Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 63

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 63
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 63 lMfÍ 100 ÁrA Bókasafn lmfí Umræður um að málflutningsmannafélag Íslands þyrfti að koma sér upp lögfræðibókasafni urðu strax í árdaga félagsins en á fundi 1914 kom Sveinn björnsson með þá hugmynd að félagið keypti lögfræðirit. Fundarmenn töldu félagið ekki hafa efni á því en settu nefnd til að athuga málið sem auglýsti eftir frjálsum framlögum félagsmanna til bókakaupa. ekki urðu þeir við þessari málaleitan stjórnar en hún fékk því framgengt að landsbókasafnið hóf að kaupa áskrift að dönskum tímaritum. aftur var rætt um bókasafn á aðalfundi málflutningsmannafélags Íslands árið 1925 og málið var öðru hverju til um- ræðu næstu áratugina. meðal annars komu fram hugmyndir í blaði lögmanna árið 1963 um að félagið kæmi sér upp sérstöku fræði- og handbókasafni þar Þorsteinn Pálsson, dóms­ og kirkju málaráðherra, hélt ræðu í tilefni opnunar bókasafns lmfí 1991. f.v. Hrafn Bragason forseti Hæstaréttar, gestur jónsson formaður lmfí og Þorsteinn Pálsson. sem þau bókasöfn sem lögmenn gátu leitað til, s.s. Háskólabókasafnið, væru ófullnægjandi og með slæmum starfs- skilyrðum. mörgum lögmönnum gengi illa að útvega sér erlend lögfræðirit og bókasafn yrði hvatning til lögmanna til að stunda meiri vísindastörf. Fyrsti vísir að bókasafni kom árið 1974 þegar félagið fékk að gjöf bækur frá Lárusi Jóhannessyni en þeim var komið fyrir á skrifstofu félagsins. Síðan barst félaginu rausnarleg bókagjöf frá erfingjum ragnars Ólafssonar og Jón e. ragnarsson ánafnaði félaginu bókasafni sínu er hann lést árið 1983. bókasafn Lögmannafélags Íslands var formlega opnað árið 1991 í tilefni 80 ára afmæli félagsins - 77 árum eftir að Sveinn björnsson hreyfði fyrst við hug- myndinni.64 Handbók lögmanna Um miðjan 8. áratuginn var farið að gefa út möppu sem bar nafnið Handbók lögmanna. Í henni var að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir lögmenn en félagið sendi þeim uppfært efni í handbókina þegar þurfa þótti. Þegar heimasíða félagsins var tekin í notkun árið 1998 var handbókin sett á heimasíðu félagsins.65 svo fallvalt er geNgi HeimsiNs Þegar nágrannasveitarfélög Reykjavíkur tóku að þenjast út á síðari hluta 20. aldar kom það fyrir að í nýjum byggingalöndum fyndust fyrir hræ af gömlum sumar- bústöðum. oft höfðu þessi hús verið reist á grundvelli einhverra samninga við sveitarfélögin en lengi var þessu lítill gaumur gefinn og hræin rifin án þess að hirða um að ljósmynda þau eða gæta að hagsmunum rétthafa yfir þeim. Þar kom að menn fóru að birtast á bæjarskrifstofum og krefjast bóta fyrir gömul sumarhús sem hefðu verið rifin. Maður nokkur, sem var allþekktur óreglumaður, stefndi einu af sveitar- félögunum fyrir að hafa rifið sumarhöll fjölskyldunnar til að rýma fyrir nýju hverfi. eins og gengur var málinu frestað ítrekað á meðan starfsmenn bæjarins reyndu að átta sig á því hvaða gögn væru til um þessa stórmerkilegu byggingu. Þar kom að fundað var um málið og lögmaður mannsins, Kristján Stefánsson, lýsti því fjálglega hvílíkt áfall það hefði verið umbjóðanda sínum að koma grandalaus að vitja þessa glæsi hýsis forfeðranna, aðeins til að sjá viðurstyggð eyðilegg- ingarinnar. taldi lögmaðurinn að umbjóðandinn hefði langt í frá jafnað sig á þessari upplifun. Lögmaður bæjarins stakk því þá að Kristjáni að raunar hefði umbjóðandinn látist fyrir ári síðan. Kristján tók þessu af yfirvegun og svaraði að bragði -Sic transit gloria mundi, sem útleggst á íslensku: svo fallvalt er gengi heimsins. Fjórir félagar Páll a. Pálsson, kristinn sigurjónsson, ingi r. Helgason og guðjón steingrímsson fyrir utan sumarbústað lmfí árið 1977.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.