Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 17
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 17 lMfÍ 100 ÁrA eggert Claessen eggert Claessen var annar þeirra sem frumkvæði átti að stofnun málflutnings- mannafélags Íslands þann 11. desember 1911 og sat í fyrstu stjórn ásamt Oddi gíslasyni og Sveini björnssyni. eggert var jafnframt fyrsti formaður félagsins og gegndi formennsku alls þrisvar; 1911- 1918, 1921 og 1940-1941. eggert fæddist í Skagafirði 16. ágúst 1877. Hann útskrifaðist frá Hafnarháskóla árið 1903 og hóf störf á ii. skrifstofu í hinu nýstofnaða Stjórnarráði Íslands 1904. Árið 1906 varð hann málflutnings- maður við Landsyfirréttinn og hæsta- réttarmálflutningsmaður þegar Hæsti- réttur var stofnaður árið 1920. eggert var bankastjóri Íslandsbanka hf. 1921- 1930 og var eftir það hæstaréttar- málflutningsmaður til æviloka 1950. Hann var einnig einn af stofnendum Vinnuveitenda sambands Íslands og framkvæmdastjóri þess 1934 til 1950.5 sveinn Björnsson Sveinn björnsson var einn af stofnendum málflutningsmannafélags Íslands og var fyrsti ritari félagsins. Sveinn fæddist í Kaupmannahöfn 27. febrúar 1881 en foreldrar hans voru björn Jónsson rit- stjóri og síðar ráðherra Íslands og elísabet Sveinsdóttir. að loknu námi í Latínuskólanum innritaðist Sveinn í Kaupmannahafnarskóla og lærði lögfræði. nýútskrifaður hóf hann mál- flutningsstörf í reykjavík árið 1907. Þegar Hæstiréttur var stofnaður 16. febrúar 1920 urðu Sveinn og eggert Claessen fyrstir til að ljúka prófraun hæstaréttarmálflutningsmanna. Sveinn stundaði ýmis störf meðfram lög- mennskunni. Hann var meðal annars einn af hvatamönnum þess að eim skipa- félag Íslands var stofnað og for maður þess þar til hann varð sendiherra í Kaupmannahöfn. Hann var einnig hvata- maður að stofnun fjölmargra félaga og fyrirtækja, alþingismaður reykjavíkur, bæjarfulltrúi og fyrsti sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn frá 1920. Árið 1940, þegar Danmörk var hernumin, var Sveinn kallaður heim og ári síðar var hann kosinn ríkisstjóri Íslands. Hann gegndi því embætti uns hann var kjörinn fyrsti forseti Íslands á alþingi 17. júní 1944. Sveinn lést 1952. Í tilefni 40 ára afmælis Lögmannafélags Íslands árið 1951 var ákveðið að kjósa Svein fyrsta heiðursfélaga félagsins ásamt Lárusi Fjeldsted. Svo illa vildi til að skömmu fyrir afmælishófið veiktust þeir báðir og Sveinn lést í ársbyrjun 1952. Vegna þessa var afmælishátíðinni frestað um sinn en Sveinn náði aldrei að taka formlega við heiðursviðurkenningu félagsins.6 málflutNiNgsstarfið með vaNdasömustu störfum „Í fáum eða jafnvel engum starfa öðrum verður oft á tíðum komist nær hinum alvarlegustu örlagaþráðum hins mannlega lífs. Það hefur að sjálfsögðu mikla þjóðfélagslega þýðingu, að allar stéttir þjóðfélagsins vinni störf sín vel og samvizkusamlega af höndum. en fáum stéttum er það beinlínis nauðsynlegra, - fyrst og fremst af þjóðfélagsástæðum, - en málflutningsmannastéttinni. Góð málflutningsmannastétt er þýðingarmikil í hverju þjóðfélagi, og veltur meira á því, en í öðrum stéttum, að þar sé valinn maður í hverju rúmi. Leiðbeinandi reglur og fyrirmæli í þessu efni hafa vissulega sitt að segja, en einhlít og óyggjandi verða þau aldrei. Af starfi einstaklingsins verður stéttin oft vegin og metin. Það verður því í reyndinni það langþýðingarmesta, að sérhver málflytjandi geri sér alltaf fulla grein alvöruþunga og ábyrgðarskyldu starfa síns. Að hann skilji starfs sitt fyrst og fremst sem þjónustu og leitist alltaf og ævinlega við að leysa allar starfsskyldur sínar af hendi af fyllstu trúmennsku, samvizkusemi og skyldurækni.“ Gunnar Þorsteinsson hrl. í tilefni 40 ára afmælis LMFÍ 1951.10 Yfirréttar mál flutnings menn eitt af fyrstu hagsmunamálum málflutn- ingsmannafélags Íslands var að vinna að því að settar yrðu skorður við því að lögfræðikandídatar gætu farið beint frá prófborðinu og orðið yfirréttar- málflutningsmenn heldur hlytu þeir verklega æfingu áður en slík leyfi væru veitt. með lögum nr. 17/1913 var það skilyrði sett fyrir leyfi til málflutnings fyrir yfirdómi að lögfræðingar hefðu fengist við málflutning í þrjú ár hið minnsta eða gegnt starfi sem lögfræði- menntun þurfti til í jafn langan tíma. aldrei kom þó til þess að þetta leyfi yrði veitt þar sem Landsyfirréttur var lagður niður og Hæstiréttur stofnaður í ársbyrjun 1920. Fyrstir til að verða löggiltir hæstaréttarmálflutningsmenn, hrm., urðu þeir Sveinn björnsson og eggert Claessen.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.