Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 68

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 68
68 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 lMfÍ 100 ÁrA Brot úr sögu félags stjórn lmfí árið 1979­1980. f.v.: Helgi v. jónsson meðstjórnandi, jónas a. aðalsteinsson varaformaður, Þorsteinn júlíusson formaður, stefán Pálsson ritari og skarphéðinn Þórisson gjaldkeri. laganefnd Laganefnd var kosin í fyrsta skipti á aðalfundi árið 1979 en hlutverk hennar var að fylgjast með lögum, lagafram- kvæmd og lagafrumvörpum og gefa stjórn félagsins ábendingar og tillögur til umsagna um þau. Í fyrstu laganefndina voru skipaðir þeir benedikt blöndal, guðmundur ingvi Sigurðsson, Jón Finnsson, Páll arnór Pálsson og baldur guðlaugsson.74 kjaranefnd Hlutverk kjaranefndar, sem stofnuð var á aðalfundi árið 1979, var að vinna að bættum hag félagsmanna og gera tillögur til stjórnar um málefni sem vörðuðu kjör þeirra, s.s. launa-, markaðs-, trygg- inga-, skatta - orlofs- og menntunar mál. Í nefndina voru í upphafi skipaðir þeir Jón e. ragnarsson, ragnar aðalsteinsson, brynjólfur Kjartansson, Jón Steinar gunnlaugsson og gestur Jónsson.75 styrktarsjóður lögmanna Snemma komu upp hugmyndir um að stofna sérstakan styrktarsjóð lögmanna og aðstandenda þeirra. Var það gert árið 1931 en tilgangur sjóðsins var að styrkja málflutningsmenn sem verið höfðu félagsmenn eða fjölskyldur þeirra til að bæta úr alls konar fjárhags- vandræðum og vegna náms eða annars undirbúnings unglinga undir lífsstarfið. Fyrstu styrkirnir voru greiddir úr sjóðnum vorið 1940. með lögum um málflytjendur nr. 61/1942 voru tekjur sjóðsins ákvarðaðar sektir sem stjórn lögmannafélagsins gat skikkað lögmenn til að greiða fyrir framferði í starfi og væri stéttinni ósamboðið. Sjóðurinn varð aldrei öflugur en síðast var veittur styrkur úr honum árið 1995. Þá var ekkju látins félagsmanns veittur styrkur en þar sem sjóðurinn var tómur varð að færa fjármuni úr félagssjóði í þessu skyni. Sjóðurinn var formlega lagður niður árið 1998 þegar nýjar samþykktir voru gerðar fyrir félagið.76 lagasafn jóns e. ragnarssonar Jón e. ragnarsson gaf Lögmanna félaginu allt lagabókasafn sitt eftir sinn dag en meðal gersema er Lagasafnið þar sem búið er að skera út úr blaðsíðum til að koma fyrir pela. gjaldskrárnefnd eitt af fyrstu verkefnum málflutnings- manna félagsins var að setja lágmarks- gjaldskrá fyrir félags menn sína en næstu áratugi var umræða um hana áberandi á fundum. Sérstök gjaldskrárnefnd starfaði lengi innan félagsins en hún hafði það hlutverk að fjalla um og gera tillögur um breytingar á gjaldskrá en úrskurðar vald um mál flutnings þóknun var hjá stjórn félagsins. Lögmannafélagið hætti að vera vett vangur formlegs samráðs lögmanna þegar talið var að það væri andstætt samkeppnislögum árið 1994. gjald skrár nefnd var eina nefndin sem starfaði samkvæmt samþykktum félagsins þar til aðalfundur samþykkti að stofna laganefnd og kjaranefnd árið 1979.73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.