Lögmannablaðið - 01.12.2011, Page 66

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Page 66
66 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 lMfÍ 100 ÁrA Brot úr sögu félags dr. gunnlaugur Þórðarson við stuðlabergsdrangana sem hann lét setja niður við goðafoss. minnisvarði við goðafoss Árið 1990 fékk dr. gunnlaugur Þórðarson samþykkta tillögu á aðalfundi LmFÍ um að félagið léti reisa minnisvarða við goðafoss, um þann atburð þegar Þorgeir Ljósvetningagoði lagðist undir feld í þrjá daga áður en hann leiddi til lykta deildu Ásatrúarmanna og kristinna á Þingvöllum árið 1000. næstu ár sló stjórn félagsins sífellt á frest að vinna að málinu þar sem önnur meira aðkallandi verkefni tóku tíma hennar. Dr. gunnlaugur reyndi að fylgja málinu eftir með því meðal annars að koma með teikningar af minnisvarða til stjórnar og bjóða stjórn og framkvæmdastjóra félagsins í dýrðlegan kvöldverð í bústað sínum við Helluvatn í rauðhólum til að ræða málið. Á endanum gafst dr. gunnlaugur upp á sinnuleysi stjórnar og tók málið í sínar hendur. Hann fór norður og samdi við heimamann um að setja niður stuðlabergsdranga á eyju á bílastæði, sem nýbúið var að gera við goðafoss. Stuttu síðar fékk skrifstofa félagsins upphringingu frá oddvita sveitastjórnar á svæðinu sem var ósátt við að Lög- manna félagið setti niður minnismerki án þess að ræða við skipulagsnefnd eða sveitarstjórn. marteinn másson fram- kvæmdastjóri og Sigurmar K. albertsson formaður fóru af þessu tilefni norður og hittu oddvitann á fundi til þess að ræða málið. Úr varð að stuðlabergs- drangarnir fengu að standa áfram á eyjunni og félagið lét steypa járnplötu með áletrun um hinn merka atburð árið 1000. Síðan hefur minnisvarðinn staðið á sínum stað, félaginu og dr. gunnlaugi til mikils sóma.81 Það mátti reYNa Það f.v. kristján stefánsson og Hilmar ingimundarson. Hilmar ingimundarson átti til að vera svolítið brögðóttur í réttarsal og einu sinni kom hann með nýjar málsástæður í seinni ræðu sem ekki þykja vera góð vinnubrögð. Lögmaður gagnaðila mótmælti með því að grípa fram í fyrir Hilmari, sem þykja heldur ekki góð vinnubrögð. Mælti Hilmar þá dúnmjúkri röddu: -Ég ætla ekki að fara fram á það að lögmaður gagnaðila verði víttur fyrir frammíköll. eitt sinn sagði dómari við Hilmar þegar hann kom með nýjar málsástæður í réttarsal: -Hilmar, svona gerir maður ekki. -Æ, svaraði Hilmar; -það má reyna það. veistu Hver ég er? eitt sinn kom Hilmar akandi inn á bílaport lögreglu og lagði þar bílnum. Kom þá hlaupandi út lögreglumaður í fullum skrúða og tjáði Hilmari að bílastæðin væru einungis fyrir lögreglumenn og starfsmenn embættisins. Hilmar svaraði þá að bragði: -Veistu hver ég er? Lögreglumaðurinn varð hvumsa og sagði: -Nei það veit ég ekki. Þá svaraði Hilmar: -ef þú veist ekki hver ég er, þá hef ég fullar efasemdir um að þú sért lögreglumaður og mér ber ekki skylda til að hlusta á þig.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.