Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Qupperneq 28
föstudagur 15. ágúst 200828 Helgarblað DV Konan Naglaþjöl í veskið Hvaða kona kannast ekki við það að vera stödd utan heimilisins og nöglin brotnar. gott er að hafa naglaþjöl- ina alltaf á sér, og taka hana upp þegar smá skemmd kemur á nöglina. Með því er hægt að hindra að hún eyðileggist meira. Og alls ekki nota tennurnar til þess að laga skemmdirnar, ofast gerir það illt verra. uMsjón: kOLBrún páLÍna HELgadóttIr kolbrun@dv.is Hvort sem þú ert einstæð, í sambandi eða harðgift nokkurra barna móðir skaltu leggja það í vana þinn að eiga örlitla stund með sjálfri þér reglulega. Þú skalt dekra við sjálfa þig á einn eða annan hátt öðru hvoru og skreppa í búðir með vin- konum þínum. Hugaðu einnig að heilsunni með reglulegri hreyfingu. DV tók sam- an skemmtilegar hugmyndir að því hvað konur geta gert til að láta sér líða vel. Njóttu þess að vera til A- eðA B- mAnneskjA? Talað er um að hægt sé að skipta einstaklingum upp í tvo hópa, annars vegar A-hóp og hins vegar B-hóp. Þeir sem til- heyra A-hópnum eiga auðveld- ar með að fara fram úr rúm- inu á morgnana, geta hlaupið nokkra kílómetra og ryksugað áður þeir mæta í vinnuna. Þeir sem tilheyra B-hópnum elska aftur á móti að sofa fram eftir og eiga erfiðara með að koma sér á fætur. Auðvelt er að detta inn í B-hópinn í sumarfríinu. Hér verða gefin nokkur ráð til að gera það auðveldara að verða A-manneskja: n farðu alltaf fram úr rúminu á sama tíma á morgnana og farðu alltaf að sofa á sama tíma á kvöldin, alla daga vikunnar, líka um helgar. Ef þú átt að mæta klukkan átta í vinnuna á morgnana, farðu þá fram úr klukkan sex. Þá verður þú hægt og rólega meira og meira þreytt og átt ekki í erfiðleikum með að sofna snemma á kvöldin. Þú ættir að hafa góðan tíma til að fá þér hollan og góðan morgunverð, það er sagt að maður eigi að fá tuttugu og fimm prósent af heildarorku- þörf dagsins úr morgunmatnum. n Ekki borða rétt áður en þú ferð að sofa, það er ekki gott að fara að sofa saddur því þá tekur lengri tíma fyrir líkamann að komast í hvíld. Borðaðu frekar nokkrar litlar máltíðir yfir daginn og þannig ættir þú að komast hjá því að verða svangur rétt fyrir svefn. n Ekki drekka of mikið af kaffi, tei, kóki eða áfengi eftir níu á kvöldin. Þú munt sofa órólega ef þú hefur drukkið áfengi og það gæti gengið erfiðlega fyrir þig að sofna ef þú hefur drukkið of mikið af drykkjum sem innihalda koffín, hvort sem það er kaffi eða gos. n Mikla hreyfingu skal forðast einum og hálfum tíma áður en farið er að sofa. Líkaminn þarf að komast frá stiginu „ég er að vakna“ og í „ég er að hvílast“. sumir halda að maður þreytist á því að fara út að hlaupa að kvöldi til en raunin er sú að það peppar þig frekar upp en hitt, sem þýðir að það gæti orðið erfitt fyrir þig að sofna. Ef farið er eftir þessum ráðum ætti að verða auðveldara að komast frá hópi B yfir í A, þótt það sé kominn mánudagur og þú að koma úr sumarfríi. Hugsaðu jákvætt Byrjaðu daginn á að horfast í augu við sjálfa þig í speglinum. Segðu þér hversu frábær þú sért og hversu vel þú ætlir að takast á við daginn. Við erum það sem við hugsum og ef við byrjum daginn á jákvæðum og bjartsýnum hugsunum getur dagurinn ekki orðið annað en góður. lærðu að nota tímann Ertu ein þeirra sem eyðir miklum tíma í umferðinni á dag? Ef svo er skaltu endilega nota þann tíma í að hlusta á uppáhaldstónlistina þína, jafnvel setja slökunardisk í spilarann