Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 8
8 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 UMfJöllUn arkitektar samfélaga Carolyn lamm lögmaður, sem var formaður bandaríska lögmanna­ félagsins (aBa) 2009­2010, ræddi í erindi sínu um áhrif hryðjuverka, heimskreppu og byltinga á réttarríkið og hlutverk lögmanna og lögmanna­ félaga þeirra við að vernda og styrkja réttarríkið. Í upphafi skilgreindi hún réttarríkið sem ákveðið kerfi í samfélagi þar sem enginn væri hafinn yfir lög. anthony Kennedy, einn dómara við Hæstarétt banda- ríkjanna, hefði lýst réttarríkinu þannig að það byggðist á hlutleysi, þ.e. það gilti óháð aðstæðum í samfélaginu eða því hver ætti í hlut. meginreglur réttar- ríkis grundvölluðust því á loforði um hlutleysi. Væri það loforð brotið, þannig að framkvæmd, eftirfylgni og túlkun laga færi ekki fram af hlutleysi, myndu lög í þeirri mynd sem við þekkjum, leggjast af. Til að styrkja grundvöll réttarríkis á heimsvísu hefur aba tekið þátt í verkefninu „The World Justice Project“ en í því hafa grundvallarreglur réttar- ríkisins verið skilgreindar. Þær eru: 1. Framkvæmdavaldið beri ábyrgð samkvæmt gildandi/settum lögum. 2. Lög séu skýr og birt opinberlega. Lög verði að vera traust, sanngjörn og vernda grundvallarréttindi manna, þ.m.t. öryggi og eignarrétt. 3. Lagasetning, framkvæmd og eftirfylgni laga sé sýnileg, sanngjörn og árangursrík. 4. aðgengi að dómstólum sé tryggt með hæfum og sjálfstæðum dómstólum. að auki þurfi dómstólar að vera skipaðir nægum fjölda vel menntaðra dómara, sem þekki ekki aðeins lögin heldur einnig þau gildi sem ríkja í því samfélagi sem þeir þjóna. jafnvægið milli öryggis og frelsis Carolyn sagði í erindi sínu að hryðjuverk ógnuðu jafnvæginu á milli öryggis og frelsis. réttarríkið þyrfti að vera þannig úr garði gert að það gæti brugðist við utanaðkomandi ógn. Hryðjuverka- árásirnar í bandaríkjunum 11. september 2001, lestarsprengingarnar í madrid og nú síðast fjöldamorðin í noregi hafi vegið að öryggistilfinningu fólks. Fyrstu viðbrögð almennings, sem og yfirvalda við slíkum ógnum, sé einkum krafa um aukið eftirlit, gjarnan á kostnað borgaralegra réttinda og réttarríkisins. Vitnaði hún m.a. í Harold Knoh, prófessor í lögum, sem sagði að sam- félagið, og lögfræðingar þar á meðal, hefðu hunsað réttarríkið eftir atburðina 11. september 2001. réttarkerfið, sem til hefði orðið á löngum tíma, hefði ekki staðið þessa ógn af sér. réttarríkishugtakið í kjölfar hnattvæðingar Carolyn sagði að áður hafi verið litið á hugtakið „réttarríki“ sem innanríkismál varðandi samskipti þegna og stjórnvalda. með hnattvæðingunni hefði viðhorf manna gagnvart réttarríkishugtakinu hins vegar breyst. nú sé horft til samskipta þegna og stjórnvalda, inn lendra sem erlendra, og að auki á samskipti þegna við alþjóðlegar stofnanir og fyrirtæki. Þátttakendur í alþjóðlegum viðskiptum leiti eftir traustu lagaumhverfi sem tryggi áreiðanleika í viðskiptum, ásamt sanngirni og heiðarleika. Þannig nái réttarríkishugtakið einnig til alþjóða- samninga, til úrlausna deilumála á grundvelli alþjóðalaga og fyrir alþjóð- legum gerðardómum. Þetta hafi m.a leitt til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafi skilgreint hugtakið réttaríki með mun alþjóðlegri skírskotun en áður tíðkaðist. efnahagskreppan nú um stundir gengur þvert á landamæri og ógnar fjármálastöðugleika sem er undirstaða nútíma samfélaga. efnahagsörðugleikar eins ríkis, eins og grikklands, geta ógnað stöðugleika annarra ríkja og ríkjasambanda eða myntbandalaga. Á tímum efnahagsþrenginga er freistandi fyrir stjórnvöld að skerða framlög til stofnana sem standa vörð um réttarríkið og almenningur getur auðveldlega misst trú á réttarríkið ef atvinna er ekki í boði og mikill ójöfnuður með mönnum. Á samdráttartímum skera ríkisstjórnir gjarnan niður fjárframlög til stofnana sem mynda stoðkerfi réttar- ríkisins. Þannig eiga mörg fylki bandaríkjanna erfitt með að fjármagna rekstur réttarkerfisins vegna samdráttar. varðmenn réttarríkisins breytingar á stjórnarfari einstakra ríkja og óvissa í samskiptum nýrra valdhafa við önnur ríki eða alþjóðastofnanir geta stefnt réttarríkinu þar í hættu. Slíkt getur hins vegar einnig skapað ný tækifæri til umbóta á réttarríkinu. Oftar en ekki ríki þó óvissa um vegferð nýrra valdhafa eða valdakerfa. Um það má gleggst vísa til nýorðinna atburða í egyptalandi og Túnis. evangelos tsouroulis. gunnar jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.