Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 7
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 7 UMfJöllUn mikilvægi lögfræðinga og lögmanna Hann nefndi einnig að kröfuna um að lög væru aðgengileg (birt) og skiljanleg mætti ekki oftúlka. Þótt gera mætti ráð fyrir því að fullorðið og upplýst fólk væri fært um að átta sig á réttarreglum í meginatriðum, væri fráleitt að mögulegt væri að komast að endanlegri niðurstöðu um lög í öllum tilvikum án sérstakrar þjálfunar og þekkingar. einmitt af þessum ástæðum væri stétt lögfræðinga og lögmanna nauðsynleg forsenda réttarríkisins. Lögfræðingar og lögmenn væru hins vegar ekki einungis upp- lýsingaheimild um lögin, þeir væru einnig nauðsynlegir til að virkja réttindi borgarana og sjá þannig til þess að rétturinn ríkti, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Skúli ræddi einnig um hlutverk lögmanna, samkvæmt réttarríkishugmyndinni, við að veita dómstólum aðhald. Lögmenn veittu dómstólum ekki aðeins aðhald með málflutningi, málskoti til æðra dóms, kröfum endurupptöku og öðrum formlegum úrræðum. Umfjöllun um dóma á almennum og fræðilegum vettvangi væri einnig mikilvæg í þessu sambandi. Svo lengi sem ekki væri beinlínis grafið undan lögunum og þeim stofnunum sem héldu uppi lögum (dómstólunum) yrðu dómarar að sætta sig við almenna umfjöllun um dómsmál. Skúli vék einnig að hlutlægnisskyldu lögmanna. Hlutverk lögmanna er að verja hagsmuni skjólstæðingsins samkvæmt lögum. Það að aðstoða skjólstæðinginn við að brjóta lögin eða misnota þau getur hins vegar aldrei samræmst hlutverki lögmanns samkvæmt réttarríkinu, sagði Skúli. réttarríkið og réttlætið Skúli fjallaði um samband réttarríkisins og réttlætisins sem hann lýsti sem gamalkunnugu vandamáli. Það er forsenda þess að lög teljist réttlát að þau fullnægi skilyrðum réttarríkis. en er það nægilegt? eru lög sem fullnægja skilyrðum réttarríkisins sjálfkrafa réttlát? Þeirri spurningu svaraði Skúli afdrátt- arlaust neikvætt. réttarríkið og réttlætið renna þannig ekki saman. Lög geta samræmst réttarríkinu og samt verið óréttlát. eins getur hugsast að réttlætið krefjist þess (við mjög óvenjulegar aðstæður) að vikið sé frá kröfum réttarríkisins, líkt rakið var nokkuð nánar. en þýðir þetta þá að réttarríkið sé siðferðislega hlutlaust hugtak; líkt og hnífur sem beita má hvort heldur til góðs eða ills? Skúli taldi að slík lýsing á réttarríkinu væri ófullkomin. auðvitað væri hægt að misnota með ýmsum hætti lyf sem alla jafnan væri notað til að bjarga mannslífum, jafnvel nota það til þess að drepa með. Slík misnotkun þýddi hins vegar ekki að lyfið væri þar með nýtanlegt til bæði góðra verka og illra og þar með án sérstaks siðferðilegs gildis. Sama ætti við um lögin og réttarríkið. Skúli ræddi að síðustu um þá tilhneiginu á síðustu áratugum að rýmka réttarríkishugtakið út og láta það ná til þátta sem tengjast réttlæti og jafnvel lýðræði. Skúli varaði við því að blanda réttarríkinu saman við önnur slík hugtök; ekki vegna þess að hann væri á móti réttlæti og lýðræði heldur vegna þess að slík blöndum byrgði okkur sýn og gerði alla umræðu ómarkvissa. Þau skilyrði sem fælust í þröngri skilgreiningu á réttarríkinu væru með ýmsum hætti mun óumdeildari en þeir þættir réttlætis og lýðræðis sem stundum væri blandað saman við réttarríkið. með því að halda þessum hugtökum aðskildum gætum við betur metið hvort deilur snerust um réttarríkið eða aðra þætti. eins værum við með því betur í stakk búin til að meta undantekningar frá réttarríkinu og réttmæti þeirra. f.v. skúli magnússon, Carolyn lamm, evangelos tsouroulis, Berit reiss ­ andersen, sören jenstrup, mika ilveskero, tomas Nilson og Brynjar Níelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.