eða aðra hugleiðslu sem gæti hjálpað þér að takast á við amstur dagsins. Búðu til þitt eigið heimadekur Það þarf ekki alltaf að vera dýrt að fara í dekur. Vertu dugleg að láta renna í freyðibað, kveikja á kertum og slaka á. Einnig má útbúa ódýra maska heima úr ýmsum matvæl- um og bera á andlitið. Haframjöl í bland við hreina jógúrt og stappaðan banana er dæmi um góðan raka maska. láttu eftir þér að fara í nudd fyrir þær sem vilja komast út fyrir dyr heimilisins til að hlaða rafhlöðurnar er góð hugmynd að skella sér í nudd reglulega. Við búum í samfélagi hraða og streitu og oft er auðvelt að láta það buga þig. Láttu líða úr þér í góðum nuddtíma. Pantaðu tíma í snyrtingu Það er nauðsynlegt fyrir allar konur að komast á snyrtistofu nokkrum sinnum á ári í smá dúll og dekur. Veldu það sem gerir mest fyrir þig, hvort sem það er fótsnyrting, andlitsbað, litun og plokkun eða annað og njóttu þess að láta dekra við þig. gott að er að panta tíma með góðum fyrirvara því oft getur reynst erfitt að komast að. skelltu þér í sund. Það er fátt betra en að fara í sund að loknum vinnudegi og láta þreytuna líða úr sér. Ekki sakar að synda nokkrar sundferðir. Ef þú ert með lítil börn og nennir ekki að fara með þau svöng og þreytt eftir daginn í sundferð er svolítið sniðugt að lauma sér ein í laugina þegar börnin eru komin í háttinn. Ef þú hefur ekki tök á því er frábært að brjóta upp daginn með því að fara í sund í hádeginu. Hittu vinkonurnar yfir hádegis- mat slepptu því að borða í mötuneyti vinnurstaðarins einu sinni í mán- uði og hóaðu í vinkonurnar í hádegismat á huggulegum veitingastað. Hugsaðu vel um hárið að fara í klippingu er eitthvað sem flestar konur þurfa á að halda til að líða vel með útlit sitt. Þegar þú ert búin að finna drauma- klipparann skaltur fara á sex til átta vikna fresti og láta særa endana og djúpnæra hárið. Hreyfðu þig úrval líkamsræktar og námskeiða hefur sjaldan eða aldrei verið meira en fyrir þetta haustið. Hvort sem þig dreymir um að dansa, fara í jóga, eða bara lyfta lóðum þá er allt í boði. kynntu þér úrval- ið og skelltu þér í ræktina fyrir veturinn. stundaðu heimaleikfimi fyrir uppteknu mömmurnar sem hafa einfaldlega ekki tíma til að fara í líkamsrækt má alltaf stunda líkamsrækt heima. Hægt er að kaupa myndbönd með rólegum jógaæfingum sem og brjáluðu púli. Ekki sitja heima og pirra þig á að komast ekki í líkamsrækt, kauptu þér eina jógadýnu, tvö mismunandi myndbönd, létt lóð og búðu til þína eigin líkamsrækt. stofnaðu gönguklúbb frábær leið til að hitta vinkonur og hreyfa sig í leiðinni er að stofna göngu- klúbb. Mælið ykkur mót einu sinni í viku á mismunandi stöðum og gangið rösklega í klukkustund eða meira. áður en þú veist af eru kílóin farin að fjúka og vinkonuhópurinn orðin nánari en nokkru sinni fyrr. Farðu í verslanir skelltu þér í búðir með einhverjum sem þér líður vel með, vinkonu, systur, mömmu eða manninum þínum. taktu þér góðan tíma í að skoða, máta og láta stjana við þið í búðunum. farðu í búðir sem þú hefur aldrei farið í áður og fáðu góð ráð frá fagmönnum um hvað klæðir þig best. Leyfðu þér svo öðru hvoru að eignast flíkurnar sem þig dreymir um. Dansaðu Þó mikið sé að gera í barnauppeldinu, vinnu og heimilishaldi er nauðsynlegt að sleppa fram af sér beislinu öðru hvoru og skella sér með vinkonunum út á lífið og dansa svolítið. farðu í þitt fínasta púss og njóttu þín á dansgólfinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.