Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 36
föstudagur 15. ágúst 200836 Helgarblað DV Bræðurnir Jóhannes Páll og Ari Gunn- arssynir bíða þess að afplána sinn dóm fyrir innflutning á fíkniefnum. Þeir eru íþróttamenn, eiga nýfædd börn og framtíðin blasti björt við þeim þar til þeir fóru út af sporinu. Og allt líf þeirra breyttist. Jóhannes Páll, kallaður Palli, segir Sirrý frá reynslu sinni af einangrunar- vistinni, skömm og eftirsjá. En hefðu þeir vitað hvað raunverulega biði þeirra hefðu þeir sleppt því að taka þátt í dópinnflutningi. Hann segir sögu sína í forvarnarskyni svo aðrir taki ekki þátt í svona vitleysu. „Við vitum hvaða dóm við fengum. Munum sitja inni í 4 til 6 mán- uði. En við vit- um ekki hvenær afplánun hefst. Öll fang- elsi eru yfirfull svo við vitum ekki hve- nær við förum inn, vonandi á þessu ári. Það er erfitt að bíða og vita ekki.“ Þeir bræður fengu mikið hrós fyrir að þora að segja sannleikann og vera samstarfsfúsir og líklega hefur það haft þau áhrif að afplánunin fer ekki fram á Litla-Hrauni og Palli er því feginn. Hann ætlar að vera á sjónum fram að afplánun. „Það er einfalt líf á sjónum, auðvit- að hörkupuð, en þessir hlutir eru ekk- ert í umræðunni þar svo það er gott að vera á sjónum. Ég var að skila mast- ersritgerð í viðskiptafræði. Og er á leið á sjóinn aftur. En ég vil taka það fram strax að þáttur minn og bróður míns í þessu máli var ákaflega takmarkaður. Ég var ekki einu sinni á landinu þegar þetta átti sér stað. Við vorum einungis dæmdir milligöngumenn í þessu máli, það er við miðluðum upplýsingum á milli aðila. En ég er ekki að víkja mér undan ábyrgð. Þetta voru mistök hjá okkur.“ En hvernig tekur fólk þér eftir að dómur var kveðinn upp? „Ég skammast mín og veit ekki hvernig ég á að koma fram. Ég var í góðu starfi í ráðuneyti og sundþjálfari en ég hef haldið mig mikið út af fyr- ir mig eftir þetta. Vonast til að ég rek- ist ekki á neinn úr vinnunni og sund- inu. Það lagast vonandi. En enginn hefur sagt við mig: „Djöfulsins fífl ertu. Hvernig gastu gert fjölskyldunni þinni þetta?“ Ég heyri aldrei ásökunartón því fólk veit hvað manni líður illa yfir þessu og maður getur því miður ekki breytt fortíðinni. Ég hélt að fólk yrði dómharðara en það hefur meira verið um faðmlög. Því margir átta sig á að við iðrumst, hvað við sjá- um eftir þessu.“ En hvað voruð þið að pæla? „Já, það spyrja mann allir að þessu. Peningarnir drógu okkur í þetta, en þeir fá okkur ekki aftur út í þetta. Skamm- tímahagsmunir réðu þarna ferðinni. Við vildum bara fá þennan pening og hugsuðum ekki út í afleiðingarnar. Ég er búinn að vera edrú í 3 ár eftir tveggja ára tímabil þar sem ég átti erfitt með áfengi og efni voru eitthvað með í spilinu stundum. Á þeim tíma kynnt- ist ég þessum heimi. En ég hætti! Ég var viðskiptafræðingur í ráðuneyti og þjálfari í sundi. En svo kom þessi inn- flutningur inn í myndina og ég féll fyr- ir þessum skammtímagróða. Það ætlar sér enginn að nást sem fremur afbrot. Ef ég hefði gert mér raunverulega grein fyrir afleiðingunum hefði ég látið þetta vera.