Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 56
56 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11
UMfJöllUn
málum er til hagsbóta horfðu fyrir
húsmæður, berjast gegn áfengisböli og
auka samstarf milli kennara og heimila.16
rannveig var í útvarpsráði 1953-1956 og
1959, í happdrættisráði Háskóla Íslands
1951-1977 og fulltrúi Íslands á ráð-
gjafarþingi evrópuráðsins 1951-1964.17
rannveig nýtti lögfræðiþekkingu sína
meðal annars til að berjast fyrir jafnrétti
og skrifaði greinar sem vörðuðu
réttarstöðu kvenna í blaðið 19. júní á
árabilinu 1953-1959. einnig samdi hún
bók um félagsmál og fundarstjórn ásamt
Svöfu Þórleifsdóttur sem Kvenfélaga-
samband Íslands gaf út 1972. Í grein um
launajafnrétti sem hún skrifaði í 19. júní
1955 segir m.a.: „Nú er það víst, að þótt
engin almenn lagaákvæði séu til um það
hér á landi, að konum skuli goldin sömu
laun og körlum fyrir sams konar störf,
þá eru engin lög sem banna það, og má
jafnvel líta svo á, að lagaákvæði þau,
sem sett hafa verið varðandi konur, sem
eru starfsmenn ríkisins, bendi mjög í þá
átt, að almennt skuli gilda á Íslandi jafn
réttur kvenna og karla til starfa og reglan
um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf.“18
fyrsta konan í málflutningi
rannveig öðlaðist rétt til málflutnings
fyrir héraðsdómi árið 1952 en hún opnaði
málflutningsskrifstofu í reykjavík árið
1949 sem hún rak til 1974. Hún öðlaðist
réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti
árið 1959, fyrst kvenna, og tók virkan
þátt í störfum Lögmannafélagsins. Hún
var kjörin heiðursfélagi LmFÍ árið 1979
og var eina konan þar til Þórunn
guðmunds dóttir hlaut þann heiður í
tilefni aldarafmælis félagsins árið 2011.19
Í blaðinu 19. júní 1959 var viðtal við
rannveigu í tilefni þessað hún var orðin
hæstaréttarlögmaður. Þar var hún spurð
að því hvort karlar væru ófúsari að fela
konum að reka mál fyrir sig og kvað
alþýðublaðið 26. október 1949, bls. 4.
stærsta atriði kvenna baráttunnar
Árið 1953 skrifaði rannveig grein í 19. júní um konur í ábyrgðarstöðum og gætti nokkurrar óþolinmæði vegna þess
hversu fáar íslenskar konur væru í ábyrgðar stöðum á Íslandi. „Hvernig getur staðið á því, að konur hafa svo lítið verið
kallaðar til ábyrgðarstarfa hér á Íslandi, þrátt fyrir það, að þær hafa um rúmlega 40 ára skeið haft sama rétt og karlar
til menntunar og embætta?“ spurði rannveig og velti fyrir sér hvort orsökin væri löggjafans, þeirra sem veittu stöðurnar
eða kvenna sjálfra. Sagði hún löggjöf á Íslandi vera eins frjálslega og best þekktist en þar sem giftar konur fengju enga
hjálp við heimilisstörfin þá væru þær bundnar heima. Skattalögin væru einnig þannig að ekki væri gert ráð fyrir kostnaði
vegna heimilishjálpar þegar konur færu að vinna frá heimili og bæði konur sem og vinnuveitendur gerðu ekki ráð
fyrir konum við störf í mörg ár. „Þetta og fleira orsakar það, að konur almennt ganga ekki að því með alvöru að gera
sig hæfar á sviði framkvæmda og stjórnmálalífs, og þótt tækifæri komi fyrir konur, þá eru þær oft ekki reiðubúnar,
hafa ekki aflað sér þeirrar þekkingar og þjálfunar, sem á þarf að halda.“ rannveig sagði þetta hin mestu vonbrigði en
þótt konur hefðu kosningarétt og kjörgengi þá hefði jafnréttið aldrei náð lengra. Konur störfuðu mest innan heimilis
og þær sem ynnu utan þess hefðu með höndum minni háttar störf og lág laun. Stærsta atriði kvenréttindabaráttunnar
væri að konur veldust til eða væru valdar til virðulegra og vandasamra starfa meðal íslensku þjóðarinnar. Þrátt fyrir
óþolinmæði rannveigar þokaðist lítið í jafnréttisátt næstu áratugina og hún mátti bíða lengi eftir vitundarvakningu í
jafnréttismálum.26
Húsmæður á alþingi
rannveig flutti tillögu til þingsályktunar um undirbúning löggjafar um vinnuhjálp húsmæðra haustið 1949 með sama
hætti og tíðkaðist annars staðar á norður löndum. Um ástæðu þessa sagði rannveig að erfitt hefði reynst að fá hjálp
við heimilisstörf síðustu ár og því yrði að koma skipulagi á vinnuhjálp húsmæðra í sérstökum neyðartilfellum. með
slíku fyrirkomulagi myndu stúlkur vera ráðnar af opinberum aðila til aðstoðar. Tillagan var samþykkt.27 enn fremur
kom hún með breytingartillögu við frumvarp til laga um tekju- og eignarskatt á þá leið að ef kona framteljanda ynni
utan heimilis mætti draga frá kostnað vegna stjórnar heimilis sem sannanlega væri greiddur ráðskonu. Það var ekki
samþykkt.28