Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 59
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 59
lMfÍ 100 ÁrA
Lögmenn á toppinn vorið 2006
vorið 2006 stóð félagsdeild lmfí fyrir göngu á Hvannadalshnjúk í fararstjórn Haraldar
arnar Ólafssonar.
félagsdeild stofnuð
með gildistöku laga um lögmenn nr.
77/1998 var skylduaðild að LmFÍ breytt
þannig að hún náði einungis til lög-
bundins hlutverks félagsins. Því var
ákveðið að stofna sérstaka félagsdeild
LmFÍ sem rekin yrði samhliða félaginu.
Vangaveltur voru í upphafi um hvert
hlutverk félagsdeildar ætti að vera og
til að mynda nefndi björn L. bergsson
í Lögmannablaðinu að deildin gæti veitt
lögmönnum aðstoð við heimildaleit við
undirbúning eða rekstur dómsmáls.
niðurstaðan var sú að verkefni félags-
deildar fólust í skipulagningu námskeiða
fyrir lögmenn, markaðs setningu á
þjónustu þeirra með Lögmannalistanum
á heimasíðu LmFÍ og í byrjun var lagt
áherslu á bestu kjarasamninga til
lækkunar rekstrar kostnaðar lögmanns-
stofa. Félagsdeildin hefur þróast á þann
veg að sjá einnig um námsferðir
lögmanna annað hvert ár, skemmtiferðir
og Lögmannablaðið.58
samkePPNisstaða lögmaNNa
„Starfsumhverfi lögmanna er að breytast. Þetta eru svo sem ekki sérstakar fréttir fyrir lögmenn.
Breytingarnar hafa bæði gerzt smátt og smátt og í stærri stökkum. Atvinnulífið tekur breytingum, hraði
í ákvarðanatöku vex sífellt og stjórnendur gera kröfur um skjót viðbrögð þeirra sérfræðinga, sem þeir
leita til. Vandi lögmanna og annarra sérfræðinga felst meðal annars í því að samræma vandaða og skjóta
ráðgjöf á samkeppnishæfu verði. takist lögmönnum ekki að sannfæra viðskiptamenn sína um, að ráðgjöf
þeirra sé vandaðri en annarra sem viðskiptamennirnir geta leitað til og verðið sé við hæfi, verða þeir
undir í samkeppninni, viðskiptamennirnir leita annað.“
Jakob R. Möller hrl., formaður LMFÍ í Lögmannablaðinu 1999.53
ég er lamaður, lamaður
úr ferðinni eftirminnilegu. á myndinni
t.v. eru sigurður georgsson, Páll s.
Pálsson og Þorsteinn júlíusson.
Síðla hausts árið 1973 fóru nokkrir lög-
menn á vegum stjórnar Lögmanna-
félagsins norður að Breiðabólsstað í
Vesturhópi, at Hafliða Mássonar, til að
finna réttan stað fyrir minnisvarða um
að þar voru fyrst skráð lög á Íslandi. Páll
S. Pálsson formaður LMFÍ þekkti
flugmann og fékk hann til að fljúga með
hópinn til Blönduóss. enginn var að flýta
sér aftur heim, gleðskapur mikill og flogið
seint til baka um nóttina. Þegar mennirnir
tíndust út úr vélinni reyndi Páll að standa
upp en gat það ekki og kallaði því á
Þorstein Júlíusson: -Steini, Steini, ég er
lamaður, lamaður!
Þorsteinn beygði sig þá niður að Páli
og losaði sætisbeltið.