Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 20
föstudagur 15. ágúst 200820 Umræða DV Augnsamband við hrefnu „Það sem bar hæst hjá mér fréttalega var að skyndilega voru Rússar konmnir í stríð við Georgíumenn. Það finnst mér merkilegt, skrítið, leiðinlegt og afskaplega sorglegt. Mér finnst hins vegar mjög gleði- legt að handboltalandsliðið okkar hefur unnið svona glæsilega sigra, það er samt allt í lagi þó þeir hafi tapað í gærmorgun. Persónulega bar það hæst að ég horfðist í augu við hrefnu á Faxaflóa. Ég er nefnilega búin að vera svolítið mikið þar, um borð í báti, og það er svolítið merkilegt að sjá hvali með eigin augum. Ég hef séð þetta í sjónvarpinu en aldrei með eigin augum. Þetta er mjög magnað, þetta eru svakaleg dýr og alveg stórglæsileg. Það er líka alveg ofboðslegur hellingur af þeim. Faxaflóinn er fullur af hval, það kom mér skemmtilega á óvart. Á sunnudaginn var líka afskaplega gaman úti í Viðey, það var barnadagur sem heppnaðist alveg rosalega vel. Ég var alveg alsæl með daginn og ég held að sú hafi verið raunin með flesta sem þar voru. Það var dásamlegt veður og fullt af börnum og ofboðslega gaman.“ Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona Fyrsta sinn á Gay Pride „Það sem bar hæst hjá mér var þegar við Friðrik vorum að spila á Gay Pride. Arnarhóll var troðfullur og mér fannst þetta skemmtilegra en á 17. júní. Ég fór í fyrsta skipti með dóttur minni, ég hef aldrei komist hingað til, hef alltaf verið að vinna. Dóttirin er svolítið lík mömmu sinni, finnst gaman að sjá svona glamúr, liti og gleði. Þannig að við klæddum okkur upp mæðgurnar og enduðum svo loks- ins niðri í bæ þar sem við Friðrik komum fram. Svo fórum við í Voga og skemmtum þar á fjölskyldudegi. Það var svona smærra í sniðunum en ofboðslega skemmtileg, góður andi og krakkarnir tóku okkur rosa- lega vel. Nú stendur yfir undirbúningur fyrir Söngskólann sem ég er með og ég er á fullu í honum. Ég er að taka niður skrán- ingar og skipta niður í hópa þannig að það er brjálað að gera hjá mér. Ég fór til Akur- eyrar og var í fellihýsi, netlaus, og það var notalegt, rosalega góð afslöppun. í fréttum ber hæst sirkusinn niðri í Ráðhúsi þar sem ég er sammála Agli Helga um að fólk nenni ekki að setja sig inn í þetta þar sem það er alltaf verið að breyta. Svo eru það náttúru- lega Ólympíuleikarnir, þar sem „strákarnir okkar“ hafa staðið sig vel.“ Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona Hrærist í boltanum „Maður hrærist mikið í boltanum þessa stundina og hæst bar sigur okkar á KR á sunnudaginn og í kjölfarið tók við undir- búningur fyrir leikinn sem var í gærkvöldi gegn Aston Villa. Það má segja að það hafi stigmagnast spennan vegna leiksins gegn Aston Villa eftir KR leikinn. Leikurinn gegn Aston Villa var að sjálfsögðu stórkostleg reynsla, en við fórum í hann eins og hvern annan leik og létum hann ekki raska ein- beitingunni að nokkru leyti. Vikan hefur snúist meira eeða minna um knattspyrnu og og leikurinn gegn KR var stærsti leikur- inn í Landsbankadeildinni í síðustu um- ferð. Við unnum þá með tveimur mörkum gegn einu í Vesturbænum. Ég heyrði nú eitthvað síðustu daga um borgarstjórnar- meirihlutann, en það er bæði gömul saga og ný. Sagan endalausa. Ég veit ekki hvort þetta er grín eða ekki, en hef ekki gefið mér tíma til að fá einhvern botn í það. Svo er ég búinn að fylgjast með Ólympíuleikunum og „strákarnir okkar“ búnir að standa sig vel, það fer minna fyrir sundfólkinu. Einn sund- kappinn var að bæta Íslandsmet í sundi en það var ekki nóg, þannig að ég spyr hvar við stöndum í þessu blessaða sundi.“ Tryggvi Guðmundson fótboltamaður Íbúafundur Borgarbyggðar „Það sem vakti athygli mína var fundur sem ég var á síðastliðið miðvikudagskvöld í Borgarnesi þar sem íbúar Borgarfjarðarhér- aðs mættu afar vel. Þar var rætt um málefni Sparisjóðs Mýrasýslu og stóð upp úr á þess- um fundi að þeir væru að tapa eignarráðum á mjög merkilegri stofnun sem er Sparisjóð- ur Mýrasýslu. Það var þungur andi á þess- um fundi en menn stóðu frammi fyrir því að þetta fé væri tapað og þá er spurning um vörnina. Ég hef ekki áður setið fund þar sem jafnþungur andi svífur yfir vötnunum þrátt fyrir að ekki sé mikið sagt. Það er greini- legt að héraðsmönnum hefur þótt vænt um þessa stofnun og hún hefur náttúrulega verið bakhjarl, mönnum er greinilega mjög brugðið vegna þess hvernig þetta hefur þróast á mjög skömmum tíma. Þetta er ein birtingarmynd þess sem má kalla fjárfest- ingaræði okkar á síðustu árum. Þessi mikli hvati sem var í þjóðfélaginu um að allir ættu að fjárfesta og vera í útrás, engin væri maður með mönnum nema hann væri með mikil umsvif og mikið af lánum. Það er búið að gjörbylta viðhorfum almenns fólks og yfirstéttarinnar.“ Guðjón Arnar Kristjánsson þingmaður HVAÐ BAR HÆST í Vikunni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.