Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 53
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 53
lMfÍ 100 ÁrA
Haltur maður í
BaNkastræti
eitt sinn mætti Kristján Stefánsson
Sigurði Ólasyni á inniskónum á gangi
niður Bankastrætið og stakk Sigurður
aðeins við. Kristján leit á hann og spurði
hvort eitthvað væri að honum í fætinum.
-Nei, nei, svaraði Sigurður; -ég var
kominn niður í bæ þegar ég uppgötvaði
að ég hafði gleymt að fara úr inniskónum.
Svo ég gerði mér upp helti.
lögmaður í seNN sálfræðiNgur og maNNÞekkjari
„Lögmennska er að mörgu leyti sérstök atvinna. Lögmenn standa oft við hlið skjólstæðinga sinna á
mikilvægustu stundum lífs þeirra, t.a.m. þegar verið er að rétta yfir þeim vegna meintra sakargifta af
hálfu ákæruvalds, við skilnað, við skipti á dánarbúum aðstandenda, við kaup eða sölu á fyrirtækjum o.fl.
ofl. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að góður lögmaður þurfi að vera í senn sálfræðingur og mannþekkjari
auk þess að kunna skil á lögunum. Lögmaður sem ekki getur sett sig í spor skjólstæðinga sinna, skilið
andlega líðan þeirra og áhyggjur verður aldrei góður lögmaður, sama hversu vel hann er að sér í þeim
lögum sem um ræði í viðkomandi máli.“
Helgi Jóhannesson hrl. og formaður LMFÍ í Lögmannablaðinu 2006.46
Codex
siðareglur
lögmanna
málflutningsmannafélagið varð fljótlega
vettvangur til að leysa úr málum vegna
kvartana viðskiptamanna og félags-
manna annars vegar og milli einstakra
félagsmanna hins vegar þótt ekki hefði
það agavald eins og síðar varð. Strax á
öðrum stjórnarfundi félagsins 31.maí
1912 var tekin fyrir fyrirspurn um
innheimtulaun og það viðhorf komið
að það væri brot á góðum siðum að
virða úrskurði stjórnar að vettugi.
Þegar árið 1934 komu fram
hugmyndir um að samdar yrðu
siðareglur fyrir félagsmenn LmFÍ. ekki
voru þó allir sammála um að brýn þörf
væri á því enda ættu menn að vera
„loyalir“ eins og sagt var. Það var ekki
fyrr en á árið 1960 sem fyrstu drög að
siðareglum komu fram. Fimm
félagsmenn höfðu tekið að sér að semja
reglurnar og byggt á erlendri fyrirmynd
en sú hugsun lá að baki að bókfesta þá
hefð sem skapast hefði í starfi lögmanna.
Siðareglurnar voru samþykktar á
framhaldsaðalfundi 24. júní 1960 og
endurskoðaðar árið 1991.54
Félag sáttalögmanna
Haustið 2007 var félag sáttalögmanna
stofnað innan félagsdeildar lmfí en því
var ætlað að vera vettvangur lögmanna
sem hefðu sérhæft sig í sáttamiðlun. í fyrstu
stjórn félagsins voru f.v. ásdís j. rafnar
hrl., sonja maría Hreiðarsdóttir hdl. og
ingibjörg Bjarnadóttir hdl.51tvær konur í stjórn lmfí
Fyrsta konan sem kosin var í stjórn LmFÍ er Svala Thorlacius hrl. en hún sat í
stjórn árin 1980-1982. Þórunn guðmundsdóttir hrl. er eina konan sem gegnt
hefur formennsku í stjórn Lögmannafélagsins síðan félagið var stofnað árið 1911
en hún var formaður árin 1995-1997. mynd þessi er tekin af stjórn Lögmannafélags
Íslands ásamt framkvæmdastjóra árið 1996-1997 en þá sátu í fyrsta skipti tvær
konur í stjórn. F.v. marteinn másson hdl., framkvæmdastjóri 1990-1999, Kristín
briem hrl., Hreinn Loftsson hrl., Þórunn guðmundsdóttir hrl. og formaður,
Sigurmar K. albertsson hrl. og Jakob möller hrl.47