Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 48

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 48
48 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 ViðtAl Betri er mögur sátt en feitur dómur viðtal við svein snorrason hrl. sveiNN sNorrasoN gekk í lög­ manna félagið fyrir sextíu árum, árið 1951, og var orðinn hæstaréttarlögmaður þegar félagið hélt upp á hálfrar aldar afmæli sitt árið 1961. síðar átti hann eftir að sitja í stjórn félagsins og vera formaður þess með tuttugu ára millibili. sveinn hóf laganám haustið 1946, hið sama og úlfljótur kom út fyrst. Hann fékk þá þegar vinnu, hluta úr degi, hjá lárusi jóhannessyni, hæstaréttar­ lögmanni. Þar kynntist hann fyrst starfsemi lögmannafélagsins, eftir að lárus var kosinn formaður þess 1947. Þá virtist starfsemin að mestu fara fram á skrifstofu lárusar. Þar voru stjórnar­ fundir haldnir og þau erindi afgreidd sem félaginu bárust. Þetta fylgdi formennskunni. Hvaða störfum sinntir þú hjá Lárusi? Ég sinnti almennum skrifstofustörfum, sem í dag myndu flokkast til ritara- og gjaldkerastarfa, en Lárus var á þessum tíma, auk lögmennskunnar og með henni fylgjandi fasteigna- og verðbréfasölu, þingmaður Seyðfirðinga og umsvifamikill athafnamaður. Hann átti og rak Prent- smiðju austurlands, sem þá var á Seyðisfirði og gaf út urmul bóka. Dreifing þeirra hér á höfuðborgarsvæðinu fór að miklu leyti fram frá skrifstofunni í Suðurgötu 4. Lárus var einstaklega vandvirkur og mikilvirkur í öllum störfum sínum. glöggskyggn og skjótur að greina kjarna hvers máls. Hann hafði sérlega fallega rithönd, hann var málvandur og gagnorður. Skriflegar greinargerðir hans og ræður báru þessa gleggst vitni. Lárus hafði þegar þetta var tekið tæknina í sína þjónustu, því að hann notaði mikið diktafón sem tók talað mál á vaxsívaln- inga. Það kom oftlega í minn hlut að hreinrita samninga, greinargerðir og málflutningsræður eftir drögum eða upptökum Lárusar, og kynntist ég við það betur vinnubrögðum hans og viðhorfum og hefi vonandi náð að læra eitthvað af þeirri reynslu. Þar á meðal þau sannindi, að oft er betri mögur sátt en feitur dómur. góð lögmennska er nefnilega fólgin í því að leysa vanda, ekki magna þrætu. Þegar kjarni ágreinings er fundinn ber fyrst og fremst að meta í hverju sanngjörn og réttlát lausn geti verið fólgin og hvetja aðila til að semja um þá lausn. Það á að vera þrautalausn að leggja mál fyrir dómstóla, en ef ekki verður hjá því komist verður að leggja alúð við málatilbúnað og flutning máls. eftir að ég lauk laganámi í lagadeild Háskóla Íslands vorið 1951 gerðist ég fulltrúi hjá Lárusi og var þá strax tekinn inn í Lögmannafélagið. Það varð þó minna úr lögmannsstörfum að þessu sinni heldur en ég hafði vænst. Prentsmiðja austurlands hafði þá verið flutt til reykjavíkur og raunin varð sú, að Lárus fól mér að sjá að mestu leyti um rekstur prentsmiðjunnar og bókaútgáfunnar seinni hluta árs 1951. Þetta ár kom út fyrsta tölublað Tímarits lögfræðinga sem Lögmannafélagið gaf út. Það var prentað í Prentsmiðju austurlands eins og nokkur bindi hæstaréttardóma, en þeir höfðu ekki verið gefnir út um alllangt skeið. Lárus var sjálfur á kafi lungann úr árinu við að þýða bókina „Ég kaus frelsið“ eftir Victor Kravchenko og lét síðan prenta hana, á sjötta hundrað síður með „petit“ letri, binda inn og gefa út í stóru upplagi. Það náðist að koma þessari bók og ýmsum öðrum út fyrir jólin. Var það heilmikið starf, að sjá um dreifingu og markaðssetningu allra þeirra bóka, sem út höfðu verið gefnar af forlaginu á undanförnum árum. Var Lárus ánægður með árangurinn af sölu annarra bóka en varð fyrir vonbrigðum með söluna á þeirri ágætu bók „Ég kaus frelsið“ sem hann hafði látið prenta og binda inn í allt of stóru upplagi. Hann greiddi mér bónus fyrir árangurinn af sölunni að öðru leyti, en skildi vel þegar ég ákvað að sækja um stöðu fulltrúa bæjarfógeta í Vestmannaeyjum, sem auglýst hafði verið. Var mér veitt staðan og hóf þar störf í febrúar 1952. Varstu lengi í Eyjum? Í liðlega eitt og hálft ár eða fram til hausts 1953. Ég kunni vel við mig. Þar var hið ágætasta samstarfsfólk og með dómendur sveinn snorrason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.