Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 32

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 32
32 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 ViðtAl lögmennska, samskipti milli lögmanna og tæknibylting viðtal við nýja heiðursfélaga í tilefNi aldarafmælis lmfí bættust fimm nýir heiðursfélagar í hóp þeirra 14 sem áður hafa verið kjörnir. Þetta eru þau ragnar aðalsteinsson hrl., Hákon árnason hrl., Þórunn guðmundsdóttir hrl., jón steinar gunnlaugsson hæstaréttardómari og gestur jónsson hrl. en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa starfað við góðan orðstír í lögmennsku, verið formenn lmfí og unnið að fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið. í byrjun aðventu settust ása Ólafsdóttir og ingimar ingason niður með heiðurs­ félögunum og ræddu við þau um lögmennsku fyrr og nú, tæknibyltingu og samskipti milli lögmanna. tölvuvæðing og fjölgun lög­ manna Hvað hefur breyst í lögmennsku frá því þið hófuð lögmannsferil ykkar? Þórunn: Ég byrjaði í lögmennsku vorið 1984 og það er tvennt sem ég vil nefna. Það fyrra er gríðarleg fjölgun lögmanna en þegar ég hóf störf þá þekkti ég alla lögmenn. Hið síðara er tölvuvæðingin en áður voru t.d. innheimtumál öll reiknuð í höndunum. Jón Steinar: ritari minn var með fimm kalkipappírsblöð á milli síðna í ritvélinni. Hákon: Ég man eftir ágætum lögmanni sem lamdi svo fast á ritvélina þegar hann var að leggja áherslu á málin að það voru göt í gegn á pappírnum. Ragnar: Tæknibyltingin í mínum huga er telefaxið. rétt eftir að ég komst í tæri við slíkan munað kom upp mál sem var unnið var að í þremur löndum; Írlandi, Frakklandi og á Íslandi og við leystum það á tæpum sólarhring eingöngu vegna þessarar tækninýjungar. verkefni frábrugðin því sem nú er Gestur: Verkefni lögmanna voru mjög frábrugðin því sem nú er. Ég byrjaði 1975 og þá var fjármálakerfið og form viðskipta allt öðru vísi en nú. Þau verkefni sem lögmenn sinntu voru að stærstum hluta til einhvers konar innheimtumál. Þegar ég varð formaður Lögmannafélagsins árið 1989 var ástandið þannig að fleiri dómsmál voru þingfest í Héraðsdómi reykjavíkur heldur en í Stokkhólmi og ástæðan var sú að hér voru menn í stórum stíl að þingfesta fjárkröfur út af einföldum viðskiptum. engin deila var um hvað væri rétt eða rangt heldur var þetta afleiðing af óstjórn í efnahagsmálum, verðbólgu og því kerfi sem við bjuggum við. Hákon: Þegar ég byrjaði árið 1966 var einyrkjabúskapur yfirgnæfandi í lögmennskunni og lögmenn þurftu að vera færir um að sinna hvaða sviði sem var. Síðan hafa lögmannsstofurnar orðið stærri og sérhæfingin meiri. Það er stærsta breytingin fyrir utan tækni- breytingarnar. Svo hefur orðið veruleg breyting á réttarfarinu. menn stefndu inn máli og fóru í gagnaöflun þegar búið var að úthluta dómara. Síðan var verið að tína inn eitt og eitt vitni í þinghald, málinu svo frestað í tvo mánuði og svo næsta vitni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.