Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 54

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 54
54 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 UMfJöllUn svipmikil atorkukona og brautryðjandi – rannveig Þorsteinsdóttir hrl. raNNveig ÞorsteiNsdÓttir varð fyrst kvenna til að öðlast rétt til mál­ flutnings fyrir héraðsdómi árið 1952 og fyrir Hæstarétti 1959. rannveig braust til mennta af eigin rammleik þegar hún var komin á fertugsaldur en á fjórum árum tók hún gagnfræðapróf, stúdents­ próf og embættispróf í lögfræði. eftir það settist hún á alþingi fyrir fram­ sóknarflokkinn í eitt kjörtímabil og hóf svo rekstur eigin lögmannsstofu sem hún rak til 1974 er hún varð sjötug. rannveig var kjörin heiðursfélagi lögmannafélags íslands árið 1979. vildi verða sýslumaður rannveig fæddist 6. júlí 1904 á Sléttu í mjóafirði. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Sigurðsson, sjómaður og þurrabúðar- maður og ragnhildur Hansdóttir.2 Þegar rannveig var 6 ára dó Þorsteinn og ragnhildur stóð ein uppi með þrjú börn á framfæri.3 Hugur rannveigar stóð snemma til náms. Strax í barnaskóla langaði hana að verða sýslumaður sem í hennar huga var sá sem kunni skil á lögum. móðir hennar hafði hins vegar ekki tök á því að styðja börnin til langskólanáms en rannveig hóf nám í Samvinnuskólanum í reykjavík 18 ára gömul, lauk prófi 1924 og námi við framhaldsdeild skólans 1925.4 Fyrir atbeina Jónasar Jónssonar, skólastjóra Samvinnuskólans, réðist rannveig sem afgreiðslumaður Tímans árið 1925 en þá sá hún um fjárreiður blaðsins jafnt sem útsendingu þess. Jafnframt kenndi hún ensku við Samvinnuskólann frá 1926 til 1933. Árið 1934 var rannveig bréfritari hjá Tóbaks- einkasölu Íslands og gegndi hún því starfi til 1946 þar til hún hóf laganám. rannveig tók þátt í málflutnings- æfingum á vegum Orators þegar hún stundaði laganám.5 lauk laganámi á þremur árum rannveig hóf aftur nám haustið 1944 og tók landspróf vorið 1945. Ári síðartók hún stúdentspróf frá menntaskólanum í reykjavík en það þóttu mikil tíðindi að rúmlega fertug kona í fullu starfi skyldi ljúka lands- og stúdentsprófi á einungis tveimur árum. rannveig Þorsteinsdóttir. „og íslenzkar konur eru að mínum dómi búnar þeim hæfileikum, að þær geta, ef þær óska, sótt fram í fremstu raðir við hlið karlmanna.“1 eyrún ingadóttir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.