Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 66

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 66
66 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 lMfÍ 100 ÁrA Brot úr sögu félags dr. gunnlaugur Þórðarson við stuðlabergsdrangana sem hann lét setja niður við goðafoss. minnisvarði við goðafoss Árið 1990 fékk dr. gunnlaugur Þórðarson samþykkta tillögu á aðalfundi LmFÍ um að félagið léti reisa minnisvarða við goðafoss, um þann atburð þegar Þorgeir Ljósvetningagoði lagðist undir feld í þrjá daga áður en hann leiddi til lykta deildu Ásatrúarmanna og kristinna á Þingvöllum árið 1000. næstu ár sló stjórn félagsins sífellt á frest að vinna að málinu þar sem önnur meira aðkallandi verkefni tóku tíma hennar. Dr. gunnlaugur reyndi að fylgja málinu eftir með því meðal annars að koma með teikningar af minnisvarða til stjórnar og bjóða stjórn og framkvæmdastjóra félagsins í dýrðlegan kvöldverð í bústað sínum við Helluvatn í rauðhólum til að ræða málið. Á endanum gafst dr. gunnlaugur upp á sinnuleysi stjórnar og tók málið í sínar hendur. Hann fór norður og samdi við heimamann um að setja niður stuðlabergsdranga á eyju á bílastæði, sem nýbúið var að gera við goðafoss. Stuttu síðar fékk skrifstofa félagsins upphringingu frá oddvita sveitastjórnar á svæðinu sem var ósátt við að Lög- manna félagið setti niður minnismerki án þess að ræða við skipulagsnefnd eða sveitarstjórn. marteinn másson fram- kvæmdastjóri og Sigurmar K. albertsson formaður fóru af þessu tilefni norður og hittu oddvitann á fundi til þess að ræða málið. Úr varð að stuðlabergs- drangarnir fengu að standa áfram á eyjunni og félagið lét steypa járnplötu með áletrun um hinn merka atburð árið 1000. Síðan hefur minnisvarðinn staðið á sínum stað, félaginu og dr. gunnlaugi til mikils sóma.81 Það mátti reYNa Það f.v. kristján stefánsson og Hilmar ingimundarson. Hilmar ingimundarson átti til að vera svolítið brögðóttur í réttarsal og einu sinni kom hann með nýjar málsástæður í seinni ræðu sem ekki þykja vera góð vinnubrögð. Lögmaður gagnaðila mótmælti með því að grípa fram í fyrir Hilmari, sem þykja heldur ekki góð vinnubrögð. Mælti Hilmar þá dúnmjúkri röddu: -Ég ætla ekki að fara fram á það að lögmaður gagnaðila verði víttur fyrir frammíköll. eitt sinn sagði dómari við Hilmar þegar hann kom með nýjar málsástæður í réttarsal: -Hilmar, svona gerir maður ekki. -Æ, svaraði Hilmar; -það má reyna það. veistu Hver ég er? eitt sinn kom Hilmar akandi inn á bílaport lögreglu og lagði þar bílnum. Kom þá hlaupandi út lögreglumaður í fullum skrúða og tjáði Hilmari að bílastæðin væru einungis fyrir lögreglumenn og starfsmenn embættisins. Hilmar svaraði þá að bragði: -Veistu hver ég er? Lögreglumaðurinn varð hvumsa og sagði: -Nei það veit ég ekki. Þá svaraði Hilmar: -ef þú veist ekki hver ég er, þá hef ég fullar efasemdir um að þú sért lögreglumaður og mér ber ekki skylda til að hlusta á þig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.