“ Dóp finnst víða Er dóp víða í samfélaginu? „Já, þetta er miklu, miklu, miklu algengara en fólk heldur. Það er tonn af liði í kringum þetta fíkniefnadót. En 99% af þessu liði eru bara rosaf- ínir strákar og stelpur en ekki þetta harðkjarnalið sem ímyndin gengur út á. Fullt af fjölskyldufólki er í þessu án þess að vera í bullandi neyslu. En svo eru líka margir sem missa stjórnina og átta sig of seint á því að þetta er rosa- lega eldfimt efni og það getur orðið of seint að ætla að hætta. Ég man eftir virðulegum miðaldra manni með fyrirtæki sem var eitt sitt að kaupa efni hjá félaga mínum. Neyslan sést ekki utan á öllum.“ Heimurinn hrundi Hvernig var það þegar upp um ykk- ur komst? „Ég var tekinn fyrstur. Heimurinn hrundi. Það var beðið eftir mér fyr- ir utan vinnuna og ég pikkaður upp. Og í kjölfarið var gerð húsleit heima hjá mér. Það fannst náttúrlega ekkert. En farið var fram á gæsluvarðhald yfir mér. Og síðan voru Ari og Tómas tekn- ir daginn eftir og Annþór síðar. Manni brá rosalega þegar efnið fannst og vissi ekki hvað myndi svo gerast. En ég gerði mér ekki fulla grein fyrir afleiðingun- um fyrr en of seint.“ Gæsluvarðhaldið Það er ljóst þegar Palli rifjar upp þessi mál að gæsluvarðhaldsvistin var skelfilegt tímabil. Enginn getur hugs- að sér að vera handtekinn og fluttur með lögreglubíl. Og svo inn í tóman klefa, ekkert sjónvarp eða neitt við að vera í langan tíma. Rúm og stóll bolt- að niður í klefanum. Inn í þetta kemur gæsluvarðhaldsfanginn og dyrunum er lokað. „Það er rosalegt að vera tekinn út úr daglegu lífi og skellt inn í lítið box. Mat- urinn kemur í gegnum lúgu og það eru einu samskiptin við fólk. Sálfræðingur kom reyndar daglega fyrst en eftir 2 vikur dró úr þeim heim- sóknum. Og einu samskiptin við fólk eru þegar manni er réttur maturinn og svo þegar maður fær að fara í sturtu. Að ganga í sturtuna er eina tilbreyting- Helgarviðtalið SiGríður ArnArDóttir sirryarnar@gmail.com Katrín Andrésdóttir er móðir sjö myndarlegra barna sem öll hafa gengið menntaveginn og lagt stund á íþróttir. Þau eru alin upp á fyrir- myndarheimili samhentra hjóna. En óhamingjan getur bankað upp á á bestu bæjum. Í vetur voru tveir synir henn- ar handteknir fyrir innflutning á kókaíni og var fíkniefnamálið helsta fréttin um tíma. Þetta var reiðarslag fyrir fjölskylduna. En Katrín stendur með sínum strák- um og segir þá hafa iðrast og lært af þessum ömurlegu mistökum. Smituðust af peningagræðgi „Mig grunaði ekki neitt. En þeg- ar ég hugsa til baka, þá voru þeir, Palli og Ari, dálítið sér frá miðj- um nóvember og þar til þeir voru handteknir í janúar. Þeir vildu bara vera tveir þegar fjölskyldan kom saman. Nú veit ég að það var von á fíkniefnasendingunni 15. nóvem- ber. Þeir voru stressaðir yfir að vera með óhreint mjöl í pokahorninu og skömmuðust sín gagnvart fjöl- skyldunni. En mig grunaði aldrei neitt svona. En þjóðin er að farast úr græðgi og þetta er bara það. Þeir smituðust af peningagræðgi. Sáu þarna tækifæri til að fá 2 milljónir. Mér finnst þetta mjög sorglegt, maður skilur þetta ekki. Þeir eru góðir, yndislegir drengir sem taka þá áhættu að eyðileggja allt sem þeir eiga. En þeir geta sjálfum sér um kennt. En ég veit að Ari, sonur minn, hvorki reykir né drekkur, hann er íþróttamaður. Hann hefur viður- kennt að hafa verið á sterum um tíma. Það er hættulegt. Og hinn sonur minn, Palli, er líka íþrótta- maður sem var búinn að segja skilið við áfengi eftir tímabundna erfiðleika. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér neitt svona um þá. Þetta kom svo óvænt því þeir höfðu ekki verið í svona félagsskap. En maður þekkir aldrei börnin sín al- veg. Og svona getur gerst á bestu bæjum.“ óvænt handtaka og símhlerun „Þetta atvikaðist þannig þennan erfiða janúardag að önnur tengda- dóttirin var búin að vera hérna hjá mér fyrr um daginn. Hún fór heim og hringdi svo í mig og sagði að það hefði verið brotist inn og tölvunum stolið. Við hringdum alveg grun- lausar í lögguna. Þeir lögðu sam- an tvo og tvo. Og komust að því að Palli hafði verið vaktaður í langan tíma og nú höfðu þeir verið hand- teknir. Það var sem sagt fíknó sem tók tölvurnar og Palli var í þeirra haldi. Almenna lögreglan sagði að hann hlyti að koma heim hvað úr hverju. En það var nú eitthvað ann- að. Það liðu 5 vikur! Þeir voru í ein- angrun og það hefur verið skelfi- legur tími. Þeir tala stundum um það við mig að þeir heyrðu saka- manninn Annþór Karlsson hlæja í næsta klefa á meðan þeim aftur á móti leið mjög illa. Þessi reynsla var eins og að detta inn í lögguhasarheim. Und- arlegt. Við þurftum að bera vitni, ég og kærasta sonar míns. Og þegar ég var að gefa skýrslu var einmitt verið að góma Annþór, sem var höfuðpaurinn í málinu. Það varð mikið mál að þeir bræður sögðu til hans. Og þeir fengu hótun í kjölfarið. En þeir sögðu allan tím- ann að best væri að segja sannleik- ann. Og fyrir það fengu þeir mikla plúsa. Rannsóknarlögreglan gaf þeim góð ummæli fyrir samvinn- una. Og saksóknari fór fram á að þeir fengju lágmarksdóm. Það er ekki oft sem sagt er til höfuðpaurs- ins í málinu. Kalli Bjarni þagði til dæmis um þann þátt í sínu máli. Við breytum aldrei stöðu þessara mála nema fólk segi frá höfuðpaur- um í fíkniefnamálum. En óttumst fíkniefnaheiminn. Það hefur til dæmis verið hringt hingað og lagt á, mjög furðulegt. Við höfum því öryggisgæslu frá Securitas. Lögreglan fylgdist líka með húsinu þegar Annþór slapp úr gæslu eins og frægt varð. En mér finnst aðdáunarvert að þeir bræður sögðu sannleikann og söguna alla. Ég veit það núna að símarnir okkar voru hleraðir meðan á rann- sókn málsins stóð. En ég er ekki sár og hafði sjálf ekkert að fela. Það er best að koma hreint og beint fram og hjálpa og þetta var í þágu rann- sóknarinnar.“ Vildi geta spólað til baka „Ég er ekki að afsaka það sem þeir gerðu en þeir hafa iðrast mik- ið. Og ég er bjartsýn og 100 prósent viss um að þeir hafi lært sína lexíu. Hamingjan er ekki fólgin í peninga- seðlum, það vita þeir af reynslunni. Fjölskyldan stendur vel saman. Konurnar þeirra standa svo með þeim. Og það er ekki sjálfgefið en mjög nauðsynlegt. En ef þeir hefðu ekki staðið í þessu afbroti væri Ari nýútskrifaður úr íþróttakennara- skóla og Palli væri enn í góðu starfi í ráðuneytinu. Og þeir eru nýbún- ir að eignast börn. Þetta er alveg hræðilegt. Nú bíða þeir dóms. En hvað svo sem tekur við núna getur ekkert orðið eins slæmt og gæslu- varðhaldið. Við máttum ekkert tala við þá í 5 vikur. En ég vil taka það fram að þeir voru svo fínir, fanga- verðirnir, góðir og huggandi menn. Ekki eins og við sjáum í bíómynd- um. Virkilega góðir menn. Þetta er ömurleg lífsreynsla að koma sér í. Bara að hægt væri að spóla til baka.“ Borgar sig að segja sannleikann Þorir að viðurkenna mistök sín og iðrast „Bara að hægt væri að spóla til baka.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.