldrei tilkynnt, þar sem fjölskyldur sem lenda í mannráni kjósa að leysa það með aðstoð einkasamningamanns, í stað þess að leita til lögreglunnar. Mannránum fjölgar Opinberar tölur um fjölda mann- rána á síðasta ári eru um eitthund- rað þrjátíu og fjögur. Í sumum skýrsl- um segir að fjöldinn sé allt að fjögur hundruð þrjátíu og fimm. Ef sú tala er rétt er um þrjátíu og fimm pró- senta aukningu að ræða síðan árið 2006. Eins og það sé ekki nógu slæmt þá hafa fimmtíu og níu manns ver- ið drepnir af mannræningjum síðan Felipe Calderon settist í forsetastól, þeirra á meðal Fernando Marti. Flestir þeirra sem rænt er eru á aldrinum sextán til þrítugs og lausn- argjaldið sem krafist er svarar til eitt- hundrað og tólf milljóna króna, að meðaltali. föstudagur 15. ágúst 200818 Helgarblað DV Mannrán og spilltar löggur Mannrán hafa löngum verið tíð í höfuðborg Mexíkó, sem og víðar annars staðar í landinu. Þrátt fyrir loforð forseta landsins um að koma skikk á löggæslu í landinu, hefur mannránum fjölgað frek- ar en hitt. Mannrán og morð á fjórtán ára dreng skekur nú mex- íkóskt samfélag og nokkrir lögreglumenn og yfirmenn hafa verið handteknir vegna aðildar að því. KolbeInn þorsteInsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Fernando Marti er eitt margra fórnarlamba mannræningja í Mexíkó. Fernando Marti Mexíkó-borg Mannræningjar fernando Marti litu út eins og lögreglumenn. Táningurinn Fernando Marti var á ferð í bifreið með bílstjóra og lífverði þegar honum var rænt þann 4. júní. Bílstjórinn var neyddur til að stöðva bifreiðina af mönnum sem þóttust vera lög- reglumenn á vegum mexíkósku al- ríkislögreglunnar, AFI. Það er ein- mitt AFI sem sér um rannsóknir á mannránum í Mexíkó. Bílstjórinn og lífvörðurinn voru umsvifalaust skotnir og drengurinn numinn á brott, en lífvörðurinn lifði af og gat skýrt frá atburðarásinni.. Fjölskylda Fernandos gerði það sem margir sem lenda í svipuð- um hremmingum í Mexíkó gera; hún hafði hvorki samband við lög- reglu né fjölmiðla, en leitaði þess í stað til einkaaðila til að hafa milli- göngu í samskiptum við mann- ræningjana. Fjölskyldan greiddi lausnargjaldskröfuna og beið síð- an eftir skilaboðum um að drengn- um hefði verið sleppt. Sú bið varð lengri en fjölskyldan vænti. Fyrsta ágúst fannst sundur- skotið lík hins fjórtán ára drengs í farangursrými stolinnar Chevrol- et-bifreiðar sem hafði verið skilin eftir í verkamannahverfi í Mexíkó- borg. Það var íbúi í hverfinu sem hafði samband við lögreglu vegna mikillar ólyktar sem barst frá bif- reiðinni. Við líkið fannst orðsend- ing sem á stóð: „Fyrir að borga ekki, með kveðjum, Fjölskyld- an“. Talið er að Fernando Marti hafi verið dáinn í allt að mánuð. En orðsending er ekki sannleik- anum samkvæm, því Marti-fjöl- skyldan hafði greitt lausnargjaldið, sem samsvarar tæpum tvöhundr- uð milljónum króna. Eftir að hafa reitt féð af hendi og ekki heyrt neitt frá mannræningjunum hafði fjöl- skyldan fyrst samband við ríkis- saksóknara og skrifstofu almanna- öryggis. Fernando Marti var borinn til grafar 3. ágúst og á forsíðu dag- blaðsins Reforma gat að líta ljós- mynd sem sýndi svartklædda lík- fylgd sem gekk fyrir flota svartra eðalbifreiða. Fregnir herma að blómakransarnir hafi verið svo margir að það þurfti trukk til að flytja þá til kirkjugarðsins. Dagblöð höfuðborgarinnar voru yfirfull af samúðarkveðjum frá viðskiptafélögum og vinum Marti-fjölskyldunnar, auk þess sem bréfum frá reiðum almenn- ingi rigndi inn á ritstjórnina. þeIr seM lenDa í þeim hremmingum í Mexíkó að fjölskyldumeðlimi er rænt og lausnargjalds krafist ættu alla jafna að leita til alríkislögreglunnar þar í landi. alríkislögreglan, afI, hefur það verk með höndum að rannsaka mannrán. Vegna hins mikla fjölda alríkislögreglumanna sem bendlaður hefur við spillingu og glæpsamlegt athæfi reiða fáir borgarar sig á hana í slíkum málum og hafa ekki mikla trú á að hún sé í stakk búin til að vernda þá. fernando Marti var til dæmis rænt af mönnum sem voru klæddir eins og liðsmenn afI, í grennd við eftirlitsstöð á vegum alríkisstofnunarinnar. sökum reiði almennings vegna örlaga fernandos Mexíkóska alríkislögreglan, AFI, sér um að rannsaka mannrán: Spillingin liggur víða Samkvæmt tölum frá skrifstofu almanna- öryggis í Mexíkó hafa 8.416 mannrán átt sér stað stað frá 1994 fram til mars í ár. lögreglan í Mexíkó Mikillar spillingar gætir innan hinna ýmsu löggæslusveita.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.