Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 49
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 49
ViðtAl
í sjó- og verslunardóms- og landhelgis-
málum voru litríkir og eftir minnilegir
karakterar, sem ánægjulegt var að
kynnast og starfa með.
Ég var skipaður fulltrúi við Sakadóm
reykjavíkur haustið 1953 og starfaði þar
til nóvemberloka 1959, þegar ég hóf
lögmennsku. Ég opnaði skrifstofu á 4.
hæð Klapparstígs 26. Hafði tekið hálfa
hæðina, alls sex herbergi, á leigu og látið
teppaleggja allt horna á milli. Daginn
sem ég hafði komið fátæklegum
húsbúnaði, bókum og tækjum fyrir í
tveimur herbergjum, sem ég ætlaði mér
sjálfum og ritara þegar þar að kæmi, þá
hringdi ég í Hannes Sigurðsson hjá Sjóvá
til að tryggja allt heila gumsið fyrir bruna-
og vatnstjóni. Þá var klukkan að verða
fimm um daginn en nóttina eftir flæddi
heitt vatn úr snyrtiherbergi á gang framan
við herbergi mín og þaðan í þrjú af
herbergjum mínum. Klukkan 9:15
morguninn eftir hringdi ég aftur í Hannes
og spurði hvort hann hefði gengið frá
tryggingunni daginn áður. Hann sagði
svo vera og ég bað hann þá um að senda
skoðunarmenn að bragði til að taka út
og meta tjónið. ekki minnist ég annarra
lögmannsstarfa þann daginn. Ég hefi
hins vegar ekki séð ástæðu til að skipta
um tryggingafélag síðan.
eiNs og „geNeral PraCtitioNer“
Var nóg að gera í lögmennskunni?
Í byrjun árs 1960 tók ég að mér að vera
framkvæmdastjóri Kaupmanna-
samtakanna meðfram lögmennskunni
og var það þar til í desember 1964.
Samtökin höfðu þá verið í þröngu
húsnæði á Laugavegi 22 b, Klappar-
stígsmegin. Ég leigði þeim síðan tvö
herbergi á hæðinni með okkur á
Klapparstígnum árið 1961. Þetta var í
byrjun viðreisnaráranna og stórfelld
gengisskerðing krónunnar var gerð þegar
í upphafi. Var því mjög erilsamt starf að
stýra samtökunum á þessum tíma,
erindisrekstur við stjórnvöld og
löggjafarsamkunduna, kjarasamningar
og samskipti við önnur stéttarfélög,
systurfélög á norðurlöndum o.fl. Sam-
tökin héldu úti tímaritinu „Verzlunar
tíðindum“, þau beittu sér fyrir stofnun
Verzlunarbanka Íslands hf. og voru
stofnfélagar að Lífeyrissjóði verslun-
arinnar. Starfsemi samtakanna óx gífurlega
á þessum árum og félögum fjölgaði.
Vegna starfa fyrir Kaup manna samtökin
hafði ég orðið að hafna stöðugt fleiri
lögmanns störfum fyrir aðra. Sagði ég því
lausu starfi mínu með góðum fyrirvara
og hafði á því tímabili meðal göngu um
kaup veglegs húsnæðis á marargötu 2.
Flutti starfsemin þangað seint á árinu og
var Knútur bruun þá ráðinn fram-
kvæmdastjóri í minn stað.
eftir það hafði ég venjulega mátulega
mikið að gera.
Sérhæfðir þú þig í ákveðnum málum?
nei, ég var eins og heimilislæknir og fannst
gott að vera ekki of einhæfur. Ég var í
öllu mögulegu. Og þó, ég get ekki neitað
því, að ég kom allmikið að samningagerð
og hvers konar erindis rekstri á sviði út- og
innflutnings viðskipta og flutninga.
Þú rakst stofuna í félagi við fleiri
lögmenn lengst af?
Ári eftir að ég hætti í sakadómi hóf
guðmundur ingvi Sigurðsson að reka
lögmannsstofuna í félagi við mig en svo
bættust Jónas a. aðalsteinsson og
Jóhannes L.L. Helgason í hópinn. Stofuna
rákum við í „kontorfælleskab“ og var
um reksturinn sameignarfélag undir
heitinu Lex. Við rákum stofuna fyrst á
Klapparstíg 26, svo á Laufásvegi 12 og
síðast í Lágmúla 7. Ég seldi minn hlut í
stofunni árið 1996 eftir að ég gekkst undir
hjáveituaðgerð á hjarta. Þá fór ég að taka
því rólega og vann þá að mestu fyrir
opinberar stofnanir til ársins 2001 er ég
hætti í lögmennsku.
Þú varst í stjórn LMFÍ árin 19661968.
Hvernig fór starfsemi félagsins fram á
þeim tíma?
Við vorum þá búnir að fá skrifstofu á
Óðinsgötu en engan starfsmann svo öll
vinnan lenti á okkur stjórnarmönnum.
Við þurftum meðal annars að innheimta
félagsgjöldin og ég var settur í það. Það
sveinn fer hvern morgun í golf, sumar jafnt sem vetur, en hann kynntist íþróttinni í
vestmannaeyjum árið 1952 og varð strax heillaður. Hann var í stjórn golfklúbbs reykjavíkur
19541961 og forseti golfsambands íslands 19611970. á þeim tíma fór hann í „trúboð“
til að breiða út golfíþróttina sem heppnaðist svo vel að golfklúbbum landsins fjölgaði úr
þremur í 14. á myndinni er sveinn í hópi golfara á meistaramóti lmfí árið 2